Erlent

Vopnaður maður skotinn á Kóngsins nýtorgi

Samúel Karl Ólason skrifar
Stytta af Kristjáni fimmta á Kóngsins nýtorgi í Kaupmannahöfn.
Stytta af Kristjáni fimmta á Kóngsins nýtorgi í Kaupmannahöfn. Getty/Athanasios Gioumpasis

Lögregluþjónar skutu og særðu mann á Kóngsins nýtorgi í Kaupmannahöfn í morgun. Maðurinn var vopnaður hnífi og er sagður hafa verið ógnandi.

Svæðið var rýmt í kjölfarið en talið er að um einangrað atvik hafi verið að ræða. Mikill viðbúnaður var á svæðinu.

Vitni sögðu danska ríkisútvarpinu að þremur skotum hafi verið hleypt af. Þá sagði vitni við TV2 að maðurinn hefði gengið í átt að lögregluþjónum, með hníf í hendinni, þegar hann var skotinn.

Lögreglan hefur ekki gefið upplýsingar um ástand mannsins, að öðru leyti en að hann hafi særst og verið fluttur á sjúkrahús til aðhlynningar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×