Blaðamannafundur Åge Hareide: Svekktur en ekki leiður Árni Jóhannsson skrifar 17. júní 2023 23:00 Åge Hareide gat verið ánægður með sína menn þrátt fyrir tap Vísir / Diego Þjálfari Íslands, Åge Hareide, var ánægður með frammistöðuna í kvöld en vitaskuld reiður yfir því að tapa leiknum gegn Slóvakíu og þá kannski sérstaklega hvernig sigurmarkið gerðist. Leiknum lauk með 1-2 tapi en þetta var þriðji leikur Íslands í riðlinum og setur það stórt strik í reikninginn við að komast upp úr riðlinum. Þjálfari Íslands, Åge Hareide, var ánægður með frammistöðuna í kvöld en vitaskuld reiður yfir því að tapa leiknum gegn Slóvakíu og þá kannski sérstaklega hvernig sigurmarkið gerðist. Leiknum lauk með 1-2 tapi en þetta var þriðji leikur Íslands í riðlinum og setur það stórt strik í reikninginn við að komast upp úr riðlinum. Åge sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og fór yfir það sem gerðist í leiknum í kvöld. Það sem kostaði strákana okkar í leiknum var að sjálfsögðu færanýtingin í byrjun og að hans menn hafi verið ornir þreyttir í seinni hálfleik en hann vonaði að hans menn hefðu lært hvernig væri best að spila fyrir íslenska landsliðið en mikil orka fór í upphafið á leiknum sem líklega gerði það að verkum að liðið átti ekki nóg bensín í seinni hálfleik. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að mér finnst við hafa verið óheppnir að hafa tapað leiknum. Sérstaglega hvernig þeir skoruðu sigurmarkið sem var óheppilegt hjá okkur og heppni hjá þeim. Við hefðum getað verið beittari fyrir framan markið í byrjun leiksins en við fengum urmul færa á fyrsta korterinu. Í landsleikjum fær maður alla jafna ekki mörg tækifæri itl að skora þannig að það er mikilvægara að nýta færin. Mér fannst liðið sérstakleg gott í fyrri hálfleik og virkaði það eins og þeir hefðu ferskari fætur en við í seinni hálfleiknum. Við þurfum að skoða það“, sagði Åge þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leik. Åge var spurður að því hvort það væri sérstaklega erfitt að kyngja tapinu út af öllum færunum sem fóru forgörðum. „Það verður að horfa á þetta frá tveimur hliðum því maður þarf að vera jákvæður yfir því að hafa skapað öll þessi færi en það hjálpar okkur ekki neitt út af úrslitunum. Það er svo hvernig sigurmarkið gerðist. Hvernig boltanum var sparkað í höfuðið á einhverjum og hann fer inn sem er mjög óheppilegt en svona gerist í fótboltanum. Við verðum að hrósa strákunum hvernig þeir fóru inn í leikinn og hvernig við spiluðum við þá, hvernig við héldum boltanum og hvernig við sköpuðum færin. Liðið leit vel út og ég var mjög ánægður með strákana og einnig hópinn í heild sinn. “ „Við þurfum samt sem áður fleiri mínútur í lappirnar á öllum. Fyrir utan kannski þá sem spila reglulega. Það var líka áfall að missa Aron út en hann gerir kröfur og setur tóninn á vellinum. Við þurfum meiri styrk og meiri kraft í lappirnar á okkur en það er lítill tími til að laga það því miður. Við verðum bara að verða betri og vera betri í september en fyrst þurfum við að vinna Portúgal.“ Aron Einar Gunnarsson fann til í lok upphitunarinnar þannig að hann komst ekki á fullan hraða og því var tekin ákvörðun um að skipta honum út fyrir Valgeir Lundal. Hann hafði þó byrjað að finna fyrir verkjum á þriðjudaginn á æfingu en allt var reynt til þess að koma honum í gegn en ekki er vitað hvort hann verði klár á þriðjudaginn. „Aron Einar hefði spilað á einni löpp ef ég hefði leyft það en við þurfum ferskar lappir í verkefnið.“ Åge var spurður hvað hann hafi lært um hópinn sem hann er með í höndunum. Bæði slæmt og gott. „Ég lærði margt gott. Við unnum vel gegn því kerfi sem þeir voru að vinna með og við sköpuðum okkur færi og náðum að nýta tæknilega góðu framherjana okkar Albert [Guðmundsson] og Willum [Willumsson] en þeir voru nýjir í hópnum. Heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða hjá Íslandi. Við gáfum innkastið frá okkur sem leiddi til fyrsta marksins, sem voru mistök, svo vorum við mjög óheppnir í seinna markinu þeirra. Það var svo ýtt við Alfons [Sampsted] þegar seinna markið var skorað og mögulega getum við verið svekktir með það en svona gerist í fótbolta.“ Varðandi það hvort liðið þyrfti að læra að spara orkuna í fyrri hálfleik til að eiga fyrir seinni hálfleiknum þá var Åge á því að ef Ísland hefði skorað mark þá værum við að ræða um allt öðruvísi leik. Liðið gerði vel í að koma til baka en það sást bersýnilega að ekki var mikið eftir á tanknum í seinni hálfleik. Þá hrósaði Åge Willum Þór Willumssyni fyrir frammistöðuna í kvöld. Þetta var fyrsti landsleikurinn hans í byrjunarliðinu og sagði þjálfarinn að hann hafi staðið sig eins vel og hann hafi vonað að hann hafi staðið sig. Willum var valinn í byrjunarliðið þegar það kom í ljós að Arnór Sigurðsson meiddist. Nokkrum sinnum þurfti að kíkaj í myndavélarnar til að sjá hvort Ísland hafi átt jafnvel að fá fleiri víti eða þá í aðdraganda seinna marksins sem Slóvakar skoruðu. „Við verðum að treysta því að þeir geti notað VAR til þess að finna út rétta niðurstöðu. Í leik hjá Danmörku um daginn var marki snúið við eftir að það var skoðað vel í VAR. Það er of seint að vera reiður yfir þessu. Það er í raun og veru of seint að vera reiður yfir einhverju úr þessum leik. Ég er svekktur yfir því að tapa en ég er ekki dapur. Ég er að hugsa meira um það hvernig við náum okkur upp aftur og hvernig við tökumst á við Portúgal.“ „Áhorfendur voru mjög góðir í dag, þeir studdu vel við bakið á okkur. Við náðum þeim upp með góðum fyrri hálfleik og það skapaðist mjög gott andrúmsloft hérna á Laugardalsvelli og ég var ánægður með það. Við verðum að fá það aftur á þriðjudaginn“, sagði Åge um stuðninginn. Að lokum sagði Åge um vonir Íslendinga um að komast upp úr riðlinum. „Við verðum að vera vongóðir. Við þurfum að fara alla leið í þessu núna. Það verður erfiðara að spila við Slóvaka úti en við þurfum að ná í stig þar. Vonandi verðum við komnir lengra inn í tímabil leikmanna því það er mjög snúið oft að spila í júní þar sem margir leikmenn eru mögulega löngu hættir að spila með félagsliðunum sínum og detta úr leikæfingu. Það hefur getað haft áhrif á okkur í kvöld. Þegar “ Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Þjálfari Íslands, Åge Hareide, var ánægður með frammistöðuna í kvöld en vitaskuld reiður yfir því að tapa leiknum gegn Slóvakíu og þá kannski sérstaklega hvernig sigurmarkið gerðist. Leiknum lauk með 1-2 tapi en þetta var þriðji leikur Íslands í riðlinum og setur það stórt strik í reikninginn við að komast upp úr riðlinum. Åge sat fyrir svörum á blaðamannafundi eftir leik og fór yfir það sem gerðist í leiknum í kvöld. Það sem kostaði strákana okkar í leiknum var að sjálfsögðu færanýtingin í byrjun og að hans menn hafi verið ornir þreyttir í seinni hálfleik en hann vonaði að hans menn hefðu lært hvernig væri best að spila fyrir íslenska landsliðið en mikil orka fór í upphafið á leiknum sem líklega gerði það að verkum að liðið átti ekki nóg bensín í seinni hálfleik. „Mín fyrstu viðbrögð eru þau að mér finnst við hafa verið óheppnir að hafa tapað leiknum. Sérstaglega hvernig þeir skoruðu sigurmarkið sem var óheppilegt hjá okkur og heppni hjá þeim. Við hefðum getað verið beittari fyrir framan markið í byrjun leiksins en við fengum urmul færa á fyrsta korterinu. Í landsleikjum fær maður alla jafna ekki mörg tækifæri itl að skora þannig að það er mikilvægara að nýta færin. Mér fannst liðið sérstakleg gott í fyrri hálfleik og virkaði það eins og þeir hefðu ferskari fætur en við í seinni hálfleiknum. Við þurfum að skoða það“, sagði Åge þegar hann var inntur eftir fyrstu viðbrögðum eftir leik. Åge var spurður að því hvort það væri sérstaklega erfitt að kyngja tapinu út af öllum færunum sem fóru forgörðum. „Það verður að horfa á þetta frá tveimur hliðum því maður þarf að vera jákvæður yfir því að hafa skapað öll þessi færi en það hjálpar okkur ekki neitt út af úrslitunum. Það er svo hvernig sigurmarkið gerðist. Hvernig boltanum var sparkað í höfuðið á einhverjum og hann fer inn sem er mjög óheppilegt en svona gerist í fótboltanum. Við verðum að hrósa strákunum hvernig þeir fóru inn í leikinn og hvernig við spiluðum við þá, hvernig við héldum boltanum og hvernig við sköpuðum færin. Liðið leit vel út og ég var mjög ánægður með strákana og einnig hópinn í heild sinn. “ „Við þurfum samt sem áður fleiri mínútur í lappirnar á öllum. Fyrir utan kannski þá sem spila reglulega. Það var líka áfall að missa Aron út en hann gerir kröfur og setur tóninn á vellinum. Við þurfum meiri styrk og meiri kraft í lappirnar á okkur en það er lítill tími til að laga það því miður. Við verðum bara að verða betri og vera betri í september en fyrst þurfum við að vinna Portúgal.“ Aron Einar Gunnarsson fann til í lok upphitunarinnar þannig að hann komst ekki á fullan hraða og því var tekin ákvörðun um að skipta honum út fyrir Valgeir Lundal. Hann hafði þó byrjað að finna fyrir verkjum á þriðjudaginn á æfingu en allt var reynt til þess að koma honum í gegn en ekki er vitað hvort hann verði klár á þriðjudaginn. „Aron Einar hefði spilað á einni löpp ef ég hefði leyft það en við þurfum ferskar lappir í verkefnið.“ Åge var spurður hvað hann hafi lært um hópinn sem hann er með í höndunum. Bæði slæmt og gott. „Ég lærði margt gott. Við unnum vel gegn því kerfi sem þeir voru að vinna með og við sköpuðum okkur færi og náðum að nýta tæknilega góðu framherjana okkar Albert [Guðmundsson] og Willum [Willumsson] en þeir voru nýjir í hópnum. Heilt yfir var þetta mjög góð frammistaða hjá Íslandi. Við gáfum innkastið frá okkur sem leiddi til fyrsta marksins, sem voru mistök, svo vorum við mjög óheppnir í seinna markinu þeirra. Það var svo ýtt við Alfons [Sampsted] þegar seinna markið var skorað og mögulega getum við verið svekktir með það en svona gerist í fótbolta.“ Varðandi það hvort liðið þyrfti að læra að spara orkuna í fyrri hálfleik til að eiga fyrir seinni hálfleiknum þá var Åge á því að ef Ísland hefði skorað mark þá værum við að ræða um allt öðruvísi leik. Liðið gerði vel í að koma til baka en það sást bersýnilega að ekki var mikið eftir á tanknum í seinni hálfleik. Þá hrósaði Åge Willum Þór Willumssyni fyrir frammistöðuna í kvöld. Þetta var fyrsti landsleikurinn hans í byrjunarliðinu og sagði þjálfarinn að hann hafi staðið sig eins vel og hann hafi vonað að hann hafi staðið sig. Willum var valinn í byrjunarliðið þegar það kom í ljós að Arnór Sigurðsson meiddist. Nokkrum sinnum þurfti að kíkaj í myndavélarnar til að sjá hvort Ísland hafi átt jafnvel að fá fleiri víti eða þá í aðdraganda seinna marksins sem Slóvakar skoruðu. „Við verðum að treysta því að þeir geti notað VAR til þess að finna út rétta niðurstöðu. Í leik hjá Danmörku um daginn var marki snúið við eftir að það var skoðað vel í VAR. Það er of seint að vera reiður yfir þessu. Það er í raun og veru of seint að vera reiður yfir einhverju úr þessum leik. Ég er svekktur yfir því að tapa en ég er ekki dapur. Ég er að hugsa meira um það hvernig við náum okkur upp aftur og hvernig við tökumst á við Portúgal.“ „Áhorfendur voru mjög góðir í dag, þeir studdu vel við bakið á okkur. Við náðum þeim upp með góðum fyrri hálfleik og það skapaðist mjög gott andrúmsloft hérna á Laugardalsvelli og ég var ánægður með það. Við verðum að fá það aftur á þriðjudaginn“, sagði Åge um stuðninginn. Að lokum sagði Åge um vonir Íslendinga um að komast upp úr riðlinum. „Við verðum að vera vongóðir. Við þurfum að fara alla leið í þessu núna. Það verður erfiðara að spila við Slóvaka úti en við þurfum að ná í stig þar. Vonandi verðum við komnir lengra inn í tímabil leikmanna því það er mjög snúið oft að spila í júní þar sem margir leikmenn eru mögulega löngu hættir að spila með félagsliðunum sínum og detta úr leikæfingu. Það hefur getað haft áhrif á okkur í kvöld. Þegar “
Landslið karla í fótbolta EM 2024 í Þýskalandi Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30 Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00 Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Öskraði í miðju vítaskoti Körfubolti Fleiri fréttir Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Zidane líklegastur til að taka við af Deschamps Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Hjörtur þriðji úr vörn landsliðsins í Grikklandi Sjáðu mörk Newcastle gegn Arsenal „Jafnvel Salah væri í vandræðum hjá Tottenham“ Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Deschamps hættir með Frakka eftir HM 2026 Newcastle með manninn sem Arsenal vantar Kaupir ný gleraugu á öryggisvörðinn og fær styttra leikbann Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Chelsea vill fá Guehi aftur Elfsborg að kaupa Júlíus Magnússon Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Son framlengir við Spurs Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun West Ham búið að bjóða Potter starfið Orðaður við íslenska landsliðið en þykir líklegur til að taka við Molde „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ Segir fótboltaguðina á móti Luton Milan og Juventus ásælast framherja United Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Messi skrópaði í Hvíta húsið Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Mo Salah skýtur á Carragher Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Slóvakía 1-2 | Skrípamark gerði leiðina á EM torfæra Íslenska karlalandsliðið í fótbolta tapaði fyrir Slóvakíu, 1-2, í J-riðli undankeppni EM 2024 í kvöld. Þetta var fyrsti leikur Íslands undir stjórn Åge Hareide. 17. júní 2023 20:30
Einkunnir Íslands: Guðlaugur bestur í svekkjandi tapi Ísland tapaði 2-1 fyrir Slóvakíu í fyrsta leik karlalandsliðsins undir stjórn Age Hareide í undankeppni EM 2024 í fótbolta. Leikmönnum liðsins gekk misvel að fóta sig í svekkjandi tapi. 17. júní 2023 21:00