Náðu samkomulagi til að forða Bandaríkjunum frá greiðsluþroti Árni Sæberg skrifar 28. maí 2023 19:06 Kevin McCarthy vill hækka skuldaþakið. J. Scott Applewhite/AP Joe Biden Bandaríkjaforseti og Kevin McCarthy, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, hafa náð samkomulagi um hækkun skuldaþaks Bandaríkjanna eftir stífar samningaviðræður undanfarið. Verði samningur þeirra ekki samþykktur af báðum deildum þingsins fara Bandaríkin í greiðsluþrot eftir rúma viku. Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að Bandaríkin muni hætta að geta staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar þann 5. júní næstkomandi, verði skuldaþak landsins ekki hækkað. Bandaríkjaforseti hefur undafarið staðið í miklu stappi við Repúblikana, sem hafa nýtt skuldaþaksvandann til þess að ná fram stefnumálum sínum með viðræðum við Hvíta húsið. Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala (31.400.000.000.000) en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, snemma í júní. Biden og McCarthy tilkynntu í dag að þeir hefðu loksins komist að samkomulagi um hækkun skuldaþaksins. Forsetinn sagði að samið hafi verið með því að miðla málum en McCarthy virðist stoltari af samningum og sagði samninginn „verðugan bandarísku þjóðinni.“ Í frétt AP um málið segir að innihald samkomulags þeirra Bidens og McCarthy liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þó sé vitað að samningurinn kveði á um að ríkisútgjöld, fyrir utan rekstur hersins, verði ekki aukin út árið 2024 og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Þá hafi Biden náð áformum sínum um heilbrigðisþjónustu fyrir uppgjafarhermenn í gegn og McCarthy hafi fengið Biden til þess að samþykkja aukna vinnuskyldu fyrir fólk sem þiggur félagslega þjónustu. Repúblikanar hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að fólk fái ekki þjónustu á borð við matarmiða, nema það sé í vinnu. Það telja þeir að myndi örva vinnumarkað og hækka skatttekjur Bandaríkjanna. Gætu enn farið á hausinn Þrátt fyrir að forsetarnir tveir hafi náð samkomulagi sín á milli er hættan á greiðslufalli ekki enn liðin hjá. Skuldaþakið verður ekki hækkað án samþykkis beggja deilda Bandaríkjaþings. Stjórnmálamenn lengst til hægri og vinstri hafa lýst yfir óánægju sinni með samninginn. Repúblikanar á hægri vængnum telja ekki nóg skorið niður og Demókratar lengst til vinstri telja of mikið skorið niður. Þar sem mjótt er á munum í báðum deildum Bandaríkjaþings er ljóst að hófsamari þingmenn í báðum flokkum þurfa að vera samstíga til þess að koma í veg fyrir það að Bandaríkin fari á hausinn. Bandaríkin Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira
Fjármálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur lýst því yfir að Bandaríkin muni hætta að geta staðið við fjárhagslega skuldbindingar sínar þann 5. júní næstkomandi, verði skuldaþak landsins ekki hækkað. Bandaríkjaforseti hefur undafarið staðið í miklu stappi við Repúblikana, sem hafa nýtt skuldaþaksvandann til þess að ná fram stefnumálum sínum með viðræðum við Hvíta húsið. Repúblikanar fara með nauman meirihluta í fulltrúadeild þingsins. Í mjög einföldu máli snýst deilan um það að skuldaþakið, eða það hvað Bandaríkin mega skulda samkvæmt lögum, er að verða of lágt. Skuldaþakið stendur nú í 31,4 billjónum dala (31.400.000.000.000) en áætlað er að Bandaríkin reki höfuðið í þakið, ef svo má að orði komast, snemma í júní. Biden og McCarthy tilkynntu í dag að þeir hefðu loksins komist að samkomulagi um hækkun skuldaþaksins. Forsetinn sagði að samið hafi verið með því að miðla málum en McCarthy virðist stoltari af samningum og sagði samninginn „verðugan bandarísku þjóðinni.“ Í frétt AP um málið segir að innihald samkomulags þeirra Bidens og McCarthy liggi ekki fyrir að svo stöddu. Þó sé vitað að samningurinn kveði á um að ríkisútgjöld, fyrir utan rekstur hersins, verði ekki aukin út árið 2024 og aðeins aukin um eitt prósent árið 2025. Þá hafi Biden náð áformum sínum um heilbrigðisþjónustu fyrir uppgjafarhermenn í gegn og McCarthy hafi fengið Biden til þess að samþykkja aukna vinnuskyldu fyrir fólk sem þiggur félagslega þjónustu. Repúblikanar hafa um nokkurt skeið barist fyrir því að fólk fái ekki þjónustu á borð við matarmiða, nema það sé í vinnu. Það telja þeir að myndi örva vinnumarkað og hækka skatttekjur Bandaríkjanna. Gætu enn farið á hausinn Þrátt fyrir að forsetarnir tveir hafi náð samkomulagi sín á milli er hættan á greiðslufalli ekki enn liðin hjá. Skuldaþakið verður ekki hækkað án samþykkis beggja deilda Bandaríkjaþings. Stjórnmálamenn lengst til hægri og vinstri hafa lýst yfir óánægju sinni með samninginn. Repúblikanar á hægri vængnum telja ekki nóg skorið niður og Demókratar lengst til vinstri telja of mikið skorið niður. Þar sem mjótt er á munum í báðum deildum Bandaríkjaþings er ljóst að hófsamari þingmenn í báðum flokkum þurfa að vera samstíga til þess að koma í veg fyrir það að Bandaríkin fari á hausinn.
Bandaríkin Mest lesið Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Sjá meira