Snúum baki við olíu og framleiðum íslenska orku Reynir Sævarsson skrifar 31. maí 2023 14:02 Jarðarbúar verða að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti eins fljótt og auðið er því annars munu lofslagsbreytingar valda gríðarlegum skaða á vistkerfum heimsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í þeirri baráttu og draga verulega úr losun koltvísýrings ella greiða gríðarháar fjársektir. Markmið stjórnvalda er að ljúka fullum orkuskiptum innan 17 ára sem er alls ekki langur tími fyrir verkefni af þessari stærðargráðu. Starfshópur um nýtingu vindorku á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði nýverið af sér stöðuskýrslu þar sem kallað er eftir aukinni umræðu um málefnið. Íslandi ber að leiða vegferðina þegar kemur að grænni orku og orkuskiptum þar sem fáar þjóðir eru þegar komnar jafn langt í þeim efnum og hér ríkir auk þess mikil velmegun. Það er ekki siðferðilega réttlætanlegt að ætla öðrum þjóðum að framleiða græna orku fyrir Ísland. Auk þess felur það í sér mikinn ábata fyrir íslenskt samfélag að framleiða sína eigin orku í stað þess að kaupa hana frá útlöndum og greiða fyrir með gjaldeyri. Skýrasta dæmið um slíkt hérlendis er innleiðing á hitaveitu til húshitunar á síðustu öld. Orkusparnaður mun vissulega styðja við markmið um samdrátt í losun koltvísýrings en hann mun ekki leysa nema lítinn hluta vandans. Hafa þarf í huga að til að mæta orkuskiptum í flugi, skipta út olíu fyrir grænu eldsneyti, sé litið til núverandi eftirspurnar á Keflavíkurflugvelli þarf yfir 1500 MW af stöðugri raforku. Til að mæta orkuþörf vegna fullra orkuskipta, í samgöngum á landi, láði og legi þarf að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands. Ný raforka hérlendis verður framleidd með vatnsafli, jarðvarma og vindorku. Af þessum valkostum er vindorkan m.v. stöðu mála hagstæð, fljótreist og nokkuð afturkræf, svo eðlilegt er að beita þeirri tækni nú. Botnföst vindorkuver á hafi virðast ekki henta vel við Ísland vegna þess að víðast er dýpi yfir 70 metrar og jarðlög á hafsbotni eru víða óhentug til grundunar. Fljótandi vindorkuver eru á þróunarstigi og verða margfalt dýrari en vindmyllur á landi sem þýðir hærra orkuverð. Kostnaðurinn gæti verið allt að þrefalt meiri. Ísland er mjög víðfeðmt og víða eru landfræðilegar aðstæður og vindafar afar hagstæðar til uppbyggingar vindorkuvera þar sem neikvæð áhrif á menn og dýr eru lágmörkuð. Víðast fer rekstur vindorkuvera vel með landbúnaði. Það þarf að finna hratt út úr því hvernig sanngjarnt er að skipta tekjunum af orkuframleiðslunni og hvernig bæta eigi þeim það upp sem verða fyrir truflun. Lagaleg umgjörð og skýrir verkferlar verða að líta dagsins ljós ef við ætlum að ná að klára verkefnið í tæka tíð. Við þurfum að sammælast um að byrja hratt á stöðum þar sem uppbyggingin er að verulegu leyti afturkræf og truflunin er hvað minnst. En ljóst er að við munum þurfa að sætta okkur við einhver neikvæð áhrif eins og sjónræn áhrif og áhrif á fugla, því meiri hagsmunir eru í húfi fyrir allt lífríki jarðarinnar og samfélög manna að hætta notkun olíu. Öll náttúra Íslands og þar með fuglastofnar munu bera mikinn skaða af því ef við missum tökin á loftslagsbreytingum. Engin afsökun er fyrir því að við séum fá hér á landi, þvert á móti getum við haft mikil áhrif um allan heim með því að vera fyrirmynd annarra þjóða í þessum efnum og leggja öðrum lið í baráttunni. Það að verða fyrst þjóða til að ljúka orkuskiptum skapar jafnframt mikil tækifæri fyrir Ísland varðandi uppbyggingu margvíslegrar þekkingar í tengslum við þá miklu umbreytingu sem verður í öllu samfélaginu. Framleiðsla á grænu eldsneyti er mjög hagstæð á Íslandi vegna góðra aðstæðna hér. Það þarf að byggja rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi upp með stærðarhagkvæmni í huga og það mun þýða útflutning á meðan heimamarkaðurinn fyrir rafeldsneyti er að byggjast upp. Það er alls ekki neikvætt að Ísland flytji út orku í einhvern tíma því útflutt græn orka gerir jafn mikið gagn í baráttunni við loftslagsvána hvar sem hún er svo notuð. Við köllum eftir því að stjórnvöld hraði sem frekast er unnt stefnu um nýtingu vindorku á Íslandi og lagaumgjörð um málaflokkinn og er Félag ráðgjafarverkfræðinga og félagsmenn þess tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í því verkefni. Ef ná á markmiðum Íslands og komast hjá háum sektargreiðslum þarf að hefjast handa strax. Höfundur er formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkumál Jarðhiti Vindorka Vatnsaflsvirkjanir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Sjá meira
Jarðarbúar verða að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti eins fljótt og auðið er því annars munu lofslagsbreytingar valda gríðarlegum skaða á vistkerfum heimsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í þeirri baráttu og draga verulega úr losun koltvísýrings ella greiða gríðarháar fjársektir. Markmið stjórnvalda er að ljúka fullum orkuskiptum innan 17 ára sem er alls ekki langur tími fyrir verkefni af þessari stærðargráðu. Starfshópur um nýtingu vindorku á vegum umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra skilaði nýverið af sér stöðuskýrslu þar sem kallað er eftir aukinni umræðu um málefnið. Íslandi ber að leiða vegferðina þegar kemur að grænni orku og orkuskiptum þar sem fáar þjóðir eru þegar komnar jafn langt í þeim efnum og hér ríkir auk þess mikil velmegun. Það er ekki siðferðilega réttlætanlegt að ætla öðrum þjóðum að framleiða græna orku fyrir Ísland. Auk þess felur það í sér mikinn ábata fyrir íslenskt samfélag að framleiða sína eigin orku í stað þess að kaupa hana frá útlöndum og greiða fyrir með gjaldeyri. Skýrasta dæmið um slíkt hérlendis er innleiðing á hitaveitu til húshitunar á síðustu öld. Orkusparnaður mun vissulega styðja við markmið um samdrátt í losun koltvísýrings en hann mun ekki leysa nema lítinn hluta vandans. Hafa þarf í huga að til að mæta orkuskiptum í flugi, skipta út olíu fyrir grænu eldsneyti, sé litið til núverandi eftirspurnar á Keflavíkurflugvelli þarf yfir 1500 MW af stöðugri raforku. Til að mæta orkuþörf vegna fullra orkuskipta, í samgöngum á landi, láði og legi þarf að tvöfalda raforkuframleiðslu Íslands. Ný raforka hérlendis verður framleidd með vatnsafli, jarðvarma og vindorku. Af þessum valkostum er vindorkan m.v. stöðu mála hagstæð, fljótreist og nokkuð afturkræf, svo eðlilegt er að beita þeirri tækni nú. Botnföst vindorkuver á hafi virðast ekki henta vel við Ísland vegna þess að víðast er dýpi yfir 70 metrar og jarðlög á hafsbotni eru víða óhentug til grundunar. Fljótandi vindorkuver eru á þróunarstigi og verða margfalt dýrari en vindmyllur á landi sem þýðir hærra orkuverð. Kostnaðurinn gæti verið allt að þrefalt meiri. Ísland er mjög víðfeðmt og víða eru landfræðilegar aðstæður og vindafar afar hagstæðar til uppbyggingar vindorkuvera þar sem neikvæð áhrif á menn og dýr eru lágmörkuð. Víðast fer rekstur vindorkuvera vel með landbúnaði. Það þarf að finna hratt út úr því hvernig sanngjarnt er að skipta tekjunum af orkuframleiðslunni og hvernig bæta eigi þeim það upp sem verða fyrir truflun. Lagaleg umgjörð og skýrir verkferlar verða að líta dagsins ljós ef við ætlum að ná að klára verkefnið í tæka tíð. Við þurfum að sammælast um að byrja hratt á stöðum þar sem uppbyggingin er að verulegu leyti afturkræf og truflunin er hvað minnst. En ljóst er að við munum þurfa að sætta okkur við einhver neikvæð áhrif eins og sjónræn áhrif og áhrif á fugla, því meiri hagsmunir eru í húfi fyrir allt lífríki jarðarinnar og samfélög manna að hætta notkun olíu. Öll náttúra Íslands og þar með fuglastofnar munu bera mikinn skaða af því ef við missum tökin á loftslagsbreytingum. Engin afsökun er fyrir því að við séum fá hér á landi, þvert á móti getum við haft mikil áhrif um allan heim með því að vera fyrirmynd annarra þjóða í þessum efnum og leggja öðrum lið í baráttunni. Það að verða fyrst þjóða til að ljúka orkuskiptum skapar jafnframt mikil tækifæri fyrir Ísland varðandi uppbyggingu margvíslegrar þekkingar í tengslum við þá miklu umbreytingu sem verður í öllu samfélaginu. Framleiðsla á grænu eldsneyti er mjög hagstæð á Íslandi vegna góðra aðstæðna hér. Það þarf að byggja rafeldsneytisframleiðslu á Íslandi upp með stærðarhagkvæmni í huga og það mun þýða útflutning á meðan heimamarkaðurinn fyrir rafeldsneyti er að byggjast upp. Það er alls ekki neikvætt að Ísland flytji út orku í einhvern tíma því útflutt græn orka gerir jafn mikið gagn í baráttunni við loftslagsvána hvar sem hún er svo notuð. Við köllum eftir því að stjórnvöld hraði sem frekast er unnt stefnu um nýtingu vindorku á Íslandi og lagaumgjörð um málaflokkinn og er Félag ráðgjafarverkfræðinga og félagsmenn þess tilbúið að leggja sitt lóð á vogarskálarnar í því verkefni. Ef ná á markmiðum Íslands og komast hjá háum sektargreiðslum þarf að hefjast handa strax. Höfundur er formaður Félags ráðgjafarverkfræðinga.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun