„Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík“ Sindri Sverrisson skrifar 9. júní 2023 14:31 Andrea Kolbeinsdóttir hefur unnið hvert mótið á fætur öðru hér á landi, til að mynda Reykjavíkurmaraþonið í fyrra, en segist hafa gert byrjendamistök í Austurríki í gær. VÍSIR/HULDA MARGRÉT „Ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér,“ segir hlaupakonan Andrea Kolbeinsdóttir sem þrátt fyrir að ná 35. sæti á HM í utanvegahlaupum, í 45 kílómetra hlaupi, var hundóánægð með hvernig til tókst. Andrea var meðal fremstu kvenna í byrjun hlaupsins en segist einfaldlega hafa farið allt of hratt af stað, og þurft að horfa á eftir hvern keppandann á fætur öðrum taka fram úr sér. Hún náði bestum árangri Íslendinganna í gær, á mótinu sem fram fer í Austurríki, en vildi gera mun betur: „Mistökin byrja strax í startinu. Það er allt troðfullt af hlaupurum þegar ég mæti eftir síðustu klósettferðina, en ég næ að troða mér fram til íslensku strákanna. Hélt sem sagt að það væru slatti af konum á undan mér í startinu og ég ætlaði síðan að vinna mig upp. Vissi hvernig nokkrar góðar litu út og ætlaði að hafa þær í augsýn. Draumamarkmiðið var að ná top10, plan B top20,“ skrifar Andrea um hlaupið á Strava. „Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér“ „Skotið af stað og fulla ferð! Ég vissi af Roy og Dóra [Þorsteinn Roy Jóhannsson og Halldór Hermann Jónsson] rétt fyrir framan mig, en undraði mig smá á því af hverju það voru engar stelpur í kringum mig. Kemur svo í ljós að það voru bara tvær á undan mér. Þegar við nálguðumst fyrstu drykkjarstöð (9 km) fór fólk að kalla að ég væri þriðja konan sem var auðvitað geggjað og mjög peppandi. Mér leið vel… þangað til næsta klifur byrjaði. Ég fór sem sagt allt of hratt af stað og orkan var bara búin. Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér og ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér. Stressið og spennan í byrjun tók alla skynsemina,“ skrifar Andrea sem gaf Vísi leyfi til að birta skrifin. „Nei. Andrea hættir aldrei“ Andrea segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikil vonbrigði þá geti hún dregið af því góðan lærdóm. „Allt eftir 10 km var hræðileg upplifun. Mér leið ömurlega og fannst skammarlegt að hafa verið í þriðja sæti og núna dottin í það þrítugasta. Ég fann hvergi orku, er oftast góð að tala við hausinn en þarna fór ég bara að rifja upp hvað ég væri búin að sofa illa síðustu nætur og týpískt að byrja líka á túr í morgun. Reyndi að hífa mig upp með því að hugsa um allt fólkið í kringum mig sem hafði trú á mér, en reif mig á sama tíma niður á því að ég væri að bregðast þeim. Heitt, hausverkur, magakrampar, búin á því… konur halda áfram að taka fram úr mér… á ég ekki bara að hætta? Nei. Andrea hættir aldrei. Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík og stolt af sjálfri mér. Ég vildi svo miklu meira í dag og ætla að leyfa mér að grenja og vera í fýlu í nokkra klukkutíma í viðbót. Á morgun er nýr dagur og ég get ekki beðið eftir því að halda áfram að elta markmiðin mín.“ Hlaup Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira
Andrea var meðal fremstu kvenna í byrjun hlaupsins en segist einfaldlega hafa farið allt of hratt af stað, og þurft að horfa á eftir hvern keppandann á fætur öðrum taka fram úr sér. Hún náði bestum árangri Íslendinganna í gær, á mótinu sem fram fer í Austurríki, en vildi gera mun betur: „Mistökin byrja strax í startinu. Það er allt troðfullt af hlaupurum þegar ég mæti eftir síðustu klósettferðina, en ég næ að troða mér fram til íslensku strákanna. Hélt sem sagt að það væru slatti af konum á undan mér í startinu og ég ætlaði síðan að vinna mig upp. Vissi hvernig nokkrar góðar litu út og ætlaði að hafa þær í augsýn. Draumamarkmiðið var að ná top10, plan B top20,“ skrifar Andrea um hlaupið á Strava. „Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér“ „Skotið af stað og fulla ferð! Ég vissi af Roy og Dóra [Þorsteinn Roy Jóhannsson og Halldór Hermann Jónsson] rétt fyrir framan mig, en undraði mig smá á því af hverju það voru engar stelpur í kringum mig. Kemur svo í ljós að það voru bara tvær á undan mér. Þegar við nálguðumst fyrstu drykkjarstöð (9 km) fór fólk að kalla að ég væri þriðja konan sem var auðvitað geggjað og mjög peppandi. Mér leið vel… þangað til næsta klifur byrjaði. Ég fór sem sagt allt of hratt af stað og orkan var bara búin. Mjög niðurdrepandi að láta kvenna strolluna taka fram úr sér og ég blótaði mér fyrir það hvaða andskotans byrjendamistök þetta væru hjá mér. Stressið og spennan í byrjun tók alla skynsemina,“ skrifar Andrea sem gaf Vísi leyfi til að birta skrifin. „Nei. Andrea hættir aldrei“ Andrea segir að þrátt fyrir að hlaupið hafi verið mikil vonbrigði þá geti hún dregið af því góðan lærdóm. „Allt eftir 10 km var hræðileg upplifun. Mér leið ömurlega og fannst skammarlegt að hafa verið í þriðja sæti og núna dottin í það þrítugasta. Ég fann hvergi orku, er oftast góð að tala við hausinn en þarna fór ég bara að rifja upp hvað ég væri búin að sofa illa síðustu nætur og týpískt að byrja líka á túr í morgun. Reyndi að hífa mig upp með því að hugsa um allt fólkið í kringum mig sem hafði trú á mér, en reif mig á sama tíma niður á því að ég væri að bregðast þeim. Heitt, hausverkur, magakrampar, búin á því… konur halda áfram að taka fram úr mér… á ég ekki bara að hætta? Nei. Andrea hættir aldrei. Versta upplifun lífs míns en á sama tíma lærdómsrík og stolt af sjálfri mér. Ég vildi svo miklu meira í dag og ætla að leyfa mér að grenja og vera í fýlu í nokkra klukkutíma í viðbót. Á morgun er nýr dagur og ég get ekki beðið eftir því að halda áfram að elta markmiðin mín.“
Hlaup Mest lesið Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Fótbolti Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Guardiola samdi til ársins 2027 Enski boltinn Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Handbolti Framarar náðu toppliðunum að stigum Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sjá meira