Laxastofninn í Þjórsá hefur margfaldast að stærð – hvers vegna? Jón Árni Vignisson skrifar 9. júní 2023 09:01 Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.is Í grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif. Í Þjórsá eru tvær virkjanir, Búrfell 1 og Búrfell 2, báðar langt ofan við fiskgenga hluta árinnar. Sultartangavirkjun er enn innar í landinu og er hún knúin áfram af Þjórsá og Tungnaá. Aðrar virkjanir eru ekki í Þjórsá. Framganga Landsvirkjunar við Þjórsárvirkjanirnar tvær var með þeim hætti að eftir gerð Búrfellvirkjunar 1, var á níunda áratug síðustu aldar ráðist í það verkefni að breyta umhverfi virkjunarinnar, með það að markmiði að mögulegt yrði að byggja Búrfell 2. Var staðið þannig að verki að lífríki Þjórsár skaðaðist verulega, aðallega vegna gríðarlegs magns af jarðvegi sem rutt var út í ána. Farvegur Þjórsár var látinn taka við óþekktu magni jarðefna og flytja til sjávar. Á leið sinni niður farveginn lagðist efnið yfir hrigningasvæði í stórum stíl. Í mörg ár á eftir mátti sjá afleiðingar þessa verknaðar. Veiðifélag Þjórsár kom því til leiðar að Landsvirkjun byggði upp fiskstofna árinnar enda skaðinn verulegur sem fyrirtækið hafði valdið. Varð að samkomulagi að Landsvirkjun myndi rækta ána upp með seiðasleppingum og gerð fiskstiga við fossinn Búða, í þeim tilgangi að stækka búsvæði í stað þeirra sem eyðilögðust af völdum Landsvirkjunar. Fiskstiginn var tekinn í notkun árið 1991 og seiðum var sleppt í ána til ársins 2005. Frá árinu 2010 hefur Veiðifélag Þjórsár vakið athygli nefndarsviða Alþingis, Fiskistofu, Orkustofnunar og sveitarstjórna á vanköntum á hugmyndum Landsvirkjunar varðandi Hvammsvirkjun í Þjórsá. Erlendir sérfræðingar í líffræði og fiskifræðingar vara við hugmyndum Landsvirkjunar og telja mýmörg dæmi til um mannvirki af þeirri tegund sem Landsvirkjun telur vera verkfræðilega snilld. Þau mannvirki eiga það flest sameiginlegt að hafa brugðist væntingum að mestu leiti, sérstaklega varðandi seiðaveitingar. Veiðifélag Þjórsár telur skorta verulega á að unnið hafi verið að undirbúningi Hvammsvirkjunar á fullnægjandi hátt. Verði af framkvæmdum eins og hönnunargögn dagsins í dag gera ráð fyrir eru líkur á að lífríki Þjórsár skaðist verulega. Það er merkilegt að sjá starfsmenn Landsvirkjunar ætla að breyta sögunni með þeim hætti að senda frá sér greinar eins og þá sem birt var á Vísi.is 6.júní sl. Landsvirkjun virðist vera heimilt að sólunda fjármunum til að kaupa sér þær niðurstöður sem hentar hverju sinni. Hafa útsendarar Landsvirkjunar verið látnir ganga á milli sveitarfélaga, með alla vasa fulla af fé almennings, í þeim tilgangi að tryggja að réttur íbúa sveitarfélaga til að hafa áhrif á gang mála í sinni heimabyggð sé fótum troðin. Fyrir liggur beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Í næstu viku mun sveitarstjórnafólk í Rangárþingi ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepp ætla að gefa út framkvæmdaleyfi til handa Landsvirkjun að ráðast gegn lífríki Þjórsár í þessum sveitarfélögum. Sú afgreiðsla mun gleðja þann hluta kappsfullra starfsmanna Landsvirkjunar sem unnið hafa þessu máli brautargengi, enda ekki öðru vanir en fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Margt hefur verið sagt og skrifað um vænt neikvæð áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá á fiskstofna árinnar. Er það af gefnu tilefni. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðfélagi Þjórsár Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Dýr Deilur um Hvammsvirkjun Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Sjá meira
Landsvirkjun /Jóna Bjarnadóttir skrifar 6. júní 2023 inn á Vísir.is Í grein sinni heldur Landsvirkjun því fram að fiskstofnar Þjórsár hafi vaxið og dafnað vegna framkvæmda fyrirtækisins í ánni og sé það fyrst of fremst því að þakka að sex virkjanir Landsvirkjunar í Þjórsá hafi haft þessi jákvæðu áhrif. Í Þjórsá eru tvær virkjanir, Búrfell 1 og Búrfell 2, báðar langt ofan við fiskgenga hluta árinnar. Sultartangavirkjun er enn innar í landinu og er hún knúin áfram af Þjórsá og Tungnaá. Aðrar virkjanir eru ekki í Þjórsá. Framganga Landsvirkjunar við Þjórsárvirkjanirnar tvær var með þeim hætti að eftir gerð Búrfellvirkjunar 1, var á níunda áratug síðustu aldar ráðist í það verkefni að breyta umhverfi virkjunarinnar, með það að markmiði að mögulegt yrði að byggja Búrfell 2. Var staðið þannig að verki að lífríki Þjórsár skaðaðist verulega, aðallega vegna gríðarlegs magns af jarðvegi sem rutt var út í ána. Farvegur Þjórsár var látinn taka við óþekktu magni jarðefna og flytja til sjávar. Á leið sinni niður farveginn lagðist efnið yfir hrigningasvæði í stórum stíl. Í mörg ár á eftir mátti sjá afleiðingar þessa verknaðar. Veiðifélag Þjórsár kom því til leiðar að Landsvirkjun byggði upp fiskstofna árinnar enda skaðinn verulegur sem fyrirtækið hafði valdið. Varð að samkomulagi að Landsvirkjun myndi rækta ána upp með seiðasleppingum og gerð fiskstiga við fossinn Búða, í þeim tilgangi að stækka búsvæði í stað þeirra sem eyðilögðust af völdum Landsvirkjunar. Fiskstiginn var tekinn í notkun árið 1991 og seiðum var sleppt í ána til ársins 2005. Frá árinu 2010 hefur Veiðifélag Þjórsár vakið athygli nefndarsviða Alþingis, Fiskistofu, Orkustofnunar og sveitarstjórna á vanköntum á hugmyndum Landsvirkjunar varðandi Hvammsvirkjun í Þjórsá. Erlendir sérfræðingar í líffræði og fiskifræðingar vara við hugmyndum Landsvirkjunar og telja mýmörg dæmi til um mannvirki af þeirri tegund sem Landsvirkjun telur vera verkfræðilega snilld. Þau mannvirki eiga það flest sameiginlegt að hafa brugðist væntingum að mestu leiti, sérstaklega varðandi seiðaveitingar. Veiðifélag Þjórsár telur skorta verulega á að unnið hafi verið að undirbúningi Hvammsvirkjunar á fullnægjandi hátt. Verði af framkvæmdum eins og hönnunargögn dagsins í dag gera ráð fyrir eru líkur á að lífríki Þjórsár skaðist verulega. Það er merkilegt að sjá starfsmenn Landsvirkjunar ætla að breyta sögunni með þeim hætti að senda frá sér greinar eins og þá sem birt var á Vísi.is 6.júní sl. Landsvirkjun virðist vera heimilt að sólunda fjármunum til að kaupa sér þær niðurstöður sem hentar hverju sinni. Hafa útsendarar Landsvirkjunar verið látnir ganga á milli sveitarfélaga, með alla vasa fulla af fé almennings, í þeim tilgangi að tryggja að réttur íbúa sveitarfélaga til að hafa áhrif á gang mála í sinni heimabyggð sé fótum troðin. Fyrir liggur beiðni Landsvirkjunar um framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun í Þjórsá. Í næstu viku mun sveitarstjórnafólk í Rangárþingi ytra og Skeiða og Gnúpverjahrepp ætla að gefa út framkvæmdaleyfi til handa Landsvirkjun að ráðast gegn lífríki Þjórsár í þessum sveitarfélögum. Sú afgreiðsla mun gleðja þann hluta kappsfullra starfsmanna Landsvirkjunar sem unnið hafa þessu máli brautargengi, enda ekki öðru vanir en fá sitt í gegn, sama hvað það kostar. Margt hefur verið sagt og skrifað um vænt neikvæð áhrif fyrirhugaðrar Hvammsvirkjunar í Þjórsá á fiskstofna árinnar. Er það af gefnu tilefni. Höfundur er stjórnarmaður í Veiðfélagi Þjórsár
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun