„Glæsilegt“ að Costco selji nú áfengi Bjarki Sigurðsson skrifar 16. júní 2023 20:08 Allir fjórir viðskiptavinir Costco sem fréttastofa ræddi við voru ánægð með að Costco væri byrjað að selja áfengi í netverslun. Stöð 2/Dúi Dómsmálaráðherra segir löngu tímabært að endurskoða áfengislöggjöfina hér á landi. Hins vegar hafi gengið illa að koma frumvörpum um áfengi út úr ríkisstjórn. Viðskiptavinir Costco virðast flestir hlynntir sölu áfengis í versluninni. Í kjölfar opnunar áfengisnetverslunar Costco hafa nokkrir aðrir verslunarrisar tilkynnt að á næstunni muni þeir einnig hefja sölu á áfengi á netinu, þar á meðal Hagkaup og Nettó. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem myndast hefur á áfengismarkaði líkjast villta vestrinu. Hann geti ekki dregið aðra ályktun af löggjöfinni en að um sé að ræða lögleg viðskipti. Hann kallar eftir því að settar verði ákveðnar leikreglur á markaðinn. „Þetta er að eflast mjög mikið, það var einmitt út af því sem ég lagði fram í desember frumvarp fyrir ríkisstjórnin til að ramma inn starfsumhverfi þessara verslana. það komst ekki í gegnum ríkisstjórn, er enn á biðmálaskrá. Ég harma það þar sem að mínu mati er nauðsynlegt að setja leikreglur á þessum markaði,“ segir Jón. Hann segist telja einstaklingsframtakið vera framtíðina í áfengismálum og að það myndi leiða af sér betri þjónustu til skattgreiðenda. „Við höfum áður tekist á um þetta, bjórinn sælla minninga, og allt leitar þetta sína eðlilegu leið. Eftir á verða menn hneykslaðir á að við höfum verið svo forpokuð fyrir breytingar en raun bar vitni,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, líkir ástandi á áfengismarkaði við villta vestrið en fagnar aukinni samkeppni við ÁTVR.Vísir/Dúi Ánægja meðal viðskiptavina Costco Viðskiptavinir Costco virðast taka vel í þessa breytingu en þegar fréttastofu bar að garði í dag var fjöldi fólks að bíða í röð eftir því að geta gerst meðlimir. Þá voru þeir sem fréttastofa ræddi við allir á sömu buxunum. Hvað finnst þér um að Costco sé byrjað að selja áfengi? „Mér finnst það glæsilegt,“ sagði Jón Jónsson. Löngu tímabært? „Já, þetta er þægilegt,“ sagði hann. Og Ragna Magnea Þorsteins er sammála. „Mér finnst það allt í lagi,“ sagði Ragna. Það er kannski úrelt að hafa þetta hjá ríkinu? „Mér finnst það,“ sagði hún. Gunnar Ármannsson segist vilja styrkja þetta einkaframtak. „Ég vil gjarnan sjá þetta nálægt matvörubúðum og geta keypt mér rauðvínið með matnum,“ sagði Gunnar. Þá segist Valdís Gunnarsdóttir Þormar vera alfarið á móti rekstri áfengisverslana ríkisins. „Mér finnst þetta bara mjög fínt, ég er reyndar á móti því að ríkið sé að selja áfengi og að mínir skattpeningar fari í að borga fyrir það að halda uppi einhverjum verslunum úti á landi,“ sagði Valdís. Áfengi og tóbak Verslun Costco Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Í kjölfar opnunar áfengisnetverslunar Costco hafa nokkrir aðrir verslunarrisar tilkynnt að á næstunni muni þeir einnig hefja sölu á áfengi á netinu, þar á meðal Hagkaup og Nettó. Dómsmálaráðherra segir það ástand sem myndast hefur á áfengismarkaði líkjast villta vestrinu. Hann geti ekki dregið aðra ályktun af löggjöfinni en að um sé að ræða lögleg viðskipti. Hann kallar eftir því að settar verði ákveðnar leikreglur á markaðinn. „Þetta er að eflast mjög mikið, það var einmitt út af því sem ég lagði fram í desember frumvarp fyrir ríkisstjórnin til að ramma inn starfsumhverfi þessara verslana. það komst ekki í gegnum ríkisstjórn, er enn á biðmálaskrá. Ég harma það þar sem að mínu mati er nauðsynlegt að setja leikreglur á þessum markaði,“ segir Jón. Hann segist telja einstaklingsframtakið vera framtíðina í áfengismálum og að það myndi leiða af sér betri þjónustu til skattgreiðenda. „Við höfum áður tekist á um þetta, bjórinn sælla minninga, og allt leitar þetta sína eðlilegu leið. Eftir á verða menn hneykslaðir á að við höfum verið svo forpokuð fyrir breytingar en raun bar vitni,“ segir Jón. Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, líkir ástandi á áfengismarkaði við villta vestrið en fagnar aukinni samkeppni við ÁTVR.Vísir/Dúi Ánægja meðal viðskiptavina Costco Viðskiptavinir Costco virðast taka vel í þessa breytingu en þegar fréttastofu bar að garði í dag var fjöldi fólks að bíða í röð eftir því að geta gerst meðlimir. Þá voru þeir sem fréttastofa ræddi við allir á sömu buxunum. Hvað finnst þér um að Costco sé byrjað að selja áfengi? „Mér finnst það glæsilegt,“ sagði Jón Jónsson. Löngu tímabært? „Já, þetta er þægilegt,“ sagði hann. Og Ragna Magnea Þorsteins er sammála. „Mér finnst það allt í lagi,“ sagði Ragna. Það er kannski úrelt að hafa þetta hjá ríkinu? „Mér finnst það,“ sagði hún. Gunnar Ármannsson segist vilja styrkja þetta einkaframtak. „Ég vil gjarnan sjá þetta nálægt matvörubúðum og geta keypt mér rauðvínið með matnum,“ sagði Gunnar. Þá segist Valdís Gunnarsdóttir Þormar vera alfarið á móti rekstri áfengisverslana ríkisins. „Mér finnst þetta bara mjög fínt, ég er reyndar á móti því að ríkið sé að selja áfengi og að mínir skattpeningar fari í að borga fyrir það að halda uppi einhverjum verslunum úti á landi,“ sagði Valdís.
Áfengi og tóbak Verslun Costco Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur (2017-2024) Netverslun með áfengi Tengdar fréttir Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51 Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00 Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Alþingi taki hausinn úr sandinum í áfengismálum Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Alþingi verða að hætta að stinga höfðinu í sandinn þegar kemur að þróuninni á áfengismarkaði. Taka þurfi áfengislöggjöfina algjörlega í gegn þar sem hún hindri samkeppnishæfi innlendra fyrirtækja. 16. júní 2023 10:51
Aukið aðgengi að áfengi ekki framfaraskref Ögmundur Jónasson, fyrrverandi innanríkisráðherra Vinstri Grænna, segir að netverslun á áfengi sé ekki framfaraskref og spyr hvert Íslendingar stefni í áfengismálum. 15. júní 2023 13:00
Costco opnar á sölu áfengis til einstaklinga Verslunarrisinn Costco er kominn í samkeppni við Vínbúðina og netverslanir í sölu á áfengi á netinu. Einstaklingar geta nú pantað áfengi á vefsíðu Costco og sótt í verslunina í Kauptúni. 13. júní 2023 14:03