Jöfnum stöðu byggðanna með strandveiðum Bjarni Jónsson skrifar 30. maí 2023 11:30 Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi. Það gerum við með því að auka veiðiheimildir til strandveiða og því að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Ástæða er til að halda áfram, að þróa og styrkja strandveiðikerfið svo það þjóni sem best markmiðum sínum, eflingu sjávarbyggðanna og jafnræði þeirra á milli. Vorið 2019 lögfesti alþingi að frumkvæði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur VG, dagakerfi í strandveiðum sem ætlað var að auka öryggi sjómanna og efla jafnræði og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Vinnu við að styrkja stoðir strandveiðikerfisins þarf að halda áfram. Það verður ekki síst gert með auknum veiðiheimildum og tryggja nægjanlegan fjölda veiðidaga. Þá þarf einnig að ná sem víðtækastri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Það frumvarp sem nú liggur fyrir alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða og svæðaskiptingu er ekki til þess fallið í núverandi mynd að stuðla að slíkri sátt og jafnræði milli byggðarlaga og felur ekki í sér skref, að óbreyttu til að styrkja hlut strandveiða í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það grefur undan þeirri sátt sem ríkt hefur um strandveiðarnar á undanförnum árum að etja saman byggðarlögum eins og reyndin hefur orðið. Þetta mál þarf að vinna betur og með heildstæðari hætti þar sem jafnframt er tryggð aukin hlutdeild strandveiða í veiðiheimildum, lengra samfellt veiðitímabil og fleiri veiðidagar. Það blasir við að ekki er hægt að afgreiða málið í fyrirliggjandi mynd á þessu þingi og án víðtækara samráðs við þá sem málið varðar. Komið hefur fram frá Landsambandi smábátaeigenda að strandveiðimenn vilja standa vörð um veiðitímabilið; að veiðum sé ekki hætt um sumar, jafnvel snemma í júlí, með þeim afleiðingum að veiðimenn sums staðar á landinu beri skarðan hlut frá borði. Á móti hafa þeir boðið þá sáttaleið fyrir yfirstandandi tímabil, að frekar verði fækkað veiðidögum, en ekki sé fýsilegt að taka upp þá svæðaskiptingu sem fyrirliggjandi frumvarp ber með sér. Fulltrúar smábátaeigenda hafa bent á að það skipti hinar dreifðu byggðir gríðarlega miklu, að strandveiðar séu með þeim hætti eins og verið hefur og þær séu í maí, júní, júlí og ágúst, þannig að jafnræði sé tryggt. Því hafa þeir lagt til að dögum verði fækkað í öllum mánuðum. Í stað tólf daga í mánuði yrðu ellefu, en á móti kæmi ekki til stöðvunar veiða. Þá fengju öll svæði jafnmarga daga, ellefu í mánuðunum maí, júní, júlí og ágúst. Þannig yrði hægt að tryggja jafnræði. Ég styð að sú leið sem Landsamband smábátaeigenda leggur til, verði farin nú, en jafnframt unnið að því að tryggja aukna hlutdeild strandveiða á komandi vertíðum eins og fólst í þeirri tillögu sem ég mælti fyrir á alþingi í upphafi þingvetrar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Jónsson Vinstri græn Byggðamál Sjávarútvegur Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Ein af farsælustu ákvörðunum síðari ára til að efla sjávarbyggðir landsins var tilkoma strandveiða. Það voru mikilvæg og farsæl tímamót 25. júní 2009 þegar sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra VG, Jón Bjarnason, undirritaði fyrstu reglugerðina um strandveiðar. Hafandi tekið þátt í mótun hugmyndafræðinnar að baki strandveiðunum og komið að samningu frumvarpsins um veiðarnar á sínum tíma var sérstaklega ánægjulegt að standa í haust á Alþingi og mæla fyrir tillögu um frekari eflingu strandveiða og að þær verði festar enn betur í sessi. Það gerum við með því að auka veiðiheimildir til strandveiða og því að endurskoða úthlutun og meðhöndlun aðgerða innan félagslega hluta fiskveiðistjórnarkerfisins, með tilliti til þess hvernig þær veiðiheimildir nýtast sem best smærri byggðarlögum sem þær eiga að þjóna og færa stærri hluta þeirra til smærri útgerða og inn í strandveiðikerfið. Þá þarf að koma í veg fyrir að stór hluti þeirra endi hjá stærstu útgerðarfélögum landsins sem nú þegar halda á stærstum hluta allra veiðiheimilda við Íslands strendur. Ástæða er til að halda áfram, að þróa og styrkja strandveiðikerfið svo það þjóni sem best markmiðum sínum, eflingu sjávarbyggðanna og jafnræði þeirra á milli. Vorið 2019 lögfesti alþingi að frumkvæði Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur VG, dagakerfi í strandveiðum sem ætlað var að auka öryggi sjómanna og efla jafnræði og sveigjanleika í kerfinu með stórauknum aflaheimildum í strandveiðipottinn. Vinnu við að styrkja stoðir strandveiðikerfisins þarf að halda áfram. Það verður ekki síst gert með auknum veiðiheimildum og tryggja nægjanlegan fjölda veiðidaga. Þá þarf einnig að ná sem víðtækastri sátt um þær breytingar sem gerðar eru. Það frumvarp sem nú liggur fyrir alþingi um breytingar á fyrirkomulagi strandveiða og svæðaskiptingu er ekki til þess fallið í núverandi mynd að stuðla að slíkri sátt og jafnræði milli byggðarlaga og felur ekki í sér skref, að óbreyttu til að styrkja hlut strandveiða í fiskveiðistjórnunarkerfinu. Það grefur undan þeirri sátt sem ríkt hefur um strandveiðarnar á undanförnum árum að etja saman byggðarlögum eins og reyndin hefur orðið. Þetta mál þarf að vinna betur og með heildstæðari hætti þar sem jafnframt er tryggð aukin hlutdeild strandveiða í veiðiheimildum, lengra samfellt veiðitímabil og fleiri veiðidagar. Það blasir við að ekki er hægt að afgreiða málið í fyrirliggjandi mynd á þessu þingi og án víðtækara samráðs við þá sem málið varðar. Komið hefur fram frá Landsambandi smábátaeigenda að strandveiðimenn vilja standa vörð um veiðitímabilið; að veiðum sé ekki hætt um sumar, jafnvel snemma í júlí, með þeim afleiðingum að veiðimenn sums staðar á landinu beri skarðan hlut frá borði. Á móti hafa þeir boðið þá sáttaleið fyrir yfirstandandi tímabil, að frekar verði fækkað veiðidögum, en ekki sé fýsilegt að taka upp þá svæðaskiptingu sem fyrirliggjandi frumvarp ber með sér. Fulltrúar smábátaeigenda hafa bent á að það skipti hinar dreifðu byggðir gríðarlega miklu, að strandveiðar séu með þeim hætti eins og verið hefur og þær séu í maí, júní, júlí og ágúst, þannig að jafnræði sé tryggt. Því hafa þeir lagt til að dögum verði fækkað í öllum mánuðum. Í stað tólf daga í mánuði yrðu ellefu, en á móti kæmi ekki til stöðvunar veiða. Þá fengju öll svæði jafnmarga daga, ellefu í mánuðunum maí, júní, júlí og ágúst. Þannig yrði hægt að tryggja jafnræði. Ég styð að sú leið sem Landsamband smábátaeigenda leggur til, verði farin nú, en jafnframt unnið að því að tryggja aukna hlutdeild strandveiða á komandi vertíðum eins og fólst í þeirri tillögu sem ég mælti fyrir á alþingi í upphafi þingvetrar. Höfundur er þingmaður Vinstri grænna.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun