Farþegar reiðir leiguflugvélum Icelandair Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 9. júní 2023 12:16 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, svaraði fyrir félagið í Bítinu í morgun. Vísir/Vilhelm Upp á síðkastið hafa nokkrar flugferðir Icelandair verið með óhefðbundnu sniði en félagið leigir nú flota frá búlgarska flugfélaginu Fly2Sky auk þess sem Dash8 Q400 vél úr innanlandsflugi var bætt við flotann. Flugvélarnar sem um ræðir eru að sögn ósáttra farþega minni, háværari og ekki er boðið upp á skemmtikerfi á sætisbökum, sem er eitt aðaleinkenni Icelandair flugvéla. Á vefsíðunni Aeroroutes kemur fram að dagana 2. - 18. júní leigi Icelandair Airbus A321 flugvélar frá flugfélaginu Fly2Sky. Flugvélunum verði flogið til Billund, Kaupmannahafnar, Lundúna, Oslóar og Stokkhólms. Haukur Viðar Einarsson, sem flaug með torfæruliði sínu til Oslóar í keppnisferð, segir í Facebook færslu frá vonbrigðunum sem urðu þegar Dash8 Q400 flugvél, sem vanalega er notuð í innanlandsflugi, sótti liðið upp á Oslóarflugvöll til heimferðar. Hann segir flugið hafa tekið fjóra tíma, sem er rúmum klukkutíma lengur en hefðbundið flug milli Keflavíkur og Oslóar. Þá segir hann flugvélina hafa verið þrönga, háværa og að skemmtikerfið sem félagið stæri sig iðulega af hafi vantað. Borið hefur á gagnrýni úr fleiri áttum. Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari sagði á Twitter í gærkvöldi að flug í síðustu viku með Icelandair hefði verið hans versta nokkurn tímann. „Ömurleg þjónusta í vélinni og ekki í takt við það sem ég borgaði fyrir,“ sagði Sævar Helgi. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, svaraði fyrir ábendingarnar um gæðamun Fly2Sky flugvélanna og Icelandair flugvélanna í Bítinu í morgun. Hann segir truflanir í flotanum stafa af uppbyggingu hjá félaginu og árekstri sem varð á flugvellinum í maí þegar flugvallartæki rakst utan í flugvél Icelandair. Hann segir alla farþega sem fljúga fá tíu þúsund vildarpunkta í bætur auk veitinga um borð í flugvélinni. Farþegi sem Vísir ræddi við kannaðist við veitingarnar en um hafi verið að ræða eplasafa og croissant í hans flugi til Íslands. Vísir fjallaði um það í lok apríl þegar félagið bætti einni Dash8 Q400 flugvél við sumarflotann. Þá var áætluð flug með þeim flugvélum til Bergen, Dyflinar og Osló. Icelandair Fréttir af flugi Ferðalög Bítið Tengdar fréttir Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag. 2. júní 2023 22:52 Icelandair flýgur til Færeyja Icelandair tilkynnti Færeyjar sem nýjan áfangastað í dag. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku með morgunflugi út október á næsta ári. 8. júní 2023 12:52 Bætir við einni Dash 8-400 og notar í Evrópuflugi á ný Icelandair bætir við einni 76 sæta Dash 8 Q400-flugvél í flotann fyrir sumarið. Jafnframt hyggst félagið á ný nota þessa flugvélartegund á nokkrum Evrópuleiðum fyrri hluta sumars en þó einungis tímabundið. 26. apríl 2023 15:36 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Á vefsíðunni Aeroroutes kemur fram að dagana 2. - 18. júní leigi Icelandair Airbus A321 flugvélar frá flugfélaginu Fly2Sky. Flugvélunum verði flogið til Billund, Kaupmannahafnar, Lundúna, Oslóar og Stokkhólms. Haukur Viðar Einarsson, sem flaug með torfæruliði sínu til Oslóar í keppnisferð, segir í Facebook færslu frá vonbrigðunum sem urðu þegar Dash8 Q400 flugvél, sem vanalega er notuð í innanlandsflugi, sótti liðið upp á Oslóarflugvöll til heimferðar. Hann segir flugið hafa tekið fjóra tíma, sem er rúmum klukkutíma lengur en hefðbundið flug milli Keflavíkur og Oslóar. Þá segir hann flugvélina hafa verið þrönga, háværa og að skemmtikerfið sem félagið stæri sig iðulega af hafi vantað. Borið hefur á gagnrýni úr fleiri áttum. Sævar Helgi Bragason vísindamiðlari sagði á Twitter í gærkvöldi að flug í síðustu viku með Icelandair hefði verið hans versta nokkurn tímann. „Ömurleg þjónusta í vélinni og ekki í takt við það sem ég borgaði fyrir,“ sagði Sævar Helgi. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, svaraði fyrir ábendingarnar um gæðamun Fly2Sky flugvélanna og Icelandair flugvélanna í Bítinu í morgun. Hann segir truflanir í flotanum stafa af uppbyggingu hjá félaginu og árekstri sem varð á flugvellinum í maí þegar flugvallartæki rakst utan í flugvél Icelandair. Hann segir alla farþega sem fljúga fá tíu þúsund vildarpunkta í bætur auk veitinga um borð í flugvélinni. Farþegi sem Vísir ræddi við kannaðist við veitingarnar en um hafi verið að ræða eplasafa og croissant í hans flugi til Íslands. Vísir fjallaði um það í lok apríl þegar félagið bætti einni Dash8 Q400 flugvél við sumarflotann. Þá var áætluð flug með þeim flugvélum til Bergen, Dyflinar og Osló.
Icelandair Fréttir af flugi Ferðalög Bítið Tengdar fréttir Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag. 2. júní 2023 22:52 Icelandair flýgur til Færeyja Icelandair tilkynnti Færeyjar sem nýjan áfangastað í dag. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku með morgunflugi út október á næsta ári. 8. júní 2023 12:52 Bætir við einni Dash 8-400 og notar í Evrópuflugi á ný Icelandair bætir við einni 76 sæta Dash 8 Q400-flugvél í flotann fyrir sumarið. Jafnframt hyggst félagið á ný nota þessa flugvélartegund á nokkrum Evrópuleiðum fyrri hluta sumars en þó einungis tímabundið. 26. apríl 2023 15:36 Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Kristján ráðinn til Advania Viðskipti innlent Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Ekki allar verslanir sem hleypi verðlagseftirlitinu að Salmonella í Pekingönd Matvara hækkar með rykk eftir tveggja mánaða lækkun Sex milljarðar í tekjur af nikótíni á næsta ári Spá minnstu verðbólgunni í þrjú ár Nánast allir íbúar með aðgang að sérkjörum Vaxtalækkun hænuskref í rétta átt en ekki megi gleyma nýlegum hækkunum Þótti baðherbergið ógeðslegt og fór frá Íslandi Misbauð meðferð á hundunum og mátti hætta á námskeiði Brúðhjónin fóru í hart og fá nýja skál fyrir hrærivélina Sjá meira
Fluttu stigabíl frá Keflavík fyrir Airbus-þotu í Reykjavík Sérstakur stigabíll fyrir stórar flugvélar var fluttur til Reykjavíkur frá Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi. Flytja þurfti hann á trukki þar sem hann er ekki á númerum. Ástæðan fyrir þessum óvenjulega flutningi er sú að á Reykjavíkurflugvelli er aðeins til einn nægilega stór stigi og talin var þörf á tveimur stórum stigum vegna flugsýningarinnar sem þar fer fram í dag, laugardag. 2. júní 2023 22:52
Icelandair flýgur til Færeyja Icelandair tilkynnti Færeyjar sem nýjan áfangastað í dag. Flogið verður fimm til sex sinnum í viku með morgunflugi út október á næsta ári. 8. júní 2023 12:52
Bætir við einni Dash 8-400 og notar í Evrópuflugi á ný Icelandair bætir við einni 76 sæta Dash 8 Q400-flugvél í flotann fyrir sumarið. Jafnframt hyggst félagið á ný nota þessa flugvélartegund á nokkrum Evrópuleiðum fyrri hluta sumars en þó einungis tímabundið. 26. apríl 2023 15:36