Ópíoíðar og aðgerðir Kristín Davíðsdóttir skrifar 14. júní 2023 11:01 Nýleg samantekt á vegum Landlæknisembættisins sýnir fram á að dregið hefur úr ávísunum ópíoíðalyfja hérlendis það sem af er ári, bæði innan heilbrigðisstofnana og utan. Þá segir enn fremur að notkun sterkra verkjalyfja sé minni á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Mörgum kunna að þykja þetta góðar fréttir en í huga mínum vekja fréttir sem þessar þó upp fleiri spurningar en þær svara. Hvað þýðir það nákvæmlega að dregið hafi úr ávísunum verkjalyfja, og hvaða áhrif hefur það? Þýðir það að fólk þurfi almennt minna á sterkum verkjalyfjum að halda en árin á undan? Þýðir það að læknar séu tregari til að láta fólk hafa verkjalyf þegar á þarf að halda? Eða er fólk almennt bara minna verkjað? Samkvæmt Landlækni fylltist starfsfólk embættisins áhyggjum yfir uggvænlegum tölum um lyfjatengd andlát síðustu mánaða og því var ráðist í að taka saman og skoða gögnin fyrr en annars hefði verið gert sem er vel. En hver er raunverulegur tilgangur samantektar sem þessarar í tengslum við andlát ungs fólks af völdum ópíoíðanotkunar? Er hann mögulega að sýna fram á þá einu breytu að það sé að minnsta kosti ekki læknum að kenna að unga fólkið sé að deyja? Væri ekki nær lagi að embættið réðist í úttekt á vandanum í heild sinni? Því vissulega er fíknivandi, og það sem honum fylgir, stórt heilbrigðismál sem alla jafna fær allt of litla athygli innan heilbrigðiskerfisins, þrátt fyrir að við getum flest tengt við þetta á einn eða annan hátt. Það mætti til dæmis skoða aðgengi að viðhaldsmeðferð fyrir þann hóp sem ánetjast hefur ópíoíðum. Jafnan er talað um gott aðgengi að slíkri meðferð en séu notendur spurðir eru svörin gjarnan önnur. Sjúkrahúsið Vogur er eina stofnunin sem sinnir viðhaldsmeðferð fjölda einstaklinga. Þótt aðrar stofnanir sinni slíkri meðferð í einhverju mæli þá er aðgengi að þeirri meðferð almennt ekki gott. SÁÁ fær greitt fyrir að sinna viðhaldsmeðferð 90 einstaklinga - þrátt fyrir það eru þar um 300 einstaklingar í meðferð þar. Hvers vegna slík meðferð er nær öll á hendi einnar stofnunar sem þó fær ekki greitt nema að litlu leyti fyrir þá meðferð mun ég seint skilja. Ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi væri nú þegar búið að ráða bót á þessu enda vandamálið síður en svo nýtt af nálinni. Heilbrigðisráðherra hefur ítrekað opinberað þá afstöðu sína að aukinna og víðtækra aðgerða sé þörf varðandi þennan vanda. Í því samhengi hefur verið talað um víðtækar aðgerðir og fjölbreytt úrræði þvert á ráðuneyti. Ríkisstjórnin samþykkti síðan nýlega að verja 225 milljónum í þessar aðgerðir án þess að tilgreint sé nákvæmlega hvað í þeim felist eða hvernig þeir fjármunir muni dreifast. Þær tillögur sem fram hafa komið verða að teljast nokkuð almennar og fátt nýtt sem kemur þar fram. Það sem mér þykir áhugavert er það að ekkert okkar sem störfum í málaflokknum hefur orðið vart við þessa fjármuni eða það hvernig þeim verði varið. SÁÁ heldur áfram að selja álfa til að fjármagna sína starfsemi og starfsfólk Frú Ragnheiðar og Rauða krossins situr og skrifar styrksumsóknir í þeirri von að geta haldið starfseminni gangandi. Ekkert bólar á húsnæði fyrir neyslurýmið sem hefur nú verið lokað í 4 mánuði. Og svo mætti lengi telja. Covid faraldur síðustu ára sýndi okkur svart á hvítu að það er vel hægt að gera fullt á skömmum tíma ef forgangsröðunin er þannig og þess vegna hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna þessum hlutum er einfaldlega ekki bara kippt í lag. Hversu margir þurfa að láta lífið? Hver er ásættanlegur fórnarkostnaður? Við sem störfum með einstaklingum sem eru háðir þessum sterku ópíoíðalyfjum erum öll meðvituð um það að þær aðgerðir sem vísað er til í upphafi þessara skrifa, þ.e.a.s. að dregið sé úr ávísunum lyfja hafa engin áhrif lífsmynstur þeirra eða venjur nema þá til hins verra. Á meðan eftirspurnin er til staðar flæða lyf inn í landið - óháð öllu öðru. Veruleikinn sem blasir við einstaklingum í þessari stöðu verður einfaldlega verri en ella. Fólk neyðist til að ganga lengra til að verða sér úti um efni og mörg neyðast til að gera hluti sem þau kæra sig ekki um og eru beinlínis skaðlegir. Þetta ýtir fólki enn lengra út á jaðarinn þar sem ofbeldi og misnotkun eru daglegt brauð - lengra inn í heim sem fæstir vilja vita af. Í gegnum tíðina hef ég starfað nokkuð með starfsfólki Landlæknisembættisins og eitt af því sem við höfum ávallt getað verið sammála um er mikilvægi þess að ráðast ekki í breytingar á einstökum þáttum án þess að taka aðra þætti með inn í myndina og að taka á vandanum heildstætt. Mig langar því að skora á þá er málið varðar að taka á vandanum í heild og af festu, í samvinnu við þá er málið snertir – ekki síst notendur sjálfa. Því að á meðan við sitjum í okkar nefndum og starfshópum og skiptumst á skoðunum gengur lífið sinn vanagang þarna úti og veruleiki þeirra sem eru háðir efnunum verður síst betri. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fíkn Lyf Heilbrigðismál Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Nýleg samantekt á vegum Landlæknisembættisins sýnir fram á að dregið hefur úr ávísunum ópíoíðalyfja hérlendis það sem af er ári, bæði innan heilbrigðisstofnana og utan. Þá segir enn fremur að notkun sterkra verkjalyfja sé minni á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum. Mörgum kunna að þykja þetta góðar fréttir en í huga mínum vekja fréttir sem þessar þó upp fleiri spurningar en þær svara. Hvað þýðir það nákvæmlega að dregið hafi úr ávísunum verkjalyfja, og hvaða áhrif hefur það? Þýðir það að fólk þurfi almennt minna á sterkum verkjalyfjum að halda en árin á undan? Þýðir það að læknar séu tregari til að láta fólk hafa verkjalyf þegar á þarf að halda? Eða er fólk almennt bara minna verkjað? Samkvæmt Landlækni fylltist starfsfólk embættisins áhyggjum yfir uggvænlegum tölum um lyfjatengd andlát síðustu mánaða og því var ráðist í að taka saman og skoða gögnin fyrr en annars hefði verið gert sem er vel. En hver er raunverulegur tilgangur samantektar sem þessarar í tengslum við andlát ungs fólks af völdum ópíoíðanotkunar? Er hann mögulega að sýna fram á þá einu breytu að það sé að minnsta kosti ekki læknum að kenna að unga fólkið sé að deyja? Væri ekki nær lagi að embættið réðist í úttekt á vandanum í heild sinni? Því vissulega er fíknivandi, og það sem honum fylgir, stórt heilbrigðismál sem alla jafna fær allt of litla athygli innan heilbrigðiskerfisins, þrátt fyrir að við getum flest tengt við þetta á einn eða annan hátt. Það mætti til dæmis skoða aðgengi að viðhaldsmeðferð fyrir þann hóp sem ánetjast hefur ópíoíðum. Jafnan er talað um gott aðgengi að slíkri meðferð en séu notendur spurðir eru svörin gjarnan önnur. Sjúkrahúsið Vogur er eina stofnunin sem sinnir viðhaldsmeðferð fjölda einstaklinga. Þótt aðrar stofnanir sinni slíkri meðferð í einhverju mæli þá er aðgengi að þeirri meðferð almennt ekki gott. SÁÁ fær greitt fyrir að sinna viðhaldsmeðferð 90 einstaklinga - þrátt fyrir það eru þar um 300 einstaklingar í meðferð þar. Hvers vegna slík meðferð er nær öll á hendi einnar stofnunar sem þó fær ekki greitt nema að litlu leyti fyrir þá meðferð mun ég seint skilja. Ef raunverulegur vilji væri fyrir hendi væri nú þegar búið að ráða bót á þessu enda vandamálið síður en svo nýtt af nálinni. Heilbrigðisráðherra hefur ítrekað opinberað þá afstöðu sína að aukinna og víðtækra aðgerða sé þörf varðandi þennan vanda. Í því samhengi hefur verið talað um víðtækar aðgerðir og fjölbreytt úrræði þvert á ráðuneyti. Ríkisstjórnin samþykkti síðan nýlega að verja 225 milljónum í þessar aðgerðir án þess að tilgreint sé nákvæmlega hvað í þeim felist eða hvernig þeir fjármunir muni dreifast. Þær tillögur sem fram hafa komið verða að teljast nokkuð almennar og fátt nýtt sem kemur þar fram. Það sem mér þykir áhugavert er það að ekkert okkar sem störfum í málaflokknum hefur orðið vart við þessa fjármuni eða það hvernig þeim verði varið. SÁÁ heldur áfram að selja álfa til að fjármagna sína starfsemi og starfsfólk Frú Ragnheiðar og Rauða krossins situr og skrifar styrksumsóknir í þeirri von að geta haldið starfseminni gangandi. Ekkert bólar á húsnæði fyrir neyslurýmið sem hefur nú verið lokað í 4 mánuði. Og svo mætti lengi telja. Covid faraldur síðustu ára sýndi okkur svart á hvítu að það er vel hægt að gera fullt á skömmum tíma ef forgangsröðunin er þannig og þess vegna hlýtur sú spurning að vakna hvers vegna þessum hlutum er einfaldlega ekki bara kippt í lag. Hversu margir þurfa að láta lífið? Hver er ásættanlegur fórnarkostnaður? Við sem störfum með einstaklingum sem eru háðir þessum sterku ópíoíðalyfjum erum öll meðvituð um það að þær aðgerðir sem vísað er til í upphafi þessara skrifa, þ.e.a.s. að dregið sé úr ávísunum lyfja hafa engin áhrif lífsmynstur þeirra eða venjur nema þá til hins verra. Á meðan eftirspurnin er til staðar flæða lyf inn í landið - óháð öllu öðru. Veruleikinn sem blasir við einstaklingum í þessari stöðu verður einfaldlega verri en ella. Fólk neyðist til að ganga lengra til að verða sér úti um efni og mörg neyðast til að gera hluti sem þau kæra sig ekki um og eru beinlínis skaðlegir. Þetta ýtir fólki enn lengra út á jaðarinn þar sem ofbeldi og misnotkun eru daglegt brauð - lengra inn í heim sem fæstir vilja vita af. Í gegnum tíðina hef ég starfað nokkuð með starfsfólki Landlæknisembættisins og eitt af því sem við höfum ávallt getað verið sammála um er mikilvægi þess að ráðast ekki í breytingar á einstökum þáttum án þess að taka aðra þætti með inn í myndina og að taka á vandanum heildstætt. Mig langar því að skora á þá er málið varðar að taka á vandanum í heild og af festu, í samvinnu við þá er málið snertir – ekki síst notendur sjálfa. Því að á meðan við sitjum í okkar nefndum og starfshópum og skiptumst á skoðunum gengur lífið sinn vanagang þarna úti og veruleiki þeirra sem eru háðir efnunum verður síst betri. Höfundur er hjúkrunarfræðingur á Landspítala.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar