Einn bókstafur notaður til að fleyta rjómann af nemendahópnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2023 16:00 Ragnar Þór Pétursson var formaður Kennarasambands Íslands frá 2017 til 2021. vísir/Vilhelm Ragnar Þór Pétursson, fyrrverandi formaður Kennarasambands Íslands, segir að þeir framhaldsskólar sem vilji fleyta rjómann af hópi sextán ára unglinga ættu einfaldlega að hafa inntökupróf þar sem færustu nemendurnir í bóklegum fögum geta einfaldlega keppst um að komast að. Á fimmta þúsund 10. bekkinga komast að því á næstunni hvort þeir fái inni í draumaframhaldskólanum. Unglingar á sextánda ári útskrifuðust úr 10. bekk um allt land í vikunni. Hjá allflestum er stefnan sett á framhaldsskólanám. Óvissan um framhaldið er mikil og óhætt að segja að stress geri vart við sig. Einkunnir hafa verið afhentar í umslagi og eru eins og gengur undir eða yfir væntingum, eða á pari. Samkvæmt heimildum fréttastofu er örvæntingin stundum svo mikil að foreldrar setja sig í samband við skólana og gera athugasemdir við einkunnir barna sinna. Ragnar Þór stingur niður penna á Facebook á þessum tíma örvæntingar og yfirspennu unga fólksins. Hann minnir á að í skólum eigi að ástunda fjölbreytt námsmat. „Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku).“ Ragnar staldrar við bókstafinn sem hafi fjölmargar merkingar. A fæst við sömu áfanga og B „Samkvæmt námskrá (sem á að ráða) á hann að tákna tiltekna lýsingu á námsmanni - og munurinn á B nemanda og C nemanda er afskaplega óljós (yfirleitt bara eitt atviks- eða lýsingarorð). En bókstafurinn á að tákna fleira. Honum var ætlað að raða nemendum í tilgreindan fjölda flokka, jafn marga og nemendum er raðað í á Pisa-prófunum og á samræmdu prófunum (RIP),“ segir Ragnar. Loks eigi bókstafurinn að tákna mat á því hvort nemandi skuli fara í viðkomandi fag á fyrsta eða öðru hæfniþrepi í framhaldsskóla. „Fari hann á fyrsta þrep - er hann eins og við flest sem fórum í fjögurra ára framhaldsskóla – en fari hann á annað hæfniþrep hoppar hann yfir fyrsta áfangann. Til að tákna að nemandinn ráði við það á að gefa honum B. B+ og A er svo einungis hægt að skilja á annan af tveimur háttum. Með því að sauma fleiri atviks- og lýsingarorðum í lýsinguna á nemandanum (Hann les rosa, svaka, ofsalega lipurt) eða með því að segja að hann sé svo miklu betri en allir aðrir nemendur að rétt sé að sérmerkja hann. En það breytir samt engu um það að hann fer að fást við sömu áfanga og sá sem fær B.“ Ekki litið við C nemendum Svo komi að tengingunni við framhaldsskólanna. „Síðast – og allra síst – nota nokkrir framhaldsskólar bókstafina til að fleyta rjómann af nemendahópnum til þess að tryggja að nemendahópurinn sé örugglega nógu stórkostlegur. Er þá yfirleitt ekki litið við C nemendum nema í algjörum undantekningatilfellum og A er það sem öllu skiptir,“ segir Ragnar Þór. Hann lýsir ástandinu yfir veturinn í 10. bekk. „Allan tíunda bekk er síðan nánast allur bráðgeri hluti tíunda bekkjar í okkar landshluta meira og minna sturlaður af áhyggjum yfir því hvort hann komist í hóp útvalinna – hvort ekki sé öruggt að nógu margir verði lélegri en þeir til þess að þeir hljóti náð fyrir vali vinsælustu framhaldsskólanna. Þannig verður einn skitinn bókstafur að verðmætri vöru. Tíu ára nám er niðursoðið í eina tilviljanakennda lýsingu og tilgangur náms horast niður í ómerkilegasta hismi. Þessu þarf að hætta.“ Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Menntamálastofnun Ragnar er með skilaboð til nokkurra framhaldsskóla. Hann nefnir þá þó ekki á nafn. Verzlunarskóli Íslands hefur verið langvinsælasti bóknámsskólinn undanfarin ár. „Þessir örfáu skólar sem treysta sér helst ekki til að kenna venjulegu fólki þurfa að átta sig á því að þeir eru að skaða samfélag sitt - og fletja úr nám í landinu. Þannig hamla þeir þroskamöguleikum nemenda sinna og vinna gegn frumskyldu skóla,“ segir Ragnar Þór. Hann leggur til lausn. Inntökupróf lausn fyrir rjómaskólana „Ef þeir vilja fleyta einhvern rjóma ofan af ættu þeir að halda inntökupróf eða hafa inntökuferli þar sem þeir nemendur sem vilja geta sýnt sín spil. Það ferli ætti að vera gegnsætt og sanngjarnt og ólíkt núverandi kerfi ættu drengir ekki að fá þar afslátt út á kynferði sitt. Það ætti að athuga í slíku ferli hvað er á bak við töluna. Kynnast gítarsnillingnum sem situr heima og plokkar upp Pink Floyd af hljómplötum, unga eldhuganum sem í uppreisn neitar að skrifa ufsilon - og er frumlegri hugsuður en við öll, lesblinda dugnaðarforrkinum sem bítur í skjaldarrendur og ræðst stöðugt á fjallið og er svo listrænn að það mætti halda að það rynni olíumálning í æðum hans, unga fiðlusnillingnum sem í laumi leggur Bach á hilluna og spilar þungarokk.“ Það þurfi ekki alltaf að reyna að troða úlfaldanum gegnum nálaraugu. Þá eigi enginn sérstakt erindi gegnum slík augu og það sé engin sérstök dyggð að passa þar í gegn. „Við eigum að hætta þessu rugli - og leyfa börnum að útskrifast úr grunnskóla án þess að tilvist þeirra sé smættuð niður í yfirborðskennda stafrófsröð – sem segir sáralítið um það hvað þau geta eða munu gera í framtíðinni.“ Umsóknarfrestur í skólana er að renna út þar sem nemendur sækja um, milli vonar og ótta hvort þeir standi nógu vel bóklega til að eiga séns á að komast í draumaskólann. Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í fyrrahaust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val. Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Unglingar á sextánda ári útskrifuðust úr 10. bekk um allt land í vikunni. Hjá allflestum er stefnan sett á framhaldsskólanám. Óvissan um framhaldið er mikil og óhætt að segja að stress geri vart við sig. Einkunnir hafa verið afhentar í umslagi og eru eins og gengur undir eða yfir væntingum, eða á pari. Samkvæmt heimildum fréttastofu er örvæntingin stundum svo mikil að foreldrar setja sig í samband við skólana og gera athugasemdir við einkunnir barna sinna. Ragnar Þór stingur niður penna á Facebook á þessum tíma örvæntingar og yfirspennu unga fólksins. Hann minnir á að í skólum eigi að ástunda fjölbreytt námsmat. „Það á að meta framfarir nemenda, gæði kennslu og ótal margt annað. Við lok grunnskóla þarf að auki að gefa einn bókstaf - til að tákna stöðu nemandans á tilteknu sviði (t.d. stærðfræði eða dönsku).“ Ragnar staldrar við bókstafinn sem hafi fjölmargar merkingar. A fæst við sömu áfanga og B „Samkvæmt námskrá (sem á að ráða) á hann að tákna tiltekna lýsingu á námsmanni - og munurinn á B nemanda og C nemanda er afskaplega óljós (yfirleitt bara eitt atviks- eða lýsingarorð). En bókstafurinn á að tákna fleira. Honum var ætlað að raða nemendum í tilgreindan fjölda flokka, jafn marga og nemendum er raðað í á Pisa-prófunum og á samræmdu prófunum (RIP),“ segir Ragnar. Loks eigi bókstafurinn að tákna mat á því hvort nemandi skuli fara í viðkomandi fag á fyrsta eða öðru hæfniþrepi í framhaldsskóla. „Fari hann á fyrsta þrep - er hann eins og við flest sem fórum í fjögurra ára framhaldsskóla – en fari hann á annað hæfniþrep hoppar hann yfir fyrsta áfangann. Til að tákna að nemandinn ráði við það á að gefa honum B. B+ og A er svo einungis hægt að skilja á annan af tveimur háttum. Með því að sauma fleiri atviks- og lýsingarorðum í lýsinguna á nemandanum (Hann les rosa, svaka, ofsalega lipurt) eða með því að segja að hann sé svo miklu betri en allir aðrir nemendur að rétt sé að sérmerkja hann. En það breytir samt engu um það að hann fer að fást við sömu áfanga og sá sem fær B.“ Ekki litið við C nemendum Svo komi að tengingunni við framhaldsskólanna. „Síðast – og allra síst – nota nokkrir framhaldsskólar bókstafina til að fleyta rjómann af nemendahópnum til þess að tryggja að nemendahópurinn sé örugglega nógu stórkostlegur. Er þá yfirleitt ekki litið við C nemendum nema í algjörum undantekningatilfellum og A er það sem öllu skiptir,“ segir Ragnar Þór. Hann lýsir ástandinu yfir veturinn í 10. bekk. „Allan tíunda bekk er síðan nánast allur bráðgeri hluti tíunda bekkjar í okkar landshluta meira og minna sturlaður af áhyggjum yfir því hvort hann komist í hóp útvalinna – hvort ekki sé öruggt að nógu margir verði lélegri en þeir til þess að þeir hljóti náð fyrir vali vinsælustu framhaldsskólanna. Þannig verður einn skitinn bókstafur að verðmætri vöru. Tíu ára nám er niðursoðið í eina tilviljanakennda lýsingu og tilgangur náms horast niður í ómerkilegasta hismi. Þessu þarf að hætta.“ Umsóknir um framhaldsskóla sem fyrsta val fyrir haustönn 2022. Smellið á myndina til að sjá hana stærri.Menntamálastofnun Ragnar er með skilaboð til nokkurra framhaldsskóla. Hann nefnir þá þó ekki á nafn. Verzlunarskóli Íslands hefur verið langvinsælasti bóknámsskólinn undanfarin ár. „Þessir örfáu skólar sem treysta sér helst ekki til að kenna venjulegu fólki þurfa að átta sig á því að þeir eru að skaða samfélag sitt - og fletja úr nám í landinu. Þannig hamla þeir þroskamöguleikum nemenda sinna og vinna gegn frumskyldu skóla,“ segir Ragnar Þór. Hann leggur til lausn. Inntökupróf lausn fyrir rjómaskólana „Ef þeir vilja fleyta einhvern rjóma ofan af ættu þeir að halda inntökupróf eða hafa inntökuferli þar sem þeir nemendur sem vilja geta sýnt sín spil. Það ferli ætti að vera gegnsætt og sanngjarnt og ólíkt núverandi kerfi ættu drengir ekki að fá þar afslátt út á kynferði sitt. Það ætti að athuga í slíku ferli hvað er á bak við töluna. Kynnast gítarsnillingnum sem situr heima og plokkar upp Pink Floyd af hljómplötum, unga eldhuganum sem í uppreisn neitar að skrifa ufsilon - og er frumlegri hugsuður en við öll, lesblinda dugnaðarforrkinum sem bítur í skjaldarrendur og ræðst stöðugt á fjallið og er svo listrænn að það mætti halda að það rynni olíumálning í æðum hans, unga fiðlusnillingnum sem í laumi leggur Bach á hilluna og spilar þungarokk.“ Það þurfi ekki alltaf að reyna að troða úlfaldanum gegnum nálaraugu. Þá eigi enginn sérstakt erindi gegnum slík augu og það sé engin sérstök dyggð að passa þar í gegn. „Við eigum að hætta þessu rugli - og leyfa börnum að útskrifast úr grunnskóla án þess að tilvist þeirra sé smættuð niður í yfirborðskennda stafrófsröð – sem segir sáralítið um það hvað þau geta eða munu gera í framtíðinni.“ Umsóknarfrestur í skólana er að renna út þar sem nemendur sækja um, milli vonar og ótta hvort þeir standi nógu vel bóklega til að eiga séns á að komast í draumaskólann. Um 4.300 nýnemar sóttu um skólavist í framhaldsskóla í fyrrahaust, um 83% þeirra komust inn í sitt fyrsta val, en um 13% í annað val.
Skóla - og menntamál Grunnskólar Framhaldsskólar Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent