„Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 20:08 Allir fjórir viðskiptavinir Costco sem fréttastofa ræddi við voru ánægð með að Costco væri byrjað að selja áfengi í netverslun. Stöð 2/Dúi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. Í kjölfar opnunar áfengisnetverslunar Costco hafa nokkrir aðrir verslunarrisar tilkynnt að á næstunni muni þeir einnig hefja sölu á áfengi á netinu, þar á meðal Hagkaup og Nettó. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem myndast hefur á áfengismarkaði líkjast villta vestrinu. Hann geti ekki dregið aðra ályktun af löggjöfinni en að um sé að ræða lögleg viðskipti. Hann kallar eftir því að settar verði ákveðnar leikreglur á markaðinn. „Þetta er að eflast mjög mikið, það var einmitt út af því sem ég lagði fram í desember frumvarp fyrir ríkisstjórnin til að ramma inn starfsumhverfi þessara verslana. það komst ekki í gegnum ríkisstjórn, er enn á biðmálaskrá. Ég harma það þar sem að mínu mati er nauðsynlegt að setja leikreglur á þessum markaði,“ segir Jón. Hann segist telja einstaklingsframtakið vera framtíðina í áfengismálum og að það myndi leiða af sér betri þjónustu til skattgreiðenda. „Við höfum áður tekist á um þetta, bjórinn sælla minninga, og allt leitar þetta sína eðlilegu leið. Eftir á verða menn hneykslaðir á að við höfum verið svo forpokuð fyrir breytingar en raun bar vitni,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, líkir ástandi á áfengismarkaði við villta vestrið en fagnar aukinni samkeppni við ÁTVR.Vísir/Dúi Ánægja meðal viðskiptavina Costco Viðskiptavinir Costco virðast taka vel í þessa breytingu en þegar fréttastofu bar að garði í dag var fjöldi fólks að bíða í röð eftir því að geta gerst meðlimir. Þá voru þeir sem fréttastofa ræddi við allir á sömu buxunum. Hvað finnst þér um að Costco sé byrjað að selja áfengi? „Mér finnst það glæsilegt,“ sagði Jón Jónsson. Löngu tímabært? „Já, þetta er þægilegt,“ sagði hann. Og Ragna Magnea Þorsteins er sammála. „Mér finnst það allt í lagi,“ sagði Ragna. Það er kannski úrelt að hafa þetta hjá ríkinu? „Mér finnst það,“ sagði hún. Gunnar Ármannsson segist vilja styrkja þetta einkaframtak. „Ég vil gjarnan sjá þetta nálægt matvörubúðum og geta keypt mér rauðvínið með matnum,“ sagði Gunnar. Þá segist Valdís Gunnarsdóttir Þormar vera alfarið á móti rekstri áfengisverslana ríkisins. „Mér finnst þetta bara mjög fínt, ég er reyndar á móti því að ríkið sé að selja áfengi og að mínir skattpeningar fari í að borga fyrir það að halda uppi einhverjum verslunum úti á landi,“ sagði Valdís. Áfengi og tóbak Verslun Costco Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Í kjölfar opnunar áfengisnetverslunar Costco hafa nokkrir aðrir verslunarrisar tilkynnt að á næstunni muni þeir einnig hefja sölu á áfengi á netinu, þar á meðal Hagkaup og Nettó. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem myndast hefur á áfengismarkaði líkjast villta vestrinu. Hann geti ekki dregið aðra ályktun af löggjöfinni en að um sé að ræða lögleg viðskipti. Hann kallar eftir því að settar verði ákveðnar leikreglur á markaðinn. „Þetta er að eflast mjög mikið, það var einmitt út af því sem ég lagði fram í desember frumvarp fyrir ríkisstjórnin til að ramma inn starfsumhverfi þessara verslana. það komst ekki í gegnum ríkisstjórn, er enn á biðmálaskrá. Ég harma það þar sem að mínu mati er nauðsynlegt að setja leikreglur á þessum markaði,“ segir Jón. Hann segist telja einstaklingsframtakið vera framtíðina í áfengismálum og að það myndi leiða af sér betri þjónustu til skattgreiðenda. „Við höfum áður tekist á um þetta, bjórinn sælla minninga, og allt leitar þetta sína eðlilegu leið. Eftir á verða menn hneykslaðir á að við höfum verið svo forpokuð fyrir breytingar en raun bar vitni,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, líkir ástandi á áfengismarkaði við villta vestrið en fagnar aukinni samkeppni við ÁTVR.Vísir/Dúi Ánægja meðal viðskiptavina Costco Viðskiptavinir Costco virðast taka vel í þessa breytingu en þegar fréttastofu bar að garði í dag var fjöldi fólks að bíða í röð eftir því að geta gerst meðlimir. Þá voru þeir sem fréttastofa ræddi við allir á sömu buxunum. Hvað finnst þér um að Costco sé byrjað að selja áfengi? „Mér finnst það glæsilegt,“ sagði Jón Jónsson. Löngu tímabært? „Já, þetta er þægilegt,“ sagði hann. Og Ragna Magnea Þorsteins er sammála. „Mér finnst það allt í lagi,“ sagði Ragna. Það er kannski úrelt að hafa þetta hjá ríkinu? „Mér finnst það,“ sagði hún. Gunnar Ármannsson segist vilja styrkja þetta einkaframtak. „Ég vil gjarnan sjá þetta nálægt matvörubúðum og geta keypt mér rauðvínið með matnum,“ sagði Gunnar. Þá segist Valdís Gunnarsdóttir Þormar vera alfarið á móti rekstri áfengisverslana ríkisins. „Mér finnst þetta bara mjög fínt, ég er reyndar á móti því að ríkið sé að selja áfengi og að mínir skattpeningar fari í að borga fyrir það að halda uppi einhverjum verslunum úti á landi,“ sagði Valdís.
Áfengi og tóbak Verslun Costco Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51
Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03