Innlent

Breið­holts­stiginn meðal þess sem hlaut flest at­kvæði

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Íbúar hafa skeggrætt stigann á íbúahópi Breiðholts og segja hann stinga í stúf við umhverfi sitt.
Íbúar hafa skeggrætt stigann á íbúahópi Breiðholts og segja hann stinga í stúf við umhverfi sitt. Vísir/Vilhelm

Um­deildur stigi sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breið­holts var meðal vin­sælustu verk­efnanna sem kosin voru til fram­kvæmda af í­búum Reykja­víkur á vegum sam­ráðs­verk­efnis Reykja­víkur við íbúa árið 2021. Verk­efna­stjóri segir stigann byggðan með það í huga að hægt verði að nýta hann allan ársins hring, hann muni með tímanum falla betur inn í skóginn.

Þrátt fyrir að hafa verið valinn af í­búum í í­búa­kosningu í sam­ráðs­verk­efninu Betri Reykja­vík hefur stiginn reynst afar um­deildur. Íbúi sem hafði sam­band við frétta­stofu vegna stigans kvartaði undan sam­ráðs­leysi og skorti á grenndar­kynningu. Hann segir stigann mikið lýti á skóginum í ljósi þess að um sé að ræða stál­stiga.

Í svörum frá Reykja­víkur­borg kemur fram að verk­efnið hafi meðal annars fengið um­fjöllun í í­búða­ráði Breið­holts. Stiginn fylgi malar­slóða sem liggi í gegnum skóginn.

Stiginn kostar 36 milljónir króna og er með dýrari fram­kvæmdum á vegum sam­ráðs­verk­efnisins Hverfið mitt. Hann fékk 881 at­kvæði í raf­rænum kosningum árið 2021 og var áttunda vin­sælasta verk­efnið sem valið var af í­búum til fram­kvæmda.

Sjaldgæft að verkefni reynist svo umdeild

Ei­ríkur Búi Hall­dórs­son, verk­efna­stjóri á vegum Reykja­víkur­borgar sem sér um samráðsverkefnið Hverfið mitt, segir í sam­tali við Vísi að sjald­gæft sé að samráðsverk­efni reynist jafn um­deild eins og stiginn í Breið­holti.

„Þetta var ein af vin­sælustu hug­myndunum að verk­efnum í hverfinu. Oft eru það frekar minni verk­efni sem eru kosin en inni á milli koma til­lögur að vin­sælum verk­efnum sem eru dýr en hljóta samt kosningu. Þetta er stór fram­kvæmd og við leggjum mikið upp úr því að aug­lýsa vel bæði kosningarnar og síðan þau verk­efni sem valin eru til fram­kvæmda. Verk­efnin fara líka í kynningu hjá í­búða­ráðum hverfanna í kjöl­farið.“

Þannig hafi þrek­stiginn hafi meðal annars fengið um­fjöllun í í­búða­ráði Breið­holts. Stiginn mun að sögn Ei­ríks fylgja malar­slóða sem liggi í gegnum skóginn og verður auk þess byggt áningar­svæði með bekkjum fyrir neðan stigann þar sem hlaupa­leiðir í kringum Breið­holt og Elliðar­ár­dal verða merktar.

Eiríkur Búi segir sjaldgæft að verkefni sem kosin hafi verið framkvæmda af íbúum reynist eins umdeild og stiginn í Breiðholti. Vísir

Muni endast

Stiginn sé þannig hugsaður bæði sem æfingar­stigi líkt og til­laga íbúa hafi gengið út á en auk þess sé hann til þess að bæta að­gengi upp eftir stígnum að þessum stað, sem að sögn Ei­ríks var orðið á­bóta­vant.

„Ein­hverjir lögðu til að þetta yrði tré­stigi en ég er ekki viss um að slíkur stigi myndi einu sinni endast sumarið. Við vildum tryggja það að stiginn myndi endast og vera fær í­búum allan ársins hring,“ segir Ei­ríkur.

Hann segir þessa út­færslu auk þess hafa verið valda til þess að lág­marka jarð­rask. Fram­kvæmdir við stigann séu auk þess enn yfir­standandi, en þeim mun ljúka í byrjun júní.

„Með tíð og tíma mun gróðurinn vaxa og þá mun stiginn falla enn betur inn í skóginn. Ég held þetta muni koma vel út og verði vel heppnað verk­efni sem við getum verið stolt af.“

Fréttamaður var á vettvangi í gærkvöldi og má sjá innslagið úr kvöldfréttum Stöðvar 2 að neðan.  


Tengdar fréttir

„Vúlgar galvaní­serað járn­bákn“ reist yfir skógar­stíg í Breið­holti

Íbúar í Breiðholti eru missáttir við stiga sem byggður hefur verið á milli efra og neðra Breiðholts í Bökkunum. Einn íbúi segir enga grenndarkynningu hafa átt sér stað vegna stigans. Svo virðist vera sem um sé að ræða þrekstiga sem valinn var til framkvæmda í íbúakosningu í Betri Reykjavík fyrir tveimur árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×