Nýtur náttúran verndar í Reykjavík? Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar 5. júní 2023 08:00 Áform meirihlutans í Reykjavík um Nýja Skerjafjörð hafa verið til umræðu að undanförnu en það er stefna vinstri meirihlutans í borginni að eyða óraskaðri fjöru í Skerjafirði þvert á varnaðarorð ýmissa aðila s.s. Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Ljóst er að hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Líffræðileg fjölbreytni, leirur og fjörulíf verða fyrir óafturkræfum skaða og ljóst að náttúran er ekki látin njóta vafans. Græn svæði víkja í Reykjavík Helsta kosningamál Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosningum fyrir hartnær 50 árum var Græna byltingin þar sem lofað var grænum svæðum innan borgarinnar og blárri byltingu til að vernda lax og silungaveiði. Sem betur fer hefur borgin haldið í flest þessi svæði en á síðari árum hefur orðið sú stefnubreyting hjá borgaryfirvöldum að grænu svæðin eiga að víkja fyrir byggð. Þar má nefna Elliðaárdalinn, Laugardalinn, áætlanir í Grafarvogi og áform um stórfellt byggingarmagn og landfyllingu í Skerjafirði. Viljum við höfuðstöðvar Landssímans og bíó í Laugardalinn? Ég veit að þetta hljómar fáránlega. En það var hér vinstri meirihluti í borginni sem ætlaði í alvöru að gera nákvæmlega það. Nánar tiltekið árið 1999. Eftir mikil mótmæli sáu borgaryfirvöld að sér og hættu við að byggja 37.000 fm. byggingar í Laugardal og fórna þar með einu mikilvægasta græna svæðinu í borginni. Það var vel gert að skipta um skoðun þá. Hvað gerir vinstri meirihlutinn núna? Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðlaugur Þór Þórðarson Reykjavík Umhverfismál Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Áform meirihlutans í Reykjavík um Nýja Skerjafjörð hafa verið til umræðu að undanförnu en það er stefna vinstri meirihlutans í borginni að eyða óraskaðri fjöru í Skerjafirði þvert á varnaðarorð ýmissa aðila s.s. Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar. Ljóst er að hér er í uppsiglingu eitt stærsta umhverfisslys okkar tíma á höfuðborgarsvæðinu. Líffræðileg fjölbreytni, leirur og fjörulíf verða fyrir óafturkræfum skaða og ljóst að náttúran er ekki látin njóta vafans. Græn svæði víkja í Reykjavík Helsta kosningamál Sjálfstæðismanna í sveitarstjórnarkosningum fyrir hartnær 50 árum var Græna byltingin þar sem lofað var grænum svæðum innan borgarinnar og blárri byltingu til að vernda lax og silungaveiði. Sem betur fer hefur borgin haldið í flest þessi svæði en á síðari árum hefur orðið sú stefnubreyting hjá borgaryfirvöldum að grænu svæðin eiga að víkja fyrir byggð. Þar má nefna Elliðaárdalinn, Laugardalinn, áætlanir í Grafarvogi og áform um stórfellt byggingarmagn og landfyllingu í Skerjafirði. Viljum við höfuðstöðvar Landssímans og bíó í Laugardalinn? Ég veit að þetta hljómar fáránlega. En það var hér vinstri meirihluti í borginni sem ætlaði í alvöru að gera nákvæmlega það. Nánar tiltekið árið 1999. Eftir mikil mótmæli sáu borgaryfirvöld að sér og hættu við að byggja 37.000 fm. byggingar í Laugardal og fórna þar með einu mikilvægasta græna svæðinu í borginni. Það var vel gert að skipta um skoðun þá. Hvað gerir vinstri meirihlutinn núna? Höfundur er umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar