„Við bara getum ekki tekið við fleirum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 16. júní 2023 12:06 Margrét Þórarinsdóttir er bæjarfulltrúi Umbótar í Reykjanesbæ. Vísir/Egill Bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ segir bæinn kominn langt yfir þolmörk í móttöku flóttafólks. Töluverður órói er í bænum vegna ástandsins. „Við Íslendingar viljum almennt hjálpa þeim sem eru í neyð. En það er þekkt að við gerum betur við flóttamenn en aðrar þjóðir í Evrópu og það er ein ástæða þess að hingað streymir fólk sem aldrei fyrr. Og það streymir til Reykjanesbæjar,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í sama streng í gær þegar hann sagði Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gengi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Margrét Þórarinsdóttir var til viðtals um sama málefni í Bítinu í morgun: Ráðherra hafi ekki skilning Margrét segir Reykjanesbæ frumkvöðul í móttöku flóttamanna og hafa staðið sig vel í þeim málum, en nú væri bærinn er kominn að þolmörkum „og rúmlega það.“ „Fólk hefur miklar áhyggjur og við bara getum ekki tekið við fleirum. Það er verulegt álag á skólana og félagsþjónustu, þetta hefur félagsmálaráðherra viðurkennt. Það var gert samkomulag við ráðherra um að það ætti að fækka flóttamönnum í bænum, það hefur ekki gengið eftir,“ segir hún og bætir við að hún haldi að Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra málaflokksins hafi ekki skilning á stöðunni. „Því miður hefur hann frestað fundum tvisvar sinnum,“ segir Margrét. Ýmsar sögur fljúga Töluverður órói er í Reykjanesbæ vegna fjölda flóttafólks í bænum og sést það meðal annars á Facebook-hópum þar sem íbúar deila sögum af ástandinu. Margrét segist aðspurð sammála því að einhverjar sögur séu ýktar og jafnvel ósannar. Staðhæfingar Jóns Gunnarssonar um að íbúablokk hafi verið lögð undir flóttafólk og íbúum bolað út væru hins vegar sannar. „Ríkið og vinnumálastofnun geta tekið heilu íbúðahúsin á leigu ef þau vilja. Þau þurfa ekkert að vera í samráði við okkur en við þurfum að þjónusta þennan hóp.“ Önnur saga íbúa sem flýgur á samfélagsmiðlum er að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. „Það eru dæmi já, um áreiti þeirra,“ segir Margrét. En hefur þú orðið vitni að þessu áreiti? „Nei það hef ég ekki, en ég trúi því sem íbúar segja. Þeir hafa haft samband við mig og margir eru áhyggjufullir.“ Margrét segir einnig að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar taki vandann ekki nægilega alvarlega. Íbúafundur var haldinn í mars vegna málsins en Margrét segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öðrum íbúafundi þar sem ástandið hefði versnað síðan. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Bítið Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira
„Við Íslendingar viljum almennt hjálpa þeim sem eru í neyð. En það er þekkt að við gerum betur við flóttamenn en aðrar þjóðir í Evrópu og það er ein ástæða þess að hingað streymir fólk sem aldrei fyrr. Og það streymir til Reykjanesbæjar,“ segir Margrét Þórarinsdóttir, bæjarfulltrúi Umbótar í minnihluta bæjarstjórnar í Reykjanesbæ. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra tók í sama streng í gær þegar hann sagði Ísland í svo „stórkostlegum vandræðum“ í útlendingamálum að það gengi ekki lengur. Hann segir „öfgafulla“ umræðu og ráðherra Vinstri grænna meðal annars standa í vegi þess að hægt sé að taka upp harðari stefnu í málaflokknum. Margrét Þórarinsdóttir var til viðtals um sama málefni í Bítinu í morgun: Ráðherra hafi ekki skilning Margrét segir Reykjanesbæ frumkvöðul í móttöku flóttamanna og hafa staðið sig vel í þeim málum, en nú væri bærinn er kominn að þolmörkum „og rúmlega það.“ „Fólk hefur miklar áhyggjur og við bara getum ekki tekið við fleirum. Það er verulegt álag á skólana og félagsþjónustu, þetta hefur félagsmálaráðherra viðurkennt. Það var gert samkomulag við ráðherra um að það ætti að fækka flóttamönnum í bænum, það hefur ekki gengið eftir,“ segir hún og bætir við að hún haldi að Guðmundur Ingi Guðbrandsson ráðherra málaflokksins hafi ekki skilning á stöðunni. „Því miður hefur hann frestað fundum tvisvar sinnum,“ segir Margrét. Ýmsar sögur fljúga Töluverður órói er í Reykjanesbæ vegna fjölda flóttafólks í bænum og sést það meðal annars á Facebook-hópum þar sem íbúar deila sögum af ástandinu. Margrét segist aðspurð sammála því að einhverjar sögur séu ýktar og jafnvel ósannar. Staðhæfingar Jóns Gunnarssonar um að íbúablokk hafi verið lögð undir flóttafólk og íbúum bolað út væru hins vegar sannar. „Ríkið og vinnumálastofnun geta tekið heilu íbúðahúsin á leigu ef þau vilja. Þau þurfa ekkert að vera í samráði við okkur en við þurfum að þjónusta þennan hóp.“ Önnur saga íbúa sem flýgur á samfélagsmiðlum er að hælisleitendur hafi áreitt íbúa við verslanir. „Það eru dæmi já, um áreiti þeirra,“ segir Margrét. En hefur þú orðið vitni að þessu áreiti? „Nei það hef ég ekki, en ég trúi því sem íbúar segja. Þeir hafa haft samband við mig og margir eru áhyggjufullir.“ Margrét segir einnig að meirihluti Framsóknar, Samfylkingar og Beinnar leiðar taki vandann ekki nægilega alvarlega. Íbúafundur var haldinn í mars vegna málsins en Margrét segir að ítrekað hafi verið kallað eftir öðrum íbúafundi þar sem ástandið hefði versnað síðan. Hlusta má á viðtalið við hana í heild sinni í spilaranum hér að ofan.
Hælisleitendur Flóttafólk á Íslandi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Reykjanesbær Bítið Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Innlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu Innlent Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Innlent Fleiri fréttir Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Sjá meira