Bjart framundan í Hafnarfirði Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júní 2023 11:56 Sjómannadagurinn verður haldinn hátíðlegur í Hafnarfirði næstkomandi sunnudag. Vísir/Vilhelm Það verður líf og fjör í Hafnarfirði allan júnímánuð, en þar eru að hefjast Bjartir dagar. Þriðju bekkingar settu hátíðina í morgun með söng en þétt dagskrá er framundan í bænum. Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Andri Ómarsson, verkefnastjóri segir fjölmarga taka þátt í að skapa viðburði um allan bæ, og á þar við stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. „Við vorum að setja hátíðina í morgun með því að þriðju bekkingar komu hingað á Thorsplan og sungu inn sumarið, við erum svolítið búin að vera að bíða eftir því núna síðustu daga í maí. Nú er ég viss um að það eru bjartir dagar fram undan,“ segir Andri. Og þessi dagskrá stendur út allan júní ekki satt? „Jú það er rétt, þetta er svona hattur yfir fjölmarga viðburði sem standa út júní. Til dæmis núna um helgina þá erum við að fara opna nýja sýningu í byggðasafni, annað kvöld verður opið í vinnustofum, söfnum og verslunum fram á kvöld þannig það verður hægt að rúlla við og heimsækja ýmsa skemmtilega staði. Svo um helgina verður pólski barnadagurinn og sjómannadagurinn er svo á sunnudaginn. Þá erum við nú bara rétt að byrja, svo heldur þetta áfram út júní.“ Það verður líf og fjör í Hafnarfirði næstu daga og viku.Vísir/Vilhelm Sjálfur segist Andri spenntastur fyrir sjómannadeginum en einnig fjölmörgum spennandi íþróttaviðburðum. „Til dæmis SUP jóga. Svo verður Hafnarfjarðarhlaupið haldið í fyrsta sinn í næstu viku, eitt af fáum götuhlaupum á landinu. Götum í bænum verður lokað og hlauparar taka yfir, það verður spennandi. Svo verða fjölmargir hjóla- og þríþrautadagar. Seinnipartinn i dag ætlar Keilir að leyfa fólki að prófa golf. Þannig það er um að gera að koma og prófa skemmtilegar íþróttir í heilsubænum Hafnafirði,“ segir Andri Ómarsson, verkefnastjóri í Hafnarfjarðarbæ. Hér er hægt að kynna sér viðburði og dagskrá hátíðarinnar. Hafnarfjörður Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Bjartir dagar er menningarhátíð sem endurspeglar allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Andri Ómarsson, verkefnastjóri segir fjölmarga taka þátt í að skapa viðburði um allan bæ, og á þar við stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. „Við vorum að setja hátíðina í morgun með því að þriðju bekkingar komu hingað á Thorsplan og sungu inn sumarið, við erum svolítið búin að vera að bíða eftir því núna síðustu daga í maí. Nú er ég viss um að það eru bjartir dagar fram undan,“ segir Andri. Og þessi dagskrá stendur út allan júní ekki satt? „Jú það er rétt, þetta er svona hattur yfir fjölmarga viðburði sem standa út júní. Til dæmis núna um helgina þá erum við að fara opna nýja sýningu í byggðasafni, annað kvöld verður opið í vinnustofum, söfnum og verslunum fram á kvöld þannig það verður hægt að rúlla við og heimsækja ýmsa skemmtilega staði. Svo um helgina verður pólski barnadagurinn og sjómannadagurinn er svo á sunnudaginn. Þá erum við nú bara rétt að byrja, svo heldur þetta áfram út júní.“ Það verður líf og fjör í Hafnarfirði næstu daga og viku.Vísir/Vilhelm Sjálfur segist Andri spenntastur fyrir sjómannadeginum en einnig fjölmörgum spennandi íþróttaviðburðum. „Til dæmis SUP jóga. Svo verður Hafnarfjarðarhlaupið haldið í fyrsta sinn í næstu viku, eitt af fáum götuhlaupum á landinu. Götum í bænum verður lokað og hlauparar taka yfir, það verður spennandi. Svo verða fjölmargir hjóla- og þríþrautadagar. Seinnipartinn i dag ætlar Keilir að leyfa fólki að prófa golf. Þannig það er um að gera að koma og prófa skemmtilegar íþróttir í heilsubænum Hafnafirði,“ segir Andri Ómarsson, verkefnastjóri í Hafnarfjarðarbæ. Hér er hægt að kynna sér viðburði og dagskrá hátíðarinnar.
Hafnarfjörður Menning Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira