Stóðu heiðursvörð um tárvotan Lahoz eftir að hann dæmdi sinn síðasta leik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 5. júní 2023 14:01 Antonio Mateu Lahoz dæmdi sinn síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni í gær. Rafa Babot/Getty Images Það var tilfinningaþrungin stund fyrir dómarann Antonio Mateu Lahoz eftir leik Mallorca og Rayo Vallecano í spænsku úrvalsdeildinni, La Liga, í gær. Lahoz var að dæma sinn síðasta leik í deildinni og leikmenn liðanna stóðu heiðursvörð um dómarann eftir að hann flautaði til leiksloka. Fjölskylda dómarans var mætt á völlinn til að fylgjast með hans síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni. Lahoz lét tilfinningarnar ná yfirhöndinni er hann nálgaðist fjölskyldu sína og leikmenn og áhorfendur fögnuðu honum á leið sinni af vellinum. Legendary Spanish referee Antonio Mateu Lahoz was moved to tears after refereeing his final match in LaLiga 🥺A guard of honour and a celebration with family.#LaLiga #OptusSport pic.twitter.com/onwdwOHeA6— Optus Sport (@OptusSport) June 5, 2023 Þessi 46 ára gamli Spánverji hefur verið dómari að atvinnu frá árinu 1999 og dæmt í efstu deild á Spáni síðan árið 2008. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gefa metfjölda gulra spjalda á HM er hann dæmdi leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum á seinasta heimsmeistaramóti í Katar. Lahoz hefur oft verið gagnrýndur fyrir stíl sinn sem dómari og eins og flestir sem taka að sér starfið hefur hann einnig oft verið umdeildur. Það er þó erfitt að segja að Lahoz hafi ekki átt farsælan feril sem dómari, en hann hefur dæmt á bæði HM og EM, sem og Ólympíuleikunum. Þá dæmdi hann einnig úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2021. Lahoz hefur ekki enn gefið út hvað tekur við nú þegar dómaraferlinum á Spáni er lokið. Hann gæti tekið að sér dómarastarf í annari deild en í heimalandinu þar sem það var ákvörðun spænsku úrvalsdeildarinnar að leggja Lahoz til hliðar fyrir næsta tímabil, en hann hefur einnig gefið í skyn að hann gæti snúið aftur í sitt gamla starf sem íþróttakennari. Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira
Fjölskylda dómarans var mætt á völlinn til að fylgjast með hans síðasta leik í spænsku úrvalsdeildinni. Lahoz lét tilfinningarnar ná yfirhöndinni er hann nálgaðist fjölskyldu sína og leikmenn og áhorfendur fögnuðu honum á leið sinni af vellinum. Legendary Spanish referee Antonio Mateu Lahoz was moved to tears after refereeing his final match in LaLiga 🥺A guard of honour and a celebration with family.#LaLiga #OptusSport pic.twitter.com/onwdwOHeA6— Optus Sport (@OptusSport) June 5, 2023 Þessi 46 ára gamli Spánverji hefur verið dómari að atvinnu frá árinu 1999 og dæmt í efstu deild á Spáni síðan árið 2008. Hann er þó líklega þekktastur fyrir að gefa metfjölda gulra spjalda á HM er hann dæmdi leik Argentínu og Hollands í átta liða úrslitum á seinasta heimsmeistaramóti í Katar. Lahoz hefur oft verið gagnrýndur fyrir stíl sinn sem dómari og eins og flestir sem taka að sér starfið hefur hann einnig oft verið umdeildur. Það er þó erfitt að segja að Lahoz hafi ekki átt farsælan feril sem dómari, en hann hefur dæmt á bæði HM og EM, sem og Ólympíuleikunum. Þá dæmdi hann einnig úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu árið 2021. Lahoz hefur ekki enn gefið út hvað tekur við nú þegar dómaraferlinum á Spáni er lokið. Hann gæti tekið að sér dómarastarf í annari deild en í heimalandinu þar sem það var ákvörðun spænsku úrvalsdeildarinnar að leggja Lahoz til hliðar fyrir næsta tímabil, en hann hefur einnig gefið í skyn að hann gæti snúið aftur í sitt gamla starf sem íþróttakennari.
Spænski boltinn Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Fleiri fréttir Látnir æfa á jóladag Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Sjá meira