Ferðamenn til mestu óþurftar! Bjarnheiður Hallsdóttir og Jóhannes Þór Skúlason skrifa 8. júní 2023 13:00 Það er stórmerkilegt hvað ólíklegasta fólk finnur ferðaþjónustu flest til foráttu þessa dagana. Hún er sögð „stjórnlaus“, „óskipulögð“, „auðvitað ráði þar bara græðgin ríkjum“ og það nýjasta er, að hún á nú að vera orðin helsti sökudólgur þeirra vandræða sem við glímum nú við í efnahagslífinu. Hún er sögð bera ábyrgð á þenslu, háum vöxtum, hárri verðbólgu og gott ef ekki ástandinu á húsnæðismarkaðnum líka. Það þykir alveg hörmulegt, að fólk sem kemur hér erlendis frá til að starfa við að hjálpa okkur að skapa verðmæti, skuli þurfa húsnæði. Vísum við þar m.a. til pistils forseta ASÍ, sem lesa má á heimasíðu sambandsins, sem þar sem þykir gott að benda á blóraböggla og forðast með því að líta í eigin barm, hvað þá taka til sín þær fjölmörgu ábendingar um samhengi launahækkana og verðbólgu sem finna má í síðustu Peningamálum Seðlabankans. Síðastliðinn laugardag mátti heyra þrjá þingmennn ræða ferðaþjónustu í þættinum „Vikulokin“ á Rás 1, þar sem heyra mátti falla ýmis gullkorn í svipuðum dúr. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata spurði þar „viljum við alla þessa ferðamenn og þurfum við ekki að rukka alla þessa ferðamenn? Við þurfum að hugsa út fyrir boxið, ef við rukkum hvern ferðamenn um 100 evrur, þá getum við byggt ný Seyðisfjarðargöng á hverju ári. Eigum við, samfélagið að borga með ferðamönnum? Þeir eru að eyða upp miklu meira af innviðum, heldur en við gerum. Þetta hefur kannski neikvæð áhrif á hversu margir koma hingað, en er það ekki bara í lagi?“ Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna sagði að „við eigum ekki að segja að Ísland sé opið endalaust. Ég er sannfærð um það að - þó að ferðaþjónustan fari dáldið mikið í grátkórinn, um leið og það á að gera eitthvað, þá mun lítil fjárhæð ofan á farmiða ekki breyta því hvort fólk kemur til landsins. Og ef það gerir það, þá er það bara allt í lagi og vel við unandi.“ Og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks lýsti því yfir að „við þurfum að skoða ávinninginn af ferðamannaiðnaðinum, svona heildstætt og í samhengi við álagið sem hann setur á innviðina okkar. Við erum að drukkna hérna bókstaflega í ferðamönnum.“ Allt er þetta með hreinum ólíkindum miðað við þá óumdeildu staðreynd að það er ferðaþjónustan sem er og hefur verið einn helsti drifkraftur þeirra lífsgæða, sem við búum við í dag og þeirrar umbreytingar á efnahagslífi og lífskjörum sem orðið hefur frá bankahruninu. Enginn veit hvað átt hefur… en ári síðar er það gleymt Þess er skemmst að minnast þegar ferðamenn hurfu líkt og dögg fyrir sólu þegar heimsfaraldurinn skall á. Þá voru allir sammála um að hröð endurreisn ferðaþjónustunnar væri lykilþáttur í því að reisa efnahaginn við – það var sögð mikilvægasta breytan. En nú þegar það er að gerast sem þingmenn, ráðherrar og greiningaraðilar kölluðu eftir þá byrjar gamall söngur aftur. Bara hálf sagan sögð. Mikið gert úr því meinta álagi sem ferðamenn valda meðan þeir dreifa gjaldeyrinum um landið og fókusinn fyrst og fremst á því að ekki sé verið að nýta þá í botn sem tekjustofna. Ekki er sérstaklega rætt um þær gríðarlegu tekjur sem ferðamenn koma með inn í hagkerfið okkar og hafa meðal annars byggt upp myndarlegan gjaldeyrisforða sem hefur bjargað okkur úr ógöngum. Ekki er spurt um hvaða áhrif aukin skattheimta kunni að hafa á samkeppnishæfni í ljósi þess að Ísland er nú þegar einn dýrasti áfangastaður heims. Því síður er minnst á sjálfsprottnu byggðaáhrifin og atvinnusköpunina, eða verðmætasköpunina um landið þvert og endilangt eða framlag ferðamanna í fjármögnun innviða okkar, þessarar örþjóðar, sem gerir kröfu um innviði á borð við milljónaþjóðir. Eru staðreyndir þingmönnum óviðkomandi? Það er sjálfsögð krafa að alþingismenn kynni sér helstu staðreyndir varðandi atvinnugreinar áður en þeir fabúlera út í loftið um þær í útvarpi. Þar mætti t.d. rifja upp að ferðamenn lögðu 448 milljarða króna inn í samfélagið í fyrra og greiddu nærri 50 milljarða króna í virðisaukaskatt og um 10 milljarða í eldsneytisskatta beint í ríkissjóð. Íslenska ríkið gæti því nú þegar byggt Seyðisfjarðargöng fyrir skattgreiðslur ferðamanna árlega og átt nokkra milljarða afgangs til að kaupa sér bland í poka. Stórvirk eyðsla ferðamanna á innviðum er líka lífseig goðsögn. Sem dæmi þá hefur Vegagerðin bent á að einn þungaflutningabíll með fisk eða annan varning spænir upp vegakerfið á við tíu þúsund litla bílaleigubíla. Ekki væri heldur úr vegi að þingmenn kynntu sér þann ótrúlega árangur sem Ísland hefur náð í uppbyggingu innviða fyrir ferðaþjónustu á afar stuttum tíma. Við höfum þegar gert margt virkilega vel í þessum efnum frá því Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða voru sett á stofn. Þar að auki liggja nú fyrir áfangastaðaáætlanir með framtíðarsýn um uppbyggingu innviða í öllum landshlutum. Ísland er 103 þúsund ferkílómetrar að stærð og með skynsamlegri uppbyggingu nýrra segla víðsvegar um landið, árangursríkum úrbótum í samgöngukerfinu og með markaðssetningu sem leggur áherslu á Ísland allt árið og allt landið er vel mögulegt að bæði halda álagi á helstu ferðamannastöðum í eðlilegu horfi og dreifa neyslu og verðmætum af ferðamönnum betur um landið allt. Varðandi álag má einnig benda á að skýrslur Umhverfisstofnunar um ástandsmat ferðamannastaða innan friðlýstra svæða sýna ár eftir ár að staðan sé afar góð. Meðaleinkunn þeirra 146 svæða sem voru metin árið 2022 er hærri en nokkru sinni fyrr og aðeins 2,05% áfangastaða mælast í verulegri hættu. Á Íslandi hefur þriðjungur allra nýrra starfa á heilum áratug hefur orðið til í ferðaþjónustu og helmingur allra nýrra starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Gengisstöðugleiki og innflæði gjaldeyris frá ferðamönnum hefur síðan árið 2010 verið ein höfuðforsenda fordæmalausrar kaupmáttaraukningar og margra ára jákvæðs vöru- og þjónustujöfnuðar. Það er því ótrúlegt og mikið áhyggjuefni ef kjörnir fulltrúar velta því í alvöru fyrir sér hvort álag á innviði yfirkeyri heildarávinning samfélagsins af ferðaþjónustu. Það er að síðustu afar óábyrgt þegar alþingismenn taka undir að nota skattlagningu beinlínis til að fækka ferðamönnum í skammtíma. Slík nálgun hefur bein áhrif á samkeppnishæfni áfangastaðarins sem þarf að byggja upp á skynsamlegan hátt til framtíðar. Allar óvæntar sveiflur í gjaldtöku ríkisins hafa neikvæð áhrif sem vara þeim mun lengur sem þær eru stærri. Um þetta eru skýr dæmi í nágrannalöndum okkar og skammt er að minnast þegar bara umræðan um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á Íslandi árið 2017 hafði veruleg neikvæð áhrif á Evrópumörkuðum næstu tvö ár á eftir. Með minni alþjóðlegri samkeppnishæfni tapast m.a. möguleikar á að stýra ferðamannastraumnum til landsins í átt að meiri verðmætum í stað meiri fjölda, sem er markmið sem stjórnvöld og ferðaþjónustan eru sammála um og þingmenn leggja gjarnan áherslu á. Stefnumótun og aðgerðaáætlun í stað sleggjudóma Þetta eru því miður ekki einu dæmin sem fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar hafa heyrt og séð í stjórnmálaumræðu og stjórnkerfi frá því að heimsfaraldrinum lauk, sem gefa til kynna skilningsleysi á atvinnugreininni og jákvæðum áhrifum hennar á samfélagið. Það er sérstaklega varhugavert þegar svona orðræða kemur frá alþingismönnum, því að það eykur hættuna á því að teknar verði óskynsamlegar ákvarðanir um þróun greinarinnar á kolröngum forsendum, sem geta skaðað gjaldeyrisöflun, efnahagsskilyrði og lífskjör til framtíðar. Í stað sleggjudóma um atvinnugrein sem hefur fært þjóðarbúinu og íbúum landsins stöðugri gjaldmiðil, aukinn kaupmátt, lægri verðbólgu og stóraukin lífsgæði í rúman áratug, er mikilvægt að bæði atvinnugreinin og stjórnvöld leggi nú höfuðáherslu á góða samvinnu á víðum grunni til að tryggja sjálfbæra þróun atvinnugreinarinnar til framtíðar. Þegar liggur fyrir stefnurammi fyrir ferðaþjónustu til 2030 með því yfirmarkmiði að skapa til framtíðar arðbæra atvinnugrein sem er efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega sjálfbær og skapar skilyrði til uppbyggingar og lífskjarabóta um allt land. Í síðustu viku hófst svo vinna við mótun aðgerðaáætlunar um ferðaþjónustu á grunni markmiða stefnurammans sem á að leggja fyrir Alþingi á vorþingi 2024. Við hvetjum Alþingismenn og aðra áhugasama til að fylgjast með þessari vinnu og leggja góðar hugmyndir í púkkið. Það er í öllu falli betri nálgun til að stýra framtíð og jákvæðri þróun atvinnugreinarinnar en fabúleringarnar sem boðið var upp á í vikulokunum síðastliðinn laugardag. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Jóhannes Þór Skúlason Ferðamennska á Íslandi Alþingi Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Það er stórmerkilegt hvað ólíklegasta fólk finnur ferðaþjónustu flest til foráttu þessa dagana. Hún er sögð „stjórnlaus“, „óskipulögð“, „auðvitað ráði þar bara græðgin ríkjum“ og það nýjasta er, að hún á nú að vera orðin helsti sökudólgur þeirra vandræða sem við glímum nú við í efnahagslífinu. Hún er sögð bera ábyrgð á þenslu, háum vöxtum, hárri verðbólgu og gott ef ekki ástandinu á húsnæðismarkaðnum líka. Það þykir alveg hörmulegt, að fólk sem kemur hér erlendis frá til að starfa við að hjálpa okkur að skapa verðmæti, skuli þurfa húsnæði. Vísum við þar m.a. til pistils forseta ASÍ, sem lesa má á heimasíðu sambandsins, sem þar sem þykir gott að benda á blóraböggla og forðast með því að líta í eigin barm, hvað þá taka til sín þær fjölmörgu ábendingar um samhengi launahækkana og verðbólgu sem finna má í síðustu Peningamálum Seðlabankans. Síðastliðinn laugardag mátti heyra þrjá þingmennn ræða ferðaþjónustu í þættinum „Vikulokin“ á Rás 1, þar sem heyra mátti falla ýmis gullkorn í svipuðum dúr. Gísli Rafn Ólafsson, þingmaður Pírata spurði þar „viljum við alla þessa ferðamenn og þurfum við ekki að rukka alla þessa ferðamenn? Við þurfum að hugsa út fyrir boxið, ef við rukkum hvern ferðamenn um 100 evrur, þá getum við byggt ný Seyðisfjarðargöng á hverju ári. Eigum við, samfélagið að borga með ferðamönnum? Þeir eru að eyða upp miklu meira af innviðum, heldur en við gerum. Þetta hefur kannski neikvæð áhrif á hversu margir koma hingað, en er það ekki bara í lagi?“ Bjarkey Olsen, þingmaður Vinstri grænna sagði að „við eigum ekki að segja að Ísland sé opið endalaust. Ég er sannfærð um það að - þó að ferðaþjónustan fari dáldið mikið í grátkórinn, um leið og það á að gera eitthvað, þá mun lítil fjárhæð ofan á farmiða ekki breyta því hvort fólk kemur til landsins. Og ef það gerir það, þá er það bara allt í lagi og vel við unandi.“ Og Diljá Mist Einarsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokks lýsti því yfir að „við þurfum að skoða ávinninginn af ferðamannaiðnaðinum, svona heildstætt og í samhengi við álagið sem hann setur á innviðina okkar. Við erum að drukkna hérna bókstaflega í ferðamönnum.“ Allt er þetta með hreinum ólíkindum miðað við þá óumdeildu staðreynd að það er ferðaþjónustan sem er og hefur verið einn helsti drifkraftur þeirra lífsgæða, sem við búum við í dag og þeirrar umbreytingar á efnahagslífi og lífskjörum sem orðið hefur frá bankahruninu. Enginn veit hvað átt hefur… en ári síðar er það gleymt Þess er skemmst að minnast þegar ferðamenn hurfu líkt og dögg fyrir sólu þegar heimsfaraldurinn skall á. Þá voru allir sammála um að hröð endurreisn ferðaþjónustunnar væri lykilþáttur í því að reisa efnahaginn við – það var sögð mikilvægasta breytan. En nú þegar það er að gerast sem þingmenn, ráðherrar og greiningaraðilar kölluðu eftir þá byrjar gamall söngur aftur. Bara hálf sagan sögð. Mikið gert úr því meinta álagi sem ferðamenn valda meðan þeir dreifa gjaldeyrinum um landið og fókusinn fyrst og fremst á því að ekki sé verið að nýta þá í botn sem tekjustofna. Ekki er sérstaklega rætt um þær gríðarlegu tekjur sem ferðamenn koma með inn í hagkerfið okkar og hafa meðal annars byggt upp myndarlegan gjaldeyrisforða sem hefur bjargað okkur úr ógöngum. Ekki er spurt um hvaða áhrif aukin skattheimta kunni að hafa á samkeppnishæfni í ljósi þess að Ísland er nú þegar einn dýrasti áfangastaður heims. Því síður er minnst á sjálfsprottnu byggðaáhrifin og atvinnusköpunina, eða verðmætasköpunina um landið þvert og endilangt eða framlag ferðamanna í fjármögnun innviða okkar, þessarar örþjóðar, sem gerir kröfu um innviði á borð við milljónaþjóðir. Eru staðreyndir þingmönnum óviðkomandi? Það er sjálfsögð krafa að alþingismenn kynni sér helstu staðreyndir varðandi atvinnugreinar áður en þeir fabúlera út í loftið um þær í útvarpi. Þar mætti t.d. rifja upp að ferðamenn lögðu 448 milljarða króna inn í samfélagið í fyrra og greiddu nærri 50 milljarða króna í virðisaukaskatt og um 10 milljarða í eldsneytisskatta beint í ríkissjóð. Íslenska ríkið gæti því nú þegar byggt Seyðisfjarðargöng fyrir skattgreiðslur ferðamanna árlega og átt nokkra milljarða afgangs til að kaupa sér bland í poka. Stórvirk eyðsla ferðamanna á innviðum er líka lífseig goðsögn. Sem dæmi þá hefur Vegagerðin bent á að einn þungaflutningabíll með fisk eða annan varning spænir upp vegakerfið á við tíu þúsund litla bílaleigubíla. Ekki væri heldur úr vegi að þingmenn kynntu sér þann ótrúlega árangur sem Ísland hefur náð í uppbyggingu innviða fyrir ferðaþjónustu á afar stuttum tíma. Við höfum þegar gert margt virkilega vel í þessum efnum frá því Landsáætlun um uppbyggingu innviða og Framkvæmdasjóður ferðamannastaða voru sett á stofn. Þar að auki liggja nú fyrir áfangastaðaáætlanir með framtíðarsýn um uppbyggingu innviða í öllum landshlutum. Ísland er 103 þúsund ferkílómetrar að stærð og með skynsamlegri uppbyggingu nýrra segla víðsvegar um landið, árangursríkum úrbótum í samgöngukerfinu og með markaðssetningu sem leggur áherslu á Ísland allt árið og allt landið er vel mögulegt að bæði halda álagi á helstu ferðamannastöðum í eðlilegu horfi og dreifa neyslu og verðmætum af ferðamönnum betur um landið allt. Varðandi álag má einnig benda á að skýrslur Umhverfisstofnunar um ástandsmat ferðamannastaða innan friðlýstra svæða sýna ár eftir ár að staðan sé afar góð. Meðaleinkunn þeirra 146 svæða sem voru metin árið 2022 er hærri en nokkru sinni fyrr og aðeins 2,05% áfangastaða mælast í verulegri hættu. Á Íslandi hefur þriðjungur allra nýrra starfa á heilum áratug hefur orðið til í ferðaþjónustu og helmingur allra nýrra starfa utan höfuðborgarsvæðisins. Gengisstöðugleiki og innflæði gjaldeyris frá ferðamönnum hefur síðan árið 2010 verið ein höfuðforsenda fordæmalausrar kaupmáttaraukningar og margra ára jákvæðs vöru- og þjónustujöfnuðar. Það er því ótrúlegt og mikið áhyggjuefni ef kjörnir fulltrúar velta því í alvöru fyrir sér hvort álag á innviði yfirkeyri heildarávinning samfélagsins af ferðaþjónustu. Það er að síðustu afar óábyrgt þegar alþingismenn taka undir að nota skattlagningu beinlínis til að fækka ferðamönnum í skammtíma. Slík nálgun hefur bein áhrif á samkeppnishæfni áfangastaðarins sem þarf að byggja upp á skynsamlegan hátt til framtíðar. Allar óvæntar sveiflur í gjaldtöku ríkisins hafa neikvæð áhrif sem vara þeim mun lengur sem þær eru stærri. Um þetta eru skýr dæmi í nágrannalöndum okkar og skammt er að minnast þegar bara umræðan um hækkun virðisaukaskatts á ferðaþjónustu á Íslandi árið 2017 hafði veruleg neikvæð áhrif á Evrópumörkuðum næstu tvö ár á eftir. Með minni alþjóðlegri samkeppnishæfni tapast m.a. möguleikar á að stýra ferðamannastraumnum til landsins í átt að meiri verðmætum í stað meiri fjölda, sem er markmið sem stjórnvöld og ferðaþjónustan eru sammála um og þingmenn leggja gjarnan áherslu á. Stefnumótun og aðgerðaáætlun í stað sleggjudóma Þetta eru því miður ekki einu dæmin sem fulltrúar Samtaka ferðaþjónustunnar hafa heyrt og séð í stjórnmálaumræðu og stjórnkerfi frá því að heimsfaraldrinum lauk, sem gefa til kynna skilningsleysi á atvinnugreininni og jákvæðum áhrifum hennar á samfélagið. Það er sérstaklega varhugavert þegar svona orðræða kemur frá alþingismönnum, því að það eykur hættuna á því að teknar verði óskynsamlegar ákvarðanir um þróun greinarinnar á kolröngum forsendum, sem geta skaðað gjaldeyrisöflun, efnahagsskilyrði og lífskjör til framtíðar. Í stað sleggjudóma um atvinnugrein sem hefur fært þjóðarbúinu og íbúum landsins stöðugri gjaldmiðil, aukinn kaupmátt, lægri verðbólgu og stóraukin lífsgæði í rúman áratug, er mikilvægt að bæði atvinnugreinin og stjórnvöld leggi nú höfuðáherslu á góða samvinnu á víðum grunni til að tryggja sjálfbæra þróun atvinnugreinarinnar til framtíðar. Þegar liggur fyrir stefnurammi fyrir ferðaþjónustu til 2030 með því yfirmarkmiði að skapa til framtíðar arðbæra atvinnugrein sem er efnahagslega, samfélagslega og umhverfislega sjálfbær og skapar skilyrði til uppbyggingar og lífskjarabóta um allt land. Í síðustu viku hófst svo vinna við mótun aðgerðaáætlunar um ferðaþjónustu á grunni markmiða stefnurammans sem á að leggja fyrir Alþingi á vorþingi 2024. Við hvetjum Alþingismenn og aðra áhugasama til að fylgjast með þessari vinnu og leggja góðar hugmyndir í púkkið. Það er í öllu falli betri nálgun til að stýra framtíð og jákvæðri þróun atvinnugreinarinnar en fabúleringarnar sem boðið var upp á í vikulokunum síðastliðinn laugardag. Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnarJóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar