Hugarafl 20 ára Eymundur Eymundsson skrifar 5. júní 2023 09:00 Hugarafl grasrótarsamtōk í Reykjavík voru stofnuð af einum fagmanni og fjórum notendum af geðheilbrigðisþjónustu 5.júní 2003 og fagna því 20 ára afmæli nú um þessar mundir. Ég var svo heppinn að mér var bent á Hugarafl þegar ég var á leið í nám suður yfir heiðar frá Akureyri haustið 2009. Eftir að hafa lesið mér til um Hugarafl leist mér vel á hugmyndafræðina að hver og einn kæmi á sínum forsendum og hafi rōdd þar sem unnið væri með bata- og valdeflingarmódel á jafningjagrunni. Það skiptir máli að notendur hafi rōdd og tækifæri til að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Við hōfum nefnilega ōll styrkleika sem okkur langar að nýta til góðs til eignast betra líf og líf þeirra sem eru í kringum okkur sem skapar verðmæti fyrir samfélagið í stað afleiðinga. Þannig að eftir minn lestur ákvað ég að skoða þegar ég kæmi til Reykjavíkur í nám um haustið 2009 hvort Hugarafl væri eitthvað fyrir mig? En samt eftir að hafa farið tvisvar á geðsvið Reykjalundar, fjórar vikur á geðdeild Akureyri og í félagskvíðahóp, samtalsmeðferð með heimilislækni, útskrifast úr Starfsendurhæfingu Norðurlands, tvisvar á Heilsustofnun í Hveragerði og í áfengismeðferð hugsaði ég með mér nei ég er ekki svona geðveikur eins og fólkið í Hugarafli. Eigin fordómar þótt ég hafði unnið mikið í sjálfum mér á fjórum árum eins og upptalningin mín segir til um frá 2005. En ég fór sem betur fer í Hugarafl haustið 2009 þar sem mér var vel tekið og ég gerði mér grein fyrir að það tekur tíma að vinna með eigin fordóma sem samfélagið,kerfið ,bíómyndir og fjōlmiðlar hōfðu skapað vegna skorts á þekkingu. Ég var í rúm þrjú ár í Hugarafli þar sem ég vann mikið í sjálfum mér og fékk ómetanlegan stuðning frá fagfólki og notendum Hugarafls og tókst á við ýmis verkefni og notaði þau verkfæri sem mér var gefið. Eftir rúm þrjú ár flutti ég svo til Akureyrar þar sem ég kom inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem hōfðu áhuga á að starta með sōmu hugmyndafræði og Hugarafl, bata- og valdeflingu á jafningjagrunni. Það þarf nefnilega ekki alltaf að finna upp hjólið þannig að við leituðum til smiðju Hugarafls og þar fengum við reynslu sem hjálpaði til við að stofna Grófina geðrækt (geðverndarmiðstōð) á Akureyri 10.október 2013. Grófin geðrækt hefur sýnt sitt gildi og samvinna við Hugarafl á þátt í því að vel tókst til og ómetanleg. Raddir og reynsla notenda í geðheilbrigðisþjónustu eru verðmæti og það skiptir máli að hafa mismunandi úrræði fyrir fólkið í landinu sem þarf á hjálp að halda. Innilegar hamingjuóskir með 20 árin Hugarafl og bestu þakkir fyrir allt! Höfundur er ráðgjafi og félagsliði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Mest lesið Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hugarafl grasrótarsamtōk í Reykjavík voru stofnuð af einum fagmanni og fjórum notendum af geðheilbrigðisþjónustu 5.júní 2003 og fagna því 20 ára afmæli nú um þessar mundir. Ég var svo heppinn að mér var bent á Hugarafl þegar ég var á leið í nám suður yfir heiðar frá Akureyri haustið 2009. Eftir að hafa lesið mér til um Hugarafl leist mér vel á hugmyndafræðina að hver og einn kæmi á sínum forsendum og hafi rōdd þar sem unnið væri með bata- og valdeflingarmódel á jafningjagrunni. Það skiptir máli að notendur hafi rōdd og tækifæri til að vinna í sjálfum sér á jafningjagrunni. Við hōfum nefnilega ōll styrkleika sem okkur langar að nýta til góðs til eignast betra líf og líf þeirra sem eru í kringum okkur sem skapar verðmæti fyrir samfélagið í stað afleiðinga. Þannig að eftir minn lestur ákvað ég að skoða þegar ég kæmi til Reykjavíkur í nám um haustið 2009 hvort Hugarafl væri eitthvað fyrir mig? En samt eftir að hafa farið tvisvar á geðsvið Reykjalundar, fjórar vikur á geðdeild Akureyri og í félagskvíðahóp, samtalsmeðferð með heimilislækni, útskrifast úr Starfsendurhæfingu Norðurlands, tvisvar á Heilsustofnun í Hveragerði og í áfengismeðferð hugsaði ég með mér nei ég er ekki svona geðveikur eins og fólkið í Hugarafli. Eigin fordómar þótt ég hafði unnið mikið í sjálfum mér á fjórum árum eins og upptalningin mín segir til um frá 2005. En ég fór sem betur fer í Hugarafl haustið 2009 þar sem mér var vel tekið og ég gerði mér grein fyrir að það tekur tíma að vinna með eigin fordóma sem samfélagið,kerfið ,bíómyndir og fjōlmiðlar hōfðu skapað vegna skorts á þekkingu. Ég var í rúm þrjú ár í Hugarafli þar sem ég vann mikið í sjálfum mér og fékk ómetanlegan stuðning frá fagfólki og notendum Hugarafls og tókst á við ýmis verkefni og notaði þau verkfæri sem mér var gefið. Eftir rúm þrjú ár flutti ég svo til Akureyrar þar sem ég kom inn í grasrótarhóp fagmanna og notenda sem hōfðu áhuga á að starta með sōmu hugmyndafræði og Hugarafl, bata- og valdeflingu á jafningjagrunni. Það þarf nefnilega ekki alltaf að finna upp hjólið þannig að við leituðum til smiðju Hugarafls og þar fengum við reynslu sem hjálpaði til við að stofna Grófina geðrækt (geðverndarmiðstōð) á Akureyri 10.október 2013. Grófin geðrækt hefur sýnt sitt gildi og samvinna við Hugarafl á þátt í því að vel tókst til og ómetanleg. Raddir og reynsla notenda í geðheilbrigðisþjónustu eru verðmæti og það skiptir máli að hafa mismunandi úrræði fyrir fólkið í landinu sem þarf á hjálp að halda. Innilegar hamingjuóskir með 20 árin Hugarafl og bestu þakkir fyrir allt! Höfundur er ráðgjafi og félagsliði.
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun