Búsetufrelsi – Hver erum við? Heiða Björk Sturludóttir skrifar 5. júní 2023 18:01 Hvaða fólk er þetta, sem krefst búsetufrelsis? Búsetufrelsi hvað!? Með búsetufrelsi viljum við fá að ráða því hvernig við búum. Hvernig við nýtum fasteignirnar okkar eins og frístundahúsið. Ráða því hvort við búum þar eina og eina helgi. Eða hvort við búum þar 7 mánuði á ári og restina af árinu á Spáni. Eða hvort við búum þar allan ársins hring. Við viljum geta ráðið því hvernig við búum á okkar eignarlandi. Hvort við búum þar í frístundahúsi, íbúðarhúsi, torfhúsi, hjólhýsi eða yurt tjaldi. Um það snýst okkar búsetufrelsi. Fyrir rúmu ári síðan var stofnað félag, Búsetufrelsi. Samtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes – og Grafningshrepps. Nú hefur innviðaráðherra sett saman starfshóp sem virðist stofnaður til höfuðs fólki sem býr á þennan hátt. Svo virðist sem mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá sumum sveitarfélögum við búsetufrelsið sem óskað er eftir. Það sem er einkennilegt við þennan gjörning innviðaráðherra, er að þeir sem starfshópurinn á að fjalla um, eiga ekki aðild. Það er ekki lýðræðislegt. Í nútíma stjórnsýslu er reynt gæta vel að þessu. Ekki fjalla um fólk án þess að það fái að koma að vinnunni. ,,Ekkert um okkur, án okkar.“ Þessi hópur sem kýs sem býr í frístundahúsinu sínu, er þó ekkert til að óttast. Hvernig fólk eru þessir bústaðabúar? Allskyns fólk. Rétt eins og í þéttbýlinu býr þversnið af íbúum þessa lands í frístundahúsum. Efnamikið fólk og efnalítið fólk. Íslendingar og útlendingar. Börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir. Sóðar og snyrtimenni. Kjánar og vitringar. Hvers vegna kýs fólk að flytja í sveitina og leggja það á sig að búa í frístundahúsi og fórna þægindunum eins og þeim að geta fengið pakka senda upp að dyrum og sorphirðu? Það er náttúran, friðsældin, fríska loftið og áherslan á önnur gildi sem ýtir fólki af stað í ævintýrið. Stærstu hóparnir eru þessir: Fólk sem kýs hæglætislífsstíl. Þau hafna því að eyða lífinu eins og hamstur á hjóli til að eiga í sig og á. Hafna því að stærstur hluti teknanna fari í húsnæðislán og að lífið gangi út á að vinna sem mest til að geta eignast þak yfir höfuðið. Fólk sem setur heilsuna og lífsgæði í fyrsta sæti. Í dag átta sig flestir á því hversu heilsuspillandi það er að lifa í sífelldri streitu vegna fjárhagsáhyggja. Fólk sem flýr mengun og hávaða höfuðborgarinnar vegna heilsubrests. Í sveitinni er loftið betra, engin mengun frá svifryki eða flugeldum og lítil ljósmengun svo eitthvað sé nefnt. Fuglasöngur í stað hávaða frá umferð bíla, flugvéla eða vegna byggingaframkvæmda. Fjarvinnufólkið. Þeim hefur fjölgað mikið síðustu ár. Einkum í kjölfar Covid. Mörg fyrirtæki bjóða nú starfsfólki sínu að sinna sínum verkefnum í fjarvinnu. Það er líka umhverfisvænna þar sem það minnkar mengandi ferðalög frá heimili á vinnustað og minnkar álag á vegina og færri bílar á ferð skapa færri umferðateppur. Margir í þessum hópi sækja í sveitirnar. Einkum ef um náttúruunnendur og útivistarfólk er að ræða. Eldri borgarar sem vilja minnka við sig og eiga heimili í sínum kæra bústað. Þessi hópur hefur gjarnan sjálfur byggt bústaðinn og dyttað að í áraraðir. Þegar árin færast yfir vilja þau eiga sitt aðalheimili þar sem því líður best. Í Danmörku er eldri borgurum leift að skrá sig með sitt lögheimili í frístundahúsið sitt. Efnalítið fólk sem ekki ræður við afborgun af himinháum húsnæðislánum eða svimandi háu leiguverði. Stundum er þetta fólk sem hefur lent á örorku vegna sjúkdóma eða slysa og yfirvöld bregðast þeim. Þeim býðst ekki húsnæði í borginni og neyðast til að leita annað. Í bústaðnum búa þau sér síðan sína paradís og heilsan batnar oft í kjölfarið. Fólk sem starfar mikið erlendis og kemur heim í eitt tvö ár og fer svo aftur í önnur verkefni erlendis. Fólk af landsbyggðinni sem þarf að dvelja tímabundið nærri höfuðborginni vegna langvinnra veikinda og/eða meðferða. Eins og sjá má er hópurinn fjölbreyttur. Í sveitirnar kemur nýtt blóð með fjölbreyttan bakgrunn. Sveitirnar taka því vonandi fagnandi. Enda hefur fólksfækkun í sveitum landsins gert að verkum að þjónusta við íbúana hefur versnað síðustu ár vegna fámennis. Það er umhugsunarvert að á meðan sum sveitarfélög berjast um á hæl og hnakka gegn þessum breytingum, þá eru önnur sveitarfélög sem taka þessum íbúum fagnandi. Þar er óskað eftir að þessi hópur fái eðlilega skráningu lögheimilis í sínu húsi, eins og aðrir íbúar. Höfundur er formaður Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Grímsnes- og Grafningshreppur Mest lesið Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Halldór 16.11.2024 Halldór Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Nærsýni afinn og baunabyssan Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Miðflokkurinn hefur lausnir á húsnæðismarkaði Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Skyldan við ungt fólk og framtíðina Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ríkið sviptir 30.400 manns grundvallarréttindum sínum Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Tökum aftur völdin í sjávarútvegi Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Forarpyttur fordómanna – forðumst hann! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Örugg og fagleg lyfjaendurnýjun – hagur sjúklinga Már Egilsson skrifar Skoðun Rangar lögheimilisskráningar og skynsemishyggja Ingibjörg Bernhöft skrifar Skoðun Fjölfræðingur óskar eftir starfi Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Leyfum ungmennum að sofa – hættum að sofa á verðinum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Íslensku menntaverðlaunin og vandi íslenska skólakerfisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Sjá meira
Hvaða fólk er þetta, sem krefst búsetufrelsis? Búsetufrelsi hvað!? Með búsetufrelsi viljum við fá að ráða því hvernig við búum. Hvernig við nýtum fasteignirnar okkar eins og frístundahúsið. Ráða því hvort við búum þar eina og eina helgi. Eða hvort við búum þar 7 mánuði á ári og restina af árinu á Spáni. Eða hvort við búum þar allan ársins hring. Við viljum geta ráðið því hvernig við búum á okkar eignarlandi. Hvort við búum þar í frístundahúsi, íbúðarhúsi, torfhúsi, hjólhýsi eða yurt tjaldi. Um það snýst okkar búsetufrelsi. Fyrir rúmu ári síðan var stofnað félag, Búsetufrelsi. Samtök fólks með búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes – og Grafningshrepps. Nú hefur innviðaráðherra sett saman starfshóp sem virðist stofnaður til höfuðs fólki sem býr á þennan hátt. Svo virðist sem mikil hræðsla hafi gripið um sig hjá sumum sveitarfélögum við búsetufrelsið sem óskað er eftir. Það sem er einkennilegt við þennan gjörning innviðaráðherra, er að þeir sem starfshópurinn á að fjalla um, eiga ekki aðild. Það er ekki lýðræðislegt. Í nútíma stjórnsýslu er reynt gæta vel að þessu. Ekki fjalla um fólk án þess að það fái að koma að vinnunni. ,,Ekkert um okkur, án okkar.“ Þessi hópur sem kýs sem býr í frístundahúsinu sínu, er þó ekkert til að óttast. Hvernig fólk eru þessir bústaðabúar? Allskyns fólk. Rétt eins og í þéttbýlinu býr þversnið af íbúum þessa lands í frístundahúsum. Efnamikið fólk og efnalítið fólk. Íslendingar og útlendingar. Börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir. Sóðar og snyrtimenni. Kjánar og vitringar. Hvers vegna kýs fólk að flytja í sveitina og leggja það á sig að búa í frístundahúsi og fórna þægindunum eins og þeim að geta fengið pakka senda upp að dyrum og sorphirðu? Það er náttúran, friðsældin, fríska loftið og áherslan á önnur gildi sem ýtir fólki af stað í ævintýrið. Stærstu hóparnir eru þessir: Fólk sem kýs hæglætislífsstíl. Þau hafna því að eyða lífinu eins og hamstur á hjóli til að eiga í sig og á. Hafna því að stærstur hluti teknanna fari í húsnæðislán og að lífið gangi út á að vinna sem mest til að geta eignast þak yfir höfuðið. Fólk sem setur heilsuna og lífsgæði í fyrsta sæti. Í dag átta sig flestir á því hversu heilsuspillandi það er að lifa í sífelldri streitu vegna fjárhagsáhyggja. Fólk sem flýr mengun og hávaða höfuðborgarinnar vegna heilsubrests. Í sveitinni er loftið betra, engin mengun frá svifryki eða flugeldum og lítil ljósmengun svo eitthvað sé nefnt. Fuglasöngur í stað hávaða frá umferð bíla, flugvéla eða vegna byggingaframkvæmda. Fjarvinnufólkið. Þeim hefur fjölgað mikið síðustu ár. Einkum í kjölfar Covid. Mörg fyrirtæki bjóða nú starfsfólki sínu að sinna sínum verkefnum í fjarvinnu. Það er líka umhverfisvænna þar sem það minnkar mengandi ferðalög frá heimili á vinnustað og minnkar álag á vegina og færri bílar á ferð skapa færri umferðateppur. Margir í þessum hópi sækja í sveitirnar. Einkum ef um náttúruunnendur og útivistarfólk er að ræða. Eldri borgarar sem vilja minnka við sig og eiga heimili í sínum kæra bústað. Þessi hópur hefur gjarnan sjálfur byggt bústaðinn og dyttað að í áraraðir. Þegar árin færast yfir vilja þau eiga sitt aðalheimili þar sem því líður best. Í Danmörku er eldri borgurum leift að skrá sig með sitt lögheimili í frístundahúsið sitt. Efnalítið fólk sem ekki ræður við afborgun af himinháum húsnæðislánum eða svimandi háu leiguverði. Stundum er þetta fólk sem hefur lent á örorku vegna sjúkdóma eða slysa og yfirvöld bregðast þeim. Þeim býðst ekki húsnæði í borginni og neyðast til að leita annað. Í bústaðnum búa þau sér síðan sína paradís og heilsan batnar oft í kjölfarið. Fólk sem starfar mikið erlendis og kemur heim í eitt tvö ár og fer svo aftur í önnur verkefni erlendis. Fólk af landsbyggðinni sem þarf að dvelja tímabundið nærri höfuðborginni vegna langvinnra veikinda og/eða meðferða. Eins og sjá má er hópurinn fjölbreyttur. Í sveitirnar kemur nýtt blóð með fjölbreyttan bakgrunn. Sveitirnar taka því vonandi fagnandi. Enda hefur fólksfækkun í sveitum landsins gert að verkum að þjónusta við íbúana hefur versnað síðustu ár vegna fámennis. Það er umhugsunarvert að á meðan sum sveitarfélög berjast um á hæl og hnakka gegn þessum breytingum, þá eru önnur sveitarfélög sem taka þessum íbúum fagnandi. Þar er óskað eftir að þessi hópur fái eðlilega skráningu lögheimilis í sínu húsi, eins og aðrir íbúar. Höfundur er formaður Búsetufrelsis, samtaka fólks með fasta búsetu í heilsárshúsi í frístundabyggðum Grímsnes- og Grafningshrepps.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun