Þríburakrílin komin með nöfn Íris Hauksdóttir skrifar 3. júní 2023 18:13 Rannveig Hildur og Hallgrímur eignuðust þríbura nú um páskana en fyrir átti parið tvær dætur undir fimm ára aldri. aðsend. Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur Andri Ingvarsson eignuðust nýverið þríbura en fyrir átti parið tvær dætur á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan stækkaði því fljótt en nú hafa yngstu meðlimirnir fengið nöfnin sín við fallega athöfn fyrr í dag. Rannveig Hildur tjáði sig í einlægu viðtali fyrir skömmu um líðan sína á meðgöngunni sem og á fyrstu vikum sængurlegunnar með börnin fimm sem braggast vel. Þríburakrílin dafnast vel.aðsend. Yngstu krílin þrjú fengu nöfnin sín í dag við fallega athöfn sem haldin var á heimilinu. Fyrir átti parið dæturnar Kristínu og Margréti sem hjálpa mikið til með umönnun litlu systkina sinna.aðsend. Helena Þóra, Ingvar Andri og Hafdís Gyða urðu fyrir valinu en eldri dæturnar tvær, Kristín María og Margrét Klara voru kampakátar við athöfnina. Skírnarveislan var haldin við hátíðlega athöfn þar sem nöfn þríburanna voru afhjúpuð.aðsend. „Samtals erum við núna búin að setja saman tíu nöfn sem er magnað,“ segir Rannveig Hildur því öll bera börnin tvö nöfn. Fæst þeirra eru samin út í bláin. „Einkasonurinn fékk nafn pabba síns að hluta til en hann heitir Hallgrímur Andri Ingvarsson - sá litli Ingvar Andri. Stelpurnar heita svo Hafdís Gyða, seinna nafnið eftir móður minni, Gyðu og Helena Þóra, seinna nafn eftir ömmu Hallgríms, en Helena og Hafdís eru bæði nöfn sem við völdum út í loftið,“ segir Rannveig Hildur brosandi að lokum. Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01 Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36 Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Sjá meira
Rannveig Hildur tjáði sig í einlægu viðtali fyrir skömmu um líðan sína á meðgöngunni sem og á fyrstu vikum sængurlegunnar með börnin fimm sem braggast vel. Þríburakrílin dafnast vel.aðsend. Yngstu krílin þrjú fengu nöfnin sín í dag við fallega athöfn sem haldin var á heimilinu. Fyrir átti parið dæturnar Kristínu og Margréti sem hjálpa mikið til með umönnun litlu systkina sinna.aðsend. Helena Þóra, Ingvar Andri og Hafdís Gyða urðu fyrir valinu en eldri dæturnar tvær, Kristín María og Margrét Klara voru kampakátar við athöfnina. Skírnarveislan var haldin við hátíðlega athöfn þar sem nöfn þríburanna voru afhjúpuð.aðsend. „Samtals erum við núna búin að setja saman tíu nöfn sem er magnað,“ segir Rannveig Hildur því öll bera börnin tvö nöfn. Fæst þeirra eru samin út í bláin. „Einkasonurinn fékk nafn pabba síns að hluta til en hann heitir Hallgrímur Andri Ingvarsson - sá litli Ingvar Andri. Stelpurnar heita svo Hafdís Gyða, seinna nafnið eftir móður minni, Gyðu og Helena Þóra, seinna nafn eftir ömmu Hallgríms, en Helena og Hafdís eru bæði nöfn sem við völdum út í loftið,“ segir Rannveig Hildur brosandi að lokum.
Móðurmál Börn og uppeldi Tengdar fréttir Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01 Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36 Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58 Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Lífið Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Lífið Getuleysi á stóra sviðinu Gagnrýni Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fleiri fréttir Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Sjá meira
Undir lokin var líkaminn alveg búinn að gefast upp Þau Rannveig Hildur Guðmundsdóttir og Hallgrímur A. Ingvarsson eignuðust þríbura síðastliðinn skírdag en fyrir á parið tvö börn á aldrinum tveggja til fimm ára. Fjölskyldan fór því fljótt úr vísitölustærð í heldur fjölmennari tölu og segist Rannveig Hildur helst hafa fengið áhyggjur af bílamálum. 9. maí 2023 07:01
Þrennir þríburar fæddust um páskana Þrennir þríburar fæddust á fæðingardeild Landspítalans um páskana í ár. Tvö ár eru frá því að þríburar fæddust hér á landi. Frá árinu 2006 hafa átján þríburafæðingar orðið á Íslandi, að meðaltali ein á ári. 20. apríl 2023 22:36
Þrennir þríburar á einni viku mögulega heimsmet Snjólaug Sveinsdóttir nýburalæknir á vökudeild Landspítala segir að fæðing þrennra þríbura á Landspítala um páskana gæti verið heimsmet. Hún fagnar tíðindunum en segist ekki vita af fleiri væntanlegum þríburafæðingum hér á landi. 21. apríl 2023 19:58