Fyrrum leikmaður Arsenal og United á bekknum á morgun Jón Már Ferro skrifar 9. júní 2023 22:56 Henrikh Mkhitaryan, fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United, verður að öllum líkindum á varamannabekknum á morgun þegar Inter Milan mætir Manchester City í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. vísir/getty Samkvæmt ítalska miðlinum Gazzetta dello sport verður sóknarsinnaði miðjumaður Inter Milan, Henrikh Mkhitaryan, á bekknum í úrslitaleik Meistaradeildarinnar á morgun. Mkhitaryan er fyrrum leikmaður Arsenal og Manchester United. Mkhitaryan hefur verið meiddur undanfarnar vikur og verður að öllum líkindum ekki í byrjunarliðinu á morgun þrátt fyrir að hafa æft með Inter-liðinu í dag. Þjálfari liðsins, Simone Insaghi, segist taka ákvörðunina í rólegheitum en hann þyrfti á öllum í hundrað prósent standi á morgun. „Við þurfum að spila með hjartanu allan leikinn. Líka þegar við munum eiga í erfiðleikum. Mkhitaryan? Hann lítur ágætlega út en er ekki hundrað prósent klár,“ segir Simone Insaghi, þjálfari Inter Milan. „Tilfinningarnar fyrir svona leik eru yndislegar. Við höfum engu að tapa í þessum úrslitaleik. Við erum að njóta augnabliksins en við viljum ekki láta staðar numið hér,“ segir Insaghi. „Markmiðið er að spila úrslitaleikinn á eins góðan hátt og mögulegt er. Við höfum ekki hlustað á gagnrýnisraddir og satt að segja höfum við ekki spáð mikið í þennan leik. Við erum ekki rólegir og vitum að við verðum að berjast allan leikinn gegn besta liði heims. Við berum mikla virðingu fyrir Manchester City en ég held að þeir beri líka virðingu fyrir okkur. Á morgun verður þetta ellefu á móti ellefu og við ætlum að selja okkur dýrt,“ segir Insaghi. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Mkhitaryan hefur verið meiddur undanfarnar vikur og verður að öllum líkindum ekki í byrjunarliðinu á morgun þrátt fyrir að hafa æft með Inter-liðinu í dag. Þjálfari liðsins, Simone Insaghi, segist taka ákvörðunina í rólegheitum en hann þyrfti á öllum í hundrað prósent standi á morgun. „Við þurfum að spila með hjartanu allan leikinn. Líka þegar við munum eiga í erfiðleikum. Mkhitaryan? Hann lítur ágætlega út en er ekki hundrað prósent klár,“ segir Simone Insaghi, þjálfari Inter Milan. „Tilfinningarnar fyrir svona leik eru yndislegar. Við höfum engu að tapa í þessum úrslitaleik. Við erum að njóta augnabliksins en við viljum ekki láta staðar numið hér,“ segir Insaghi. „Markmiðið er að spila úrslitaleikinn á eins góðan hátt og mögulegt er. Við höfum ekki hlustað á gagnrýnisraddir og satt að segja höfum við ekki spáð mikið í þennan leik. Við erum ekki rólegir og vitum að við verðum að berjast allan leikinn gegn besta liði heims. Við berum mikla virðingu fyrir Manchester City en ég held að þeir beri líka virðingu fyrir okkur. Á morgun verður þetta ellefu á móti ellefu og við ætlum að selja okkur dýrt,“ segir Insaghi.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02 Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Fernukonan komin heim og áritar í Smáralind í dag Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Sjá meira
Úrslitaleikurinn gegn Inter verði erfiðari fyrir City en gegn Man United Sparkspekingurinn Paul Merson segir að ítalska liðið Inter Milan verði erfiðara próf fyrir Englandsmeistara Manchester City á leið þeirra að þrennunni eftirsóttu. Inter og City mætast í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu annað kvöld. 9. júní 2023 14:02