Einkunnagjöfinni fylgi nú meira streita Lovísa Arnardóttir skrifar 8. júní 2023 21:01 Jóhann segir það leiðinlega tilfinningu að líða eins og manni sé ekki treyst. Æ fleiri foreldrar hafa samband vegna einkunnagjafar barna sinna. Vísir/Sigurjón Foreldrar barna sem eru að ljúka grunnskóla reyna í auknum mæli að hafa áhrif á einkunnagjöf barna sinna. Skólastjóri segir um nýjan streituvald að ræða. Í kvöld rennur út frestur til að sækja um í framhaldsskóla. Jóhann Skagfjörð, skólastjóri Garðaskóla segist ekki kannast við beinar hótanir foreldra en segir það hafa færst í aukana að foreldrar hafi samband til að fá rökstuðning á einkunnagjöf barna sinna. Hann segir það sjálfsagt að fara yfir málin með foreldrum en telur þetta þó aukinn streituvald fyrir kennara og stjórnendur í skólum. Skólastjóri í Hafnarfirði sagði í fréttum RÚV í gær að hann hafi heyrt af foreldrum sem hóta kennurum vegna einkunna barna sinna sem eru að ljúka grunnskóla og á leið í framhaldsskóla. Nokkur ár eru síðan einkunnagjöf var breytt og farið frá tölustöfum í bókstafi. Jóhann segir að horft sé til hæfni nemenda og að baki hvers verkefnis séu ólík hæfniviðmið og misjafnt hversu mörg eru að baki hverju verkefni. Hann segir að mögulega séu foreldrar enn að læra á þetta og hvernig það virki. „Kennarar, við erum fagstétt og erum stolt af okkar starfi og leggjum metnað í það og viljuð auðvitað að okkar fagmennska sé í fyrirrúmi að hún sé ekki dregin í efa. Við reynum svo sannarlega að hjálpa þeim eins mikið og við getum og gefum þeim eins hátt og við getum, en við verðum að vera fagleg,“ segir Jóhann. Ekki allir sáttir Hann segir að í skólanum hafi útskrifast í gær um 200 nemendur og að foreldrar einhverra hafi haft samband vegna einkunna. Flestir séu sáttir,en það séu það ekki allir. Hann segir að það hafi komið fyrir að mistök hafi verið gerð og of lágar einkunnir gefnar og að það hafi ávallt verið lagað þegar það hefur komið í ljós. „Það er sjálfsagt að við séum spurð út í og að foreldra og nemendur fái rökstuðning á einkunnagjöf,“ segir Jóhann og að eins sé jákvætt að bæði nemendur og foreldrar hafi samband. En að á sama tíma geti þessu fylgt tilfinning um vantraust sem sé ekki góð tilfinning. „Þetta er líka aukið álag.“ Framhaldsskólar Garðabær Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Jóhann Skagfjörð, skólastjóri Garðaskóla segist ekki kannast við beinar hótanir foreldra en segir það hafa færst í aukana að foreldrar hafi samband til að fá rökstuðning á einkunnagjöf barna sinna. Hann segir það sjálfsagt að fara yfir málin með foreldrum en telur þetta þó aukinn streituvald fyrir kennara og stjórnendur í skólum. Skólastjóri í Hafnarfirði sagði í fréttum RÚV í gær að hann hafi heyrt af foreldrum sem hóta kennurum vegna einkunna barna sinna sem eru að ljúka grunnskóla og á leið í framhaldsskóla. Nokkur ár eru síðan einkunnagjöf var breytt og farið frá tölustöfum í bókstafi. Jóhann segir að horft sé til hæfni nemenda og að baki hvers verkefnis séu ólík hæfniviðmið og misjafnt hversu mörg eru að baki hverju verkefni. Hann segir að mögulega séu foreldrar enn að læra á þetta og hvernig það virki. „Kennarar, við erum fagstétt og erum stolt af okkar starfi og leggjum metnað í það og viljuð auðvitað að okkar fagmennska sé í fyrirrúmi að hún sé ekki dregin í efa. Við reynum svo sannarlega að hjálpa þeim eins mikið og við getum og gefum þeim eins hátt og við getum, en við verðum að vera fagleg,“ segir Jóhann. Ekki allir sáttir Hann segir að í skólanum hafi útskrifast í gær um 200 nemendur og að foreldrar einhverra hafi haft samband vegna einkunna. Flestir séu sáttir,en það séu það ekki allir. Hann segir að það hafi komið fyrir að mistök hafi verið gerð og of lágar einkunnir gefnar og að það hafi ávallt verið lagað þegar það hefur komið í ljós. „Það er sjálfsagt að við séum spurð út í og að foreldra og nemendur fái rökstuðning á einkunnagjöf,“ segir Jóhann og að eins sé jákvætt að bæði nemendur og foreldrar hafi samband. En að á sama tíma geti þessu fylgt tilfinning um vantraust sem sé ekki góð tilfinning. „Þetta er líka aukið álag.“
Framhaldsskólar Garðabær Grunnskólar Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00 „Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01 Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. 8. júní 2023 16:00
„Það vill enginn unglingur vera bara með foreldrum sínum alla daga“ Móðir fatlaðs drengs segir óþolandi að vita ekki hvort og þá hvar sonur hennar fær inni í framhaldsskóla í haust. Slík mál komi upp á hverju einasta ári. 7. júní 2023 17:01
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu: „Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent