Tony Snell greindist með einhverfu 31 árs | Stofnar góðgerðasamtök og vill vera fyrirmynd Siggeir Ævarsson skrifar 18. júní 2023 12:46 Tony Snell fagnað af liðsfélögum sínum eftir sigurkörfu hans í leik með Atlanta Hawks 2021 Vísir/Getty Tony Snell, sem lék í NBA deildinni níu tímabil, greindist með einhverfu í fyrra, þá 31 árs að aldri. Hann segir að greiningin hafi varpað ljósi á uppvaxtar ár hans og persónuleika og að líta til baka núna með þessa vitneskju sé eins og að setja upp þrívíddargleraugu. Snell og eiginkona hans, Ashely Snell, eignuðust soninn Karter 2021 en þegar hann var 18 mánaða var hann ekki farinn að tala og var í kjölfarið greindur með einhverfu. Snell opnaði sig um málið í fyrsta sinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í fyrradag. Sagði hann greiningu sonar síns hafa opnað augu sín fyrir því að mögulega væri hann sjálfur einhverfur. „Ég var alltaf sjálfstæður þegar ég var að alast upp, ég hef alltaf verið einn. Ég náði bara aldrei að tengjast við annað fólk á persónulegum nótum. Ég hugsaði með mér, ef Karter fékk þessa greiningu þá held ég að sé líka með einhverfu. Það gaf mér hugrekkið til að fara sjálfur í greiningu.“ Snell sagði að greiningin hefði ekki komið honum á óvart, hún hefði einfaldlega verið léttir og útskýrt svo margt um barnæsku hans og uppvaxtár. Ætlar að berjast gegn fordómum Aðspurður hvort líf hans hefði farið á annan veg ef hann hefði fengið greiningu sem barn sagði Snell að það hefði örugglega haft neikvæð áhrif vegna fordóma, sem hefðu sem betur fer breyst og markmið hans í dag væri að vera fyrirmynd. „Ég vil bara breyta lífum og vera fyrirmynd fyrir aðra. Ég vil að sonur minn viti að ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og styðja hann. Þegar ég var barn leið mér eins og ég væri öðruvísi.“ Snell og fjölskylda hans hafa stofnað góðgerðasamtök, Tony Snell Foundation, sem hafa það að markmiði að auka skilning á einhverfu, með sérstaka áherslu á að styðja einstaklinga úr minnihlutahópum með einhverfu. Snell lék eins og áður sagði níu tímabil í NBA deildinni. Hann var valinn af Chicago Bulls í nýliðavalinu 2013 með 20. valrétt. Hann lék með Bulls í þrjú tímabil en síðar með Bucks, Pistons, Hawks, Trail Blazers og Pelicans. Hann leikur í dag með Maine Celtics í G-deildinni. NBA Körfubolti Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Snell og eiginkona hans, Ashely Snell, eignuðust soninn Karter 2021 en þegar hann var 18 mánaða var hann ekki farinn að tala og var í kjölfarið greindur með einhverfu. Snell opnaði sig um málið í fyrsta sinn í viðtali á NBC sjónvarpsstöðinni í fyrradag. Sagði hann greiningu sonar síns hafa opnað augu sín fyrir því að mögulega væri hann sjálfur einhverfur. „Ég var alltaf sjálfstæður þegar ég var að alast upp, ég hef alltaf verið einn. Ég náði bara aldrei að tengjast við annað fólk á persónulegum nótum. Ég hugsaði með mér, ef Karter fékk þessa greiningu þá held ég að sé líka með einhverfu. Það gaf mér hugrekkið til að fara sjálfur í greiningu.“ Snell sagði að greiningin hefði ekki komið honum á óvart, hún hefði einfaldlega verið léttir og útskýrt svo margt um barnæsku hans og uppvaxtár. Ætlar að berjast gegn fordómum Aðspurður hvort líf hans hefði farið á annan veg ef hann hefði fengið greiningu sem barn sagði Snell að það hefði örugglega haft neikvæð áhrif vegna fordóma, sem hefðu sem betur fer breyst og markmið hans í dag væri að vera fyrirmynd. „Ég vil bara breyta lífum og vera fyrirmynd fyrir aðra. Ég vil að sonur minn viti að ég mun alltaf vera til staðar fyrir hann og styðja hann. Þegar ég var barn leið mér eins og ég væri öðruvísi.“ Snell og fjölskylda hans hafa stofnað góðgerðasamtök, Tony Snell Foundation, sem hafa það að markmiði að auka skilning á einhverfu, með sérstaka áherslu á að styðja einstaklinga úr minnihlutahópum með einhverfu. Snell lék eins og áður sagði níu tímabil í NBA deildinni. Hann var valinn af Chicago Bulls í nýliðavalinu 2013 með 20. valrétt. Hann lék með Bulls í þrjú tímabil en síðar með Bucks, Pistons, Hawks, Trail Blazers og Pelicans. Hann leikur í dag með Maine Celtics í G-deildinni.
NBA Körfubolti Mest lesið Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Körfubolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Körfubolti Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Körfubolti Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira