Er gjaldmiðill sem sveiflast eins og íslenska veðrið endilega málið? Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar 5. júní 2023 12:00 Öll heimili sem skulda finna fyrir vaxtahækkunum ekki síður en sjálfri verðbólgunni. Það glittir þess vegna í forréttindablindu þegar því er sleppt að tala um þá háu vexti sem heimilin og hluti fyrirtækja í landinu borga. Það speglar veruleika þeirra sem ekki skulda neitt. Frá ríkisstjórninni og álitsgjöfum hennar er sú mantra hins vegna endurtekin aftur og aftur að verðbólga sé ekki aðeins vandamál á Íslandi. Verðbólga er vissulega alþjóðlegt vandamál en hinir ævintýralega háir vextir hérlendis eru aftur á móti innlent vandamál. Stóra lífskjara spurningin er því þessi: hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að kæla svipaða verðbólgu og annars staðar? Áhættufjárfesting að kaupa íbúð Íslenskt lánaumhverfi er eins og happdrætti þar sem heppni og tímasetningar hafa allt að segja um útkomuna. Fasteignakaup á Íslandi eru þar af leiðandi nánast áhættufjárfesting. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við fáránlega erfiðar aðstæður, enda sýna allar kannanir að fólk á leigumarkaði vill ekki vera þar. Sú staða er séríslensk því í nágrannaríkjum okkar velja sér margir að leigja frekar en að kaupa. Á Íslandi borgar fólk hærra hlutfall af tekjum í leigu en af lánum en býr að auki við mun minna öryggi. Staða fólks og fyrirtækja ekki jöfn Í mörgum Evrópulöndum hafa ríkisstjórnir sýnt í verki að þau skilja aðstæður fólks vegna verðbólgunnar. Þau hafa sett fram tillögur til að styðja við almenning sem þarf að glíma við þrefalt lægri vexti en á Íslandi. Í umræðu um þyngri afborganir af lánum þarf sömuleiðis að hafa í huga að þar er staða fólks hvorki jöfn hvað varðar tekjur né um það á hvaða æviskeiði það er statt. Það blasir við að háir vextir eru sérstaklega þungir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur, það fólk sem er í þeim kafla lífsins að lán eru frekar ný á sama tíma og nauðsynleg útgjöld eru hlutfallslega mikil. Það er líka mun erfiðara nú en áður fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð. Ungt fólk í foreldrahúsum á núna lítil tækifæri á að kaupa íbúð ef mamma eða pabbi geta ekki hjálpað til. Baklandið hefur allt um það að segja hver tækifærin eru varðandi það að geta keypt íbúð. Tækifærin í landi tækifæranna eru, þegar betur er að gáð, fyrir þau sem eiga bakland. Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat. Þeir flokkar sem verja óbreytt ástand þurfa að svara því hvers vegna það þykir réttlætanlegt að láta bara hluta samfélagsins taka á sig kostnaðinn af margfalt hærri vaxtahækkunum sem fylgja íslensku krónunni. Þeir flokkar þurfa líka að svara því hvernig íslensk stjórnvöld geta hugsað sér að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á gjaldmiðil sem sveiflast eins og íslenska veðrið með tilheyrandi óvissu, áhættu og kostnaði. Stór hluti fyrirtækja starfar ekki í krónuhagkerfinu heldur getur valið að gera upp í öðrum gjaldmiðli. Það er fullkomlega skiljanlegt að fyrirtækin vilji starfa í öruggara umhverfi, þar sem þau finna t.d. ekki fyrir innlendum vaxtahækkunum núna. Stóra réttlætis spurningin er hins vegar hvers vegna öðrum fyrirtækjum og almenningi bjóðast ekki sömu tækifæri. Þessi innbyggða samkeppnisskekkja veldur því að hluti atvinnulífsins starfar í hagstæðara lánaumhverfi en annar hluti er í hinu íslenska lánaumhverfi. Sársaukafullar vaxtahækkanir núna bitna þess vegna mjög misjafnlega á fólki og fyrirtækjum. Og það er á engan hátt birtingarmynd þess að samfélagið allt sé að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Óbreytt staða hvað varðar gjaldmiðil þýðir áfram að tækifærin verða ekki jöfn. Að það er ekki jafnt gefið. Umræða um húsnæðislán, verðbólgu og vexti í leikkerfi íslensku krónunnar snýst um jöfn tækifæri og um réttlæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Viðreisn Íslenska krónan Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Öll heimili sem skulda finna fyrir vaxtahækkunum ekki síður en sjálfri verðbólgunni. Það glittir þess vegna í forréttindablindu þegar því er sleppt að tala um þá háu vexti sem heimilin og hluti fyrirtækja í landinu borga. Það speglar veruleika þeirra sem ekki skulda neitt. Frá ríkisstjórninni og álitsgjöfum hennar er sú mantra hins vegna endurtekin aftur og aftur að verðbólga sé ekki aðeins vandamál á Íslandi. Verðbólga er vissulega alþjóðlegt vandamál en hinir ævintýralega háir vextir hérlendis eru aftur á móti innlent vandamál. Stóra lífskjara spurningin er því þessi: hvers vegna þarf margfalt hærri vexti á Íslandi til að kæla svipaða verðbólgu og annars staðar? Áhættufjárfesting að kaupa íbúð Íslenskt lánaumhverfi er eins og happdrætti þar sem heppni og tímasetningar hafa allt að segja um útkomuna. Fasteignakaup á Íslandi eru þar af leiðandi nánast áhættufjárfesting. Fólk á íslenskum leigumarkaði býr við fáránlega erfiðar aðstæður, enda sýna allar kannanir að fólk á leigumarkaði vill ekki vera þar. Sú staða er séríslensk því í nágrannaríkjum okkar velja sér margir að leigja frekar en að kaupa. Á Íslandi borgar fólk hærra hlutfall af tekjum í leigu en af lánum en býr að auki við mun minna öryggi. Staða fólks og fyrirtækja ekki jöfn Í mörgum Evrópulöndum hafa ríkisstjórnir sýnt í verki að þau skilja aðstæður fólks vegna verðbólgunnar. Þau hafa sett fram tillögur til að styðja við almenning sem þarf að glíma við þrefalt lægri vexti en á Íslandi. Í umræðu um þyngri afborganir af lánum þarf sömuleiðis að hafa í huga að þar er staða fólks hvorki jöfn hvað varðar tekjur né um það á hvaða æviskeiði það er statt. Það blasir við að háir vextir eru sérstaklega þungir fyrir ungt fólk og barnafjölskyldur, það fólk sem er í þeim kafla lífsins að lán eru frekar ný á sama tíma og nauðsynleg útgjöld eru hlutfallslega mikil. Það er líka mun erfiðara nú en áður fyrir ungt fólk að kaupa fyrstu íbúð. Ungt fólk í foreldrahúsum á núna lítil tækifæri á að kaupa íbúð ef mamma eða pabbi geta ekki hjálpað til. Baklandið hefur allt um það að segja hver tækifærin eru varðandi það að geta keypt íbúð. Tækifærin í landi tækifæranna eru, þegar betur er að gáð, fyrir þau sem eiga bakland. Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat Val á gjaldmiðli speglar hagsmunamat. Þeir flokkar sem verja óbreytt ástand þurfa að svara því hvers vegna það þykir réttlætanlegt að láta bara hluta samfélagsins taka á sig kostnaðinn af margfalt hærri vaxtahækkunum sem fylgja íslensku krónunni. Þeir flokkar þurfa líka að svara því hvernig íslensk stjórnvöld geta hugsað sér að bjóða fólki og fyrirtækjum upp á gjaldmiðil sem sveiflast eins og íslenska veðrið með tilheyrandi óvissu, áhættu og kostnaði. Stór hluti fyrirtækja starfar ekki í krónuhagkerfinu heldur getur valið að gera upp í öðrum gjaldmiðli. Það er fullkomlega skiljanlegt að fyrirtækin vilji starfa í öruggara umhverfi, þar sem þau finna t.d. ekki fyrir innlendum vaxtahækkunum núna. Stóra réttlætis spurningin er hins vegar hvers vegna öðrum fyrirtækjum og almenningi bjóðast ekki sömu tækifæri. Þessi innbyggða samkeppnisskekkja veldur því að hluti atvinnulífsins starfar í hagstæðara lánaumhverfi en annar hluti er í hinu íslenska lánaumhverfi. Sársaukafullar vaxtahækkanir núna bitna þess vegna mjög misjafnlega á fólki og fyrirtækjum. Og það er á engan hátt birtingarmynd þess að samfélagið allt sé að taka á sig afleiðingar verðbólgunnar. Óbreytt staða hvað varðar gjaldmiðil þýðir áfram að tækifærin verða ekki jöfn. Að það er ekki jafnt gefið. Umræða um húsnæðislán, verðbólgu og vexti í leikkerfi íslensku krónunnar snýst um jöfn tækifæri og um réttlæti. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar