Fótbolti

Sigdís Eva: Korteri frá því að gráta

Dagur Lárusson skrifar
Hin 17 ára Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings í kvöld
Hin 17 ára Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings í kvöld Vísir/Pawel

Sigdís Eva Bárðardóttir, leikmaður Víkings, var að vonum ánægð eftir sigur liðsins á Selfossi í undanúrslitum Mjólkurbikarsins í kvöld. Sigdís Eva skoraði bæði mörk Víkings og var allt í öllu í sóknarleik liðsins.

„Þessi tilfinning er frábær og ég get í rauninni ekki lýst því,“ byrjaði Sigdís Eva á a segja eftir leik.

„Adrenalínið er ennþá á fullu inni í mér og ég á erfitt með að hugsa skýrt. Þegar flautað var til leiksloka þá var ég korteri frá því að gráta vegna þess að við höfum aldrei komist svona langt í bikar og núna erum við einum leik frá því að komast á Laugardagsvöll sem er draumur allra í liðinu.“

Sigdís Eva talaði um mikilvægi þess að liðið héldi haus í leiknum.

„Við héldum haus allan leikinn, það var svo mikilvægt og við gerðum það vel. Við vissum að vörnin þeirra væri ekki búin að vera upp á sitt besta í síðustu leikjum og þess vegna vildum við nýta hraðann í sókninni okkar og við gerðum það mjög vel,” sagði Sigdís Eva í sigurvímu að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×