Til hamingju Austurland! María Ósk Kristmundsdóttir skrifar 30. maí 2023 13:30 Til hamingju með stofnun FKA Austurland. Takk nýkjörin stjórn og forsvarskonur FKA Austurland fyrir hugrekkið og kraftinn. Við höfum lengi beðið eftir þessari stund og ekki að ástæðulausu því hér á Austurlandi er verk að vinna. Miðað við nýjustu tölur um tekjur eftir sveitarfélögum frá árinu 2021 eru konur í Múlaþingi með 75% af launum karla og í Fjarðabyggð 63% af launum karla, sem er jafnframt lægsta hlutfall sveitarfélaga á landinu. Á landsvísu er sama hlutfall um 82% og í Reykjavík 86%. Samkvæmt nýjustu skýrslu World Economic Forum erum við á Íslandi skást í heimi þegar kemur að jafnrétti kynjanna en á landsvísu eru sveitarfélögin á Austurlandi eftirbátar annarra. Enn er líka langt í land þegar kemur að jafnrétti í stjórnum, bæði varðandi hlufall kvenna á meðal stjórnarmanna og stjórnarformanna. Hvað veldur þessu gapandi ójafnrétti, bæði þegar kemur að tekjum og völdum kvenna? Eru konur einfaldlega ekki tilbúnar til forsystu, ekki leiðtogar í eðli sínu? Skoðum fyrst hvað það er sem einkennir góða leiðtoga. Í mínum huga er það fyrst og fremst að leggja rækt að fólkinu í kringum sig, að lifa eftir gildum sínum og af heilindum. Leiðtogar hafa ennfremur skýra framtíðarsýn og markmið og hafa þau áhrif að annað fólk fylkir sér að baki þeim markmiðum. Sannir leiðtogar efla samvinnu, samráð og samstarf til að ná settu marki og setja á fót skipulag, kerfi, hefðir og venjur til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Í mínum huga eru einkenni góðra leiðtoga að finna í hverri einustu konu. Þá gildir einu hvort hún tekst á við þær hindranir sem fylgja því að lifa sem kona í þessu samfélagi eða þær áskoranir sem fylgja því að vera í forystu á heimilum, í stórfjölskyldum, félagasamtökum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Raunin er sú að nægt framboð er af kvenleiðtogum, konur eru ekki vandamálið. Vandamálið felst hinsvegar í að við lifum í samfélagi sem er enn kynjaskipt í hlutverkum kvenna og karla. Þetta kynjakerfi birtsist í versta falli í kynbundnu ofbeldi og áreitni en einnig í óheilbrigðri og skaðlegri áherslu á útlit og líkama kvenna. Konur bera meiri ábyrgð inni á heimilum, hvort sem um ræðir húshald, eða umönnun barna, öryrkja og aldraðra. Þegar kemur að ráðningum er körlum oftar hyglt í gegnum óformleg ráðningarferli og konur eru mældar á öðrum mælistikum en karlar. Þessi samfélagsgerð er ekki sýnileg þegar við horfum á yfirborðið enda erum við ómeðvituð um flest þessara viðhorfa og hefða. Það er hlutverk samtaka eins og FKA Austurlands að vekja okkur öll til meðvitundar um vandamálið og að vekja athygli á óréttlætinu. Við þurfum saman að búa til nýtt kerfi sem hyglir ekki einum hópi fram yfir annan, heldur gefur öllum jöfn tækifæri óháð, kyni, kynhneigð, uppruna, aldri, fötlunum og fjárhagsstöðu. FKA Austurland, veitir aukin kraft og nýjan vettvang í baráttunni fyrir jafnrétti á Austurlandi. Til hamingju Austurland. Höfundur er þekkingastjóri hjá Alcoa og stofnmeðlimur FKA Austurland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Til hamingju með stofnun FKA Austurland. Takk nýkjörin stjórn og forsvarskonur FKA Austurland fyrir hugrekkið og kraftinn. Við höfum lengi beðið eftir þessari stund og ekki að ástæðulausu því hér á Austurlandi er verk að vinna. Miðað við nýjustu tölur um tekjur eftir sveitarfélögum frá árinu 2021 eru konur í Múlaþingi með 75% af launum karla og í Fjarðabyggð 63% af launum karla, sem er jafnframt lægsta hlutfall sveitarfélaga á landinu. Á landsvísu er sama hlutfall um 82% og í Reykjavík 86%. Samkvæmt nýjustu skýrslu World Economic Forum erum við á Íslandi skást í heimi þegar kemur að jafnrétti kynjanna en á landsvísu eru sveitarfélögin á Austurlandi eftirbátar annarra. Enn er líka langt í land þegar kemur að jafnrétti í stjórnum, bæði varðandi hlufall kvenna á meðal stjórnarmanna og stjórnarformanna. Hvað veldur þessu gapandi ójafnrétti, bæði þegar kemur að tekjum og völdum kvenna? Eru konur einfaldlega ekki tilbúnar til forsystu, ekki leiðtogar í eðli sínu? Skoðum fyrst hvað það er sem einkennir góða leiðtoga. Í mínum huga er það fyrst og fremst að leggja rækt að fólkinu í kringum sig, að lifa eftir gildum sínum og af heilindum. Leiðtogar hafa ennfremur skýra framtíðarsýn og markmið og hafa þau áhrif að annað fólk fylkir sér að baki þeim markmiðum. Sannir leiðtogar efla samvinnu, samráð og samstarf til að ná settu marki og setja á fót skipulag, kerfi, hefðir og venjur til að ná þeim árangri sem stefnt er að. Í mínum huga eru einkenni góðra leiðtoga að finna í hverri einustu konu. Þá gildir einu hvort hún tekst á við þær hindranir sem fylgja því að lifa sem kona í þessu samfélagi eða þær áskoranir sem fylgja því að vera í forystu á heimilum, í stórfjölskyldum, félagasamtökum, opinberum stofnunum og fyrirtækjum. Raunin er sú að nægt framboð er af kvenleiðtogum, konur eru ekki vandamálið. Vandamálið felst hinsvegar í að við lifum í samfélagi sem er enn kynjaskipt í hlutverkum kvenna og karla. Þetta kynjakerfi birtsist í versta falli í kynbundnu ofbeldi og áreitni en einnig í óheilbrigðri og skaðlegri áherslu á útlit og líkama kvenna. Konur bera meiri ábyrgð inni á heimilum, hvort sem um ræðir húshald, eða umönnun barna, öryrkja og aldraðra. Þegar kemur að ráðningum er körlum oftar hyglt í gegnum óformleg ráðningarferli og konur eru mældar á öðrum mælistikum en karlar. Þessi samfélagsgerð er ekki sýnileg þegar við horfum á yfirborðið enda erum við ómeðvituð um flest þessara viðhorfa og hefða. Það er hlutverk samtaka eins og FKA Austurlands að vekja okkur öll til meðvitundar um vandamálið og að vekja athygli á óréttlætinu. Við þurfum saman að búa til nýtt kerfi sem hyglir ekki einum hópi fram yfir annan, heldur gefur öllum jöfn tækifæri óháð, kyni, kynhneigð, uppruna, aldri, fötlunum og fjárhagsstöðu. FKA Austurland, veitir aukin kraft og nýjan vettvang í baráttunni fyrir jafnrétti á Austurlandi. Til hamingju Austurland. Höfundur er þekkingastjóri hjá Alcoa og stofnmeðlimur FKA Austurland.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun