Guðni fagnaði með Grænlandi eftir gleðióp Sindri Sverrisson skrifar 12. júní 2023 09:59 Grænlendingar studdu vel við sitt lið þegar það tryggði sér sæti á HM í gær. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er á meðal þeirra sem samgleðjast Grænlendingum eftir að Grænland vann sig í gær inn á sjálft heimsmeistaramótið í handbolta kvenna. Grænland tryggði sér HM-farseðilinn fyrir framan troðfulla höll í Nuuk í gær með því að vinna sigur gegn Kanada í spennuleik, 17-15. Guðni deildi myndbandi á Twitter af lokaandartökum leiksins þar sem lýsendur misstu sig gjörsamlega í sigurvímu þegar Grænland skoraði lokamark leiksins og tryggði sér endanlega sigur. Big congrats to Greenland on their 17-15 victory against Canada in Nuuk, securing a place in the 2023 IHF Women's World Championships in handball. Those genuine screams of joy make it impossible not to cheer for #Greenland Til hamingju! Pilluaritsi! pic.twitter.com/aBIZdvlzeJ— President of Iceland (@PresidentISL) June 11, 2023 „Miklar hamingjuóskir til Grænlands með 17-15 sigurinn gegn Kanada í Nuuk, sem tryggði því sæti á HM kvenna í handbolta 2023. Þessi einlægu gleðióp gera það ómögulegt að fagna ekki Grænlandi. Til hamingju! PIlluaritsi!“ skrifaði Guðni á Twitter í gærkvöld. Ekki er ljóst hver viðbrögð eiginkonu hans, Elizu Reid sem er frá Kanada, voru. Ivalu Bjerge var markahæst Grænlands með 7 mörk og Josefine Gadgaard skoraði 6. Þetta verður í annað sinn í sögunni sem að Grænland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið var í fyrsta sinn með á HM 2001 og endaði þá í 24. og neðsta sæti. Svo gæti farið að Ísland verði einnig með á HM, þrátt fyrir tapið gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á mótinu. HSÍ sótti nefnilega um að fá annað af tveimur boðssætum sem alþjóða handknattleikssambandið heldur enn lausum. Búast má við ákvörðun á næstunni, eða í síðasta lagi í júlí, um það hvaða tvær þjóðir fá síðustu sætin á HM. Heimsmeistaramótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, frá 29. nóvember til 17. desember. Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira
Grænland tryggði sér HM-farseðilinn fyrir framan troðfulla höll í Nuuk í gær með því að vinna sigur gegn Kanada í spennuleik, 17-15. Guðni deildi myndbandi á Twitter af lokaandartökum leiksins þar sem lýsendur misstu sig gjörsamlega í sigurvímu þegar Grænland skoraði lokamark leiksins og tryggði sér endanlega sigur. Big congrats to Greenland on their 17-15 victory against Canada in Nuuk, securing a place in the 2023 IHF Women's World Championships in handball. Those genuine screams of joy make it impossible not to cheer for #Greenland Til hamingju! Pilluaritsi! pic.twitter.com/aBIZdvlzeJ— President of Iceland (@PresidentISL) June 11, 2023 „Miklar hamingjuóskir til Grænlands með 17-15 sigurinn gegn Kanada í Nuuk, sem tryggði því sæti á HM kvenna í handbolta 2023. Þessi einlægu gleðióp gera það ómögulegt að fagna ekki Grænlandi. Til hamingju! PIlluaritsi!“ skrifaði Guðni á Twitter í gærkvöld. Ekki er ljóst hver viðbrögð eiginkonu hans, Elizu Reid sem er frá Kanada, voru. Ivalu Bjerge var markahæst Grænlands með 7 mörk og Josefine Gadgaard skoraði 6. Þetta verður í annað sinn í sögunni sem að Grænland spilar á HM kvenna í handbolta en liðið var í fyrsta sinn með á HM 2001 og endaði þá í 24. og neðsta sæti. Svo gæti farið að Ísland verði einnig með á HM, þrátt fyrir tapið gegn Ungverjalandi í umspili um sæti á mótinu. HSÍ sótti nefnilega um að fá annað af tveimur boðssætum sem alþjóða handknattleikssambandið heldur enn lausum. Búast má við ákvörðun á næstunni, eða í síðasta lagi í júlí, um það hvaða tvær þjóðir fá síðustu sætin á HM. Heimsmeistaramótið fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð, frá 29. nóvember til 17. desember.
Landslið kvenna í handbolta Handbolti HM kvenna í handbolta 2023 Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Sjá meira