Handbolti

„Ég veit alveg hvar hann á heima“

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Erlingur Birgir Richardsson með markvörðum sínum Petar Jokanovic og Pavel Miskevich.
Erlingur Birgir Richardsson með markvörðum sínum Petar Jokanovic og Pavel Miskevich. Vísir/Vilhelm

Það er ekki á hverjum degi sem fráfarandi og verðandi þjálfari Íslandsmeistaraliðs eru báðir í viðtali á sama tíma en það gerðist í Seinni bylgjunni eftir oddaleik ÍBV og Hauka.

Erlingur Birgir Richardsson gerði ÍBV að Íslandsmeisturum á sínu síðasta ári með liðið en aðstoðarmaður hans, Magnús Stefánsson, mun taka við liðinu í sumar.

Erlingur og Magnús mættu í Seinni bylgju settið eftir sigurinn og fyrsta Íslandsmeistaratitil ÍBV í fimm ár.

„Þetta var mikill léttir og það er það sem stendur upp úr núna að maður er feginn að þetta skuli vera búið,“ sagði Erlingur Birgir Richardsson.

Vísir/Anton

En hvernig var fyrir Magnús að vinna með Erlingi þetta tímabilið vitandi það að hann væri sjálfur að fara að taka við Eyjaliðinu?

„Það er búið að vera frábært. Þetta er þvílíkur viskubrunnur og ég hef reynt að plokka eins mikið frá honum og hægt er. Ég veit alveg hvar hann á heima þannig að hann kemst ekkert langt í burtu þegar manni vantar góð ráð,“ sagði Magnús Stefánsson.

ÍBV komst í 2-0 í einvíginu en missti það síðan niður í oddaleik.

„Auðvitað hefur maður áhyggjur þegar maður tapar leikjum. Við vorum að vinna okkur í stöður í leikjunum sem við töpuðum og þess vegna var líka svolítið erfitt að átta sig á því hvað var að klikka,“ sagði Erlingur.

„Vissulega fer um mann en þess á heldur þá þurfum við þjálfararnir að bregðast við. Magnús er búinn að vinna mikla vinnu í úrslitakeppninni og það hefur hjálpað gífurlega mikið,“ sagði Erlingur.

Erlingur og Magnús ræddu málin og Erlingur sagði meðal annars frá því að hann fór í golf á leikdegi.

Það má finna allt spjallið þeirra hér fyrir neðan.

Klippa: Seinni bylgjan: Viðtal við þjálfara ÍBV eftir að titilinn var í höfn

Tengdar fréttir

Ísak og Róbert: Sástu þetta rugl?

Ísak Rafnsson og Róbert Sigurðaron hafa myndað frábært varnarpar í vörn Íslandsmeistaraliðs ÍBV í vetur. Róbert heldur í atvinnumennsku í sumar og segir frábært að kveðja á þessum nótum.

Twitter eftir sigur ÍBV: Sturluð rimma

Eins og vanalega hafði fólk ýmislegt að segja á Twitter þegar ÍBV tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handknattleik í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×