Freyr og félagar fá 200 milljónir til að spila úr Sindri Sverrisson skrifar 7. júní 2023 14:31 Freyr Alxeandersson í loftinu eftir að hafa stýrt Lyngby til áframhaldandi veru í dönsku úrvalsdeildinni. Getty/Jan Christensen Hollvinasamtök danska knattspyrnufélagsins Lyngby hafa styrkt félagið um rúmlega 10 milljónir danskra króna, eða yfir 200 milljónir íslenskra króna, til að efla liðið sem áfram mun spila í úrvalsdeild á næstu leiktíð. Undir stjórn Freys Alexanderssonar náði Lyngby með ævintýralegum hætti að halda sæti sínu í efstu deild Danmerkur, eftir að hafa um tíma verið sextán stigum frá næsta örugga sæti í deildinni. „Kraftaverkið“ var fullkomnað í lokaumferðinni um síðustu helgi. Í dag tilkynnti svo Lyngby að félagið hefði fengið styrk frá „Vinum Lyngby“. Þar segir að ákvörðun um styrkinn hafi verið tekin í síðustu viku, og að ekki hafi verið skilyrði að Lyngby myndi halda sér uppi í úrvalsdeildinni. „Kærleikurinn til félagsins og trúin á verkefnið er nefnilega skilyrðislaus,“ segir í frétt á vef Lyngby. Milljónirnar eru ekki eyrnamerktar neinu ákveðnu atriði og Frey og hans yfirmönnum því frjálst að nýta þær að vild. Þó er tekið fram að styrkurinn sé meðal annars táknræn skilaboð til hæfileikaríku leikmannanna í liðinu um að láta ekki freistast af gylliboðum annarra félaga. „Þessar tíu milljónir danskra króna eru vitnisburður um það að við horfum ekki bara í úrslitin á vellinum. Við eigendurnir horfum á heildarverkefnið og þessar miklu framfarir varðandi akademíuna, styrktaraðila, áhorfendur, samstarf á svæðinu okkar og tilfinninguna um að allt Lyngby standi saman, sem gefur okkur frábæran vettvang til að halda áfram uppbyggingu okkar,“ segir Mads Byder, einn af meðlimum Vina Lyngby og eigendum Lyngby Boldklub. Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira
Undir stjórn Freys Alexanderssonar náði Lyngby með ævintýralegum hætti að halda sæti sínu í efstu deild Danmerkur, eftir að hafa um tíma verið sextán stigum frá næsta örugga sæti í deildinni. „Kraftaverkið“ var fullkomnað í lokaumferðinni um síðustu helgi. Í dag tilkynnti svo Lyngby að félagið hefði fengið styrk frá „Vinum Lyngby“. Þar segir að ákvörðun um styrkinn hafi verið tekin í síðustu viku, og að ekki hafi verið skilyrði að Lyngby myndi halda sér uppi í úrvalsdeildinni. „Kærleikurinn til félagsins og trúin á verkefnið er nefnilega skilyrðislaus,“ segir í frétt á vef Lyngby. Milljónirnar eru ekki eyrnamerktar neinu ákveðnu atriði og Frey og hans yfirmönnum því frjálst að nýta þær að vild. Þó er tekið fram að styrkurinn sé meðal annars táknræn skilaboð til hæfileikaríku leikmannanna í liðinu um að láta ekki freistast af gylliboðum annarra félaga. „Þessar tíu milljónir danskra króna eru vitnisburður um það að við horfum ekki bara í úrslitin á vellinum. Við eigendurnir horfum á heildarverkefnið og þessar miklu framfarir varðandi akademíuna, styrktaraðila, áhorfendur, samstarf á svæðinu okkar og tilfinninguna um að allt Lyngby standi saman, sem gefur okkur frábæran vettvang til að halda áfram uppbyggingu okkar,“ segir Mads Byder, einn af meðlimum Vina Lyngby og eigendum Lyngby Boldklub.
Danski boltinn Mest lesið Steig á tána á Mike Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Fótbolti Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Körfubolti Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Fleiri fréttir Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Sinnir herskyldu á netinu Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Sjá meira