Hafa BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn öll rangt fyrir sér? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar 2. júní 2023 07:01 Undanfarið hafa Samtök iðnaðarins (SI) farið mikinn í fjölmiðlum um meinta bága stöðu í byggingariðnaði. Er spjótunum helst beint að lækkun á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts til byggingaraðila í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þessi vegferð verður að teljast eðlilegt viðbragð af hálfu SI enda töluverðir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Námu endurgreiðslur til byggingaraðila ásamt COVID-útvíkkunum t.a.m. alls um 70 milljörðum króna á árunum 2015-2021. Sitt sýnist þó hverjum um aðferðafræðina. Samtökin hafa dregið trúverðugleika BHM og fjármálaráðuneytisins í efa opinberlega og sagt að lækkun endurgreiðslna verði að fullu velt út í verðlag húsnæðis. BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn eiga það nefnilega sameiginlegt að hafa fjallað um mikla framlegð í byggingariðnaði undanfarið. Greining sem SI telur ranga eins og kom fram í Viðskiptablaðinu síðustu helgi undir yfirskriftinni „Fjármálaráðuneytið falli í sömu gildru og BHM“.Þessari fullyrðingu hafnar BHM alfarið. Framlegð af sölu húsnæðis er með hæsta móti nú um stundir Í umsögn BHM, í greiningu BHM, í riti fjármálastöðugleikanefndar og í grein fjármálaráðherra í Morgunblaðinu er fjallað um framlegð af sölu nýbygginga með samanburði verðvísitalna og byggingavísitölu. Ályktun allra aðila er á sömu leið. Framlegð af sölu nýbygginga og arðsemi hefur verið með hæsta móti í sögulegu tilliti. SI hafa hins vegar réttilega bent á að skekkja er í mælingu verðþátta í byggingarvísitölunni og því sé óvissa í matinu. Raunar kveða samtökin fastar að orði en svo og segja ályktanir BHM, fjármálaráðuneytis og Seðlabankans rangar og ómarktæktar fyrir vikið. Verður það að teljast afar ólíklegt enda er skekkja í mælingu byggingarvísitölunnar nokkuð samkvæm yfir tíma. Ályktunin um mikla arðsemi í sögulegu tilliti og breytingu í arðsemi milli tímabila er því líklega rétt. Í grein fjármálaráðherra var leiðrétt að hluta fyrir þessari skekkju með því að bæta fjármagnskostnaði við. Það bendir til að arðsemi af sölu nýbygginga hafi verið hlutfallslega meiri síðustu tvö ár samanborið við fyrri ár, vegna lágs vaxtastigs í sögulegu tilliti. SI hafa aftur á móti bent á að hagnaður sem hlutfall af veltu sé ekki óeðlilega mikill í sögulegu samhengi. Sá mælikvarði á arðsemi og framlegð er þó líklega bjagaður nú um stundir vegna mikilla umsvifa í uppbyggingu húsnæðis. Byggingaiðnaður hefur verið nær þrefalt arðbærari en aðrar greinar Á árunum 2015-2021 var arðsemi eigin fjár í byggingariðnaði nær þreföld á við aðrar greinar viðskiptahagkerfisins eða 26% á ársgrundvelli að meðaltali samanborið við 10% í öðrum greinum. Samkvæmt framleiðsluuppgjöri Hagstofu Íslands var rekstrarafgangur í greininni nær 80 milljarðar króna á árinu 2022 og hafði aukist um 40% frá árinu 2021. Velta í byggingu húsnæðis jókst jafnframt um 40% á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2023 samanborið við 2022. Hlutfall lausra starfa bendir þá til að byggingaiðnaður sé sú grein sem býr við hvað mesta framleiðsluspennu af öllum atvinnugreinum. Við þessar aðstæður er fyrirséð að skattalegar ívilnanir tilfærist hlutfallslega mikið í hagnað greinarinnar og hafi hverfandi áhrif á umsvif eða verðlagningu til kaupenda. Velta má fyrir sér hvort niðurgreiðsla virðisaukaskatts sé réttlætanleg ráðstöfun á skattfé almennings við þessar aðstæður. Um þetta var ítarlega fjallað í minnisblaði fjármálaráðuneytisins til efnahags- og viðskiptanefndar. Pólítískur ómöguleiki ríkisstjórnarinnar Gangi hagvaxtarspár fyrir árið 2023 og 2024 eftir mun hagvöxtur verða nær þrisvar sinnum meiri en á evrusvæðinu. Veigamiklar þensluaukandi ráðstafanir í ríkisfjármálum munu verða verðbólguvaldandi við þessar aðstæður. Ríkisstjórnin þarf að beita opinberum fjármálum markvisst en það mun reynast flókið mál á verðbólgutímum. Frá verkalýðshreyfingunni heyrist nú ákall um aukna tekjuöflun á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna skal varinn. Frá atvinnulífinu heyrist krafa um niðurskurð en almenningur kallar eftir varðveislu velferðarkerfisins. Veigamiklar ráðstafanir á tekju- og gjaldahlið eru pólítiskur ómöguleiki við þessar aðstæður enda fyrirséð að þær kosti skerðingu í kaupmætti ráðstöfunartekna til skamms tíma. Eitthvað þarf þó að gefa eftir og í ljósi þess hefur BHM lagt til að dregið sé úr stuðningi við atvinnugreinar í þenslu. Er það sársaukaminni leið en flestar. Stóri vandinn á húsnæðismarkaði er fólksfjölgunin Að mati BHM skal aðeins beita ívilnunum í skattkerfinu ef ábati skattgreiðenda er meiri en kostnaður. Það getur átt við þegar þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein getur ekki starfað við markaðsforsendur, við aðstæður markaðsbrests. Ekki er að sjá að þessar aðstæður eigi við nú um stundir í byggingariðnaði. Aðfluttir umfram brottflutta voru 10 þúsund á síðasta ári og ekkert lát virðist vera á innflutningi vinnuafls. Haldi þessi ósjálfbæra fólksfjöldaþróun áfram verður skortur á húsnæði viðvarandi vandamál framvegis og arðsemi í byggingariðnaði há. Þetta er stóri vandinn fram undan. Hann verður aðeins leystur með fjölþættum aðgerðum á framboðs- og eftirspurnarhlið og með mótun atvinnustefnu. Skattalegar ívilnanir sem eingöngu fita fyrirtæki í fákeppnisstöðu munu duga skammt þó svo þær geti verið hluti af lausninni við ákveðin skilyrði. Höfundur er hagfræðingur BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Iðkum nægjusemi, nýtum náttúruna Borghildur Gunnarsdóttir,Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hægt með krónunni? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hafa Samtök iðnaðarins (SI) farið mikinn í fjölmiðlum um meinta bága stöðu í byggingariðnaði. Er spjótunum helst beint að lækkun á endurgreiðsluhlutfalli virðisaukaskatts til byggingaraðila í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar. Þessi vegferð verður að teljast eðlilegt viðbragð af hálfu SI enda töluverðir fjárhagslegir hagsmunir í húfi. Námu endurgreiðslur til byggingaraðila ásamt COVID-útvíkkunum t.a.m. alls um 70 milljörðum króna á árunum 2015-2021. Sitt sýnist þó hverjum um aðferðafræðina. Samtökin hafa dregið trúverðugleika BHM og fjármálaráðuneytisins í efa opinberlega og sagt að lækkun endurgreiðslna verði að fullu velt út í verðlag húsnæðis. BHM, fjármálaráðuneytið og Seðlabankinn eiga það nefnilega sameiginlegt að hafa fjallað um mikla framlegð í byggingariðnaði undanfarið. Greining sem SI telur ranga eins og kom fram í Viðskiptablaðinu síðustu helgi undir yfirskriftinni „Fjármálaráðuneytið falli í sömu gildru og BHM“.Þessari fullyrðingu hafnar BHM alfarið. Framlegð af sölu húsnæðis er með hæsta móti nú um stundir Í umsögn BHM, í greiningu BHM, í riti fjármálastöðugleikanefndar og í grein fjármálaráðherra í Morgunblaðinu er fjallað um framlegð af sölu nýbygginga með samanburði verðvísitalna og byggingavísitölu. Ályktun allra aðila er á sömu leið. Framlegð af sölu nýbygginga og arðsemi hefur verið með hæsta móti í sögulegu tilliti. SI hafa hins vegar réttilega bent á að skekkja er í mælingu verðþátta í byggingarvísitölunni og því sé óvissa í matinu. Raunar kveða samtökin fastar að orði en svo og segja ályktanir BHM, fjármálaráðuneytis og Seðlabankans rangar og ómarktæktar fyrir vikið. Verður það að teljast afar ólíklegt enda er skekkja í mælingu byggingarvísitölunnar nokkuð samkvæm yfir tíma. Ályktunin um mikla arðsemi í sögulegu tilliti og breytingu í arðsemi milli tímabila er því líklega rétt. Í grein fjármálaráðherra var leiðrétt að hluta fyrir þessari skekkju með því að bæta fjármagnskostnaði við. Það bendir til að arðsemi af sölu nýbygginga hafi verið hlutfallslega meiri síðustu tvö ár samanborið við fyrri ár, vegna lágs vaxtastigs í sögulegu tilliti. SI hafa aftur á móti bent á að hagnaður sem hlutfall af veltu sé ekki óeðlilega mikill í sögulegu samhengi. Sá mælikvarði á arðsemi og framlegð er þó líklega bjagaður nú um stundir vegna mikilla umsvifa í uppbyggingu húsnæðis. Byggingaiðnaður hefur verið nær þrefalt arðbærari en aðrar greinar Á árunum 2015-2021 var arðsemi eigin fjár í byggingariðnaði nær þreföld á við aðrar greinar viðskiptahagkerfisins eða 26% á ársgrundvelli að meðaltali samanborið við 10% í öðrum greinum. Samkvæmt framleiðsluuppgjöri Hagstofu Íslands var rekstrarafgangur í greininni nær 80 milljarðar króna á árinu 2022 og hafði aukist um 40% frá árinu 2021. Velta í byggingu húsnæðis jókst jafnframt um 40% á fyrstu tveimur mánuðum ársins 2023 samanborið við 2022. Hlutfall lausra starfa bendir þá til að byggingaiðnaður sé sú grein sem býr við hvað mesta framleiðsluspennu af öllum atvinnugreinum. Við þessar aðstæður er fyrirséð að skattalegar ívilnanir tilfærist hlutfallslega mikið í hagnað greinarinnar og hafi hverfandi áhrif á umsvif eða verðlagningu til kaupenda. Velta má fyrir sér hvort niðurgreiðsla virðisaukaskatts sé réttlætanleg ráðstöfun á skattfé almennings við þessar aðstæður. Um þetta var ítarlega fjallað í minnisblaði fjármálaráðuneytisins til efnahags- og viðskiptanefndar. Pólítískur ómöguleiki ríkisstjórnarinnar Gangi hagvaxtarspár fyrir árið 2023 og 2024 eftir mun hagvöxtur verða nær þrisvar sinnum meiri en á evrusvæðinu. Veigamiklar þensluaukandi ráðstafanir í ríkisfjármálum munu verða verðbólguvaldandi við þessar aðstæður. Ríkisstjórnin þarf að beita opinberum fjármálum markvisst en það mun reynast flókið mál á verðbólgutímum. Frá verkalýðshreyfingunni heyrist nú ákall um aukna tekjuöflun á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna skal varinn. Frá atvinnulífinu heyrist krafa um niðurskurð en almenningur kallar eftir varðveislu velferðarkerfisins. Veigamiklar ráðstafanir á tekju- og gjaldahlið eru pólítiskur ómöguleiki við þessar aðstæður enda fyrirséð að þær kosti skerðingu í kaupmætti ráðstöfunartekna til skamms tíma. Eitthvað þarf þó að gefa eftir og í ljósi þess hefur BHM lagt til að dregið sé úr stuðningi við atvinnugreinar í þenslu. Er það sársaukaminni leið en flestar. Stóri vandinn á húsnæðismarkaði er fólksfjölgunin Að mati BHM skal aðeins beita ívilnunum í skattkerfinu ef ábati skattgreiðenda er meiri en kostnaður. Það getur átt við þegar þjóðhagslega mikilvæg atvinnugrein getur ekki starfað við markaðsforsendur, við aðstæður markaðsbrests. Ekki er að sjá að þessar aðstæður eigi við nú um stundir í byggingariðnaði. Aðfluttir umfram brottflutta voru 10 þúsund á síðasta ári og ekkert lát virðist vera á innflutningi vinnuafls. Haldi þessi ósjálfbæra fólksfjöldaþróun áfram verður skortur á húsnæði viðvarandi vandamál framvegis og arðsemi í byggingariðnaði há. Þetta er stóri vandinn fram undan. Hann verður aðeins leystur með fjölþættum aðgerðum á framboðs- og eftirspurnarhlið og með mótun atvinnustefnu. Skattalegar ívilnanir sem eingöngu fita fyrirtæki í fákeppnisstöðu munu duga skammt þó svo þær geti verið hluti af lausninni við ákveðin skilyrði. Höfundur er hagfræðingur BHM.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun