Vann LPGA-mót níu dögum eftir að hún varð atvinnumaður Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. júní 2023 11:00 Rose Zhang með bikarinn sem hún fékk fyrir að vinna Mizuho Americas Open. getty/Elsa Rose Zhang hrósaði sigri á Mizuho Americas Open, hennar fyrsta móti á atvinnumannaferlinum. Mótið er hluti af LPGA-mótaröðinni í golfi. Aðeins níu dagar eru síðan Zhang varð atvinnumaður í golfi og hún var ekki lengi að láta að sér kveða. Hún vann nefnilega Mizuho Americas Open eftir að hafa haft betur gegn Jennifer Kupcho í bráðabana. Báðar léku þær á níu höggum undir pari á mótinu. „Hvað er að gerast? Ég trúi þessu ekki,“ sagði Zhang sem fékk þátttökurétt á Mizuho Americas Open í gegnum styrktaraðila. „Að verða atvinnumaður og koma hingað og vinna er bara æðislegt. Ég hef notið ferðalagsins,“ bætti við hin tvítuga Zhang við. Hún fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn á mótinu á 18. holu en fékk skolla þar. Því réðust úrslitin í bráðabana þar sem Zhang varð hlutskarpari. Zhang er fyrsta konan sem vinnur mót á frumraun sinni á LPGA-mótaröðinni í 72 ár, eða síðan Beverly Hanson afrekaði það 1951. Golf Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Aðeins níu dagar eru síðan Zhang varð atvinnumaður í golfi og hún var ekki lengi að láta að sér kveða. Hún vann nefnilega Mizuho Americas Open eftir að hafa haft betur gegn Jennifer Kupcho í bráðabana. Báðar léku þær á níu höggum undir pari á mótinu. „Hvað er að gerast? Ég trúi þessu ekki,“ sagði Zhang sem fékk þátttökurétt á Mizuho Americas Open í gegnum styrktaraðila. „Að verða atvinnumaður og koma hingað og vinna er bara æðislegt. Ég hef notið ferðalagsins,“ bætti við hin tvítuga Zhang við. Hún fékk tækifæri til að tryggja sér sigurinn á mótinu á 18. holu en fékk skolla þar. Því réðust úrslitin í bráðabana þar sem Zhang varð hlutskarpari. Zhang er fyrsta konan sem vinnur mót á frumraun sinni á LPGA-mótaröðinni í 72 ár, eða síðan Beverly Hanson afrekaði það 1951.
Golf Mest lesið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Íslenski boltinn Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Íslenski boltinn Fjórtán ára stúlka í langt bann fyrir að dópa Sport Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Handbolti Kennir sjálfum sér um uppsögnina Enski boltinn Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Enski boltinn Tyson æfir á sveppum og ætlar að taka ofskynjunarlyf fyrir bardagann Sport Hannes í leyfi Körfubolti Fólk gapir vestanhafs eftir ótrúleg tilþrif Sport Annar heimsmeistaratitill Norður-Kóreu á sex vikum Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira