Leggið við hlustir - það er kallað Jón Steindór Valdimarsson skrifar 28. maí 2023 09:00 Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála. Evrópuhreyfingin lítur svo á að nauðsynlegt sé að almenningur ráði för þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðild er stórt og mikilvægt mál sem ekki á að láta stjórnmálaflokkana eina um. Málið er stærra en stundarhagsmunir þeirra eða þras um myndun ríkisstjórnar á hverjum tíma. Evrópuhreyfingin hefur mótað sér þá stefnu, ekki síst í ljósi sögu Evrópumála hér á landi, að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, sú fyrri um að hefja viðræður að nýju og hin síðari um aðild á grundvelli aðildarsamnings. Þegar sú leið er farin verður að tryggja að stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Alþingi virði og vinni samkvæmt þeim niðurstöðum. Þráður tekinn upp að nýju Það virðist víðtæk pólitísk sátt um að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Forsendur stjórnmálaflokkanna eru mismunandi fyrir þessari afstöðu og eins viðhorf þeirra til þess hvenær eða hvort slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Ekki fer á milli mála að meirihluti þjóðarinnar og um leið meirihluti fylgjenda nær allra stjórnmálaflokkanna er hlynntur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.Maskína hefur í tvígang, í desember 2022 og apríl 2023, spurt eftirfarandi spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB? Í bæði skiptin var niðurstaðan sú að mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en eru henni andvígir og glöggt sést að það er marktæk aukning meðal þeirra sem eru hlynntir og að sama skapi fækkun meðal þeirra sem eru andvígir eða hlutlausir (hvorki hlynntir né andvígir). Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur vaxið verulega og andstaðan að sama skapi minnkað. Meirihlutinn er víða Mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir sem eru andvígir og er þá sama hvort horft er til kyns, aldurs, búsetu eða menntunar. Þeir sem eru hlynntir eru á bilinu 50,5% til 66%, en andvígir á bilinu 13,3% til 24,6%. Loks eru þeir sem eru hlutlausir á bilinu 17,8% til 33,4%. Niðurstaðan er því sú að stuðningurinn er víðtækari og almennari en sumir vilja vera láta. Það blasir því við að þjóðin er síður en svo klofin í herðar niður. Hún vill útkljá hvort haldið skuli af stað að nýju eða ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Mestur munur innan stjórnmálaflokkanna Myndin sem blasir við þegar svör eru greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sýnir meira bil á milli þeirra sem eru hlynntir og þeirra sem eru andvígur, bæði milli flokkanna og innan þeirra. Sjá má að stuðningsmenn í öllum flokkum nema einum eru hlynntari en þeir sem eru andvígir. Þá kemur í ljós að eftir því sem fleiri stuðningsmenn flokks eru andvígir virðast fleiri hlutlausir. Á hinn bóginn eru mun færri hlutlausir þegar flestir stuðningsmenn viðkomandi flokks eru jákvæðir. Listin að hlusta Vaxandi þungi hefur verið í Evrópuumræðunni undanfarin misseri og það er líka augljóst að fleiri og fleiri vilja taka af skarið um framhaldið með þjóðaratkvæði. Það gildir trúlega bæði um andstæðinga og fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar standa vissulega fyrir ákveðna stefnu og sjónarmið og berjast fyrir þeim málefnum og vilja koma þeim sem best til skila. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Þeir verða þó á sama tíma að kunna listina að hlusta eftir kröfum almennings og hleypa honum að ákvörðunum þegar stórmál eiga í hlut. Það gildir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er tími til að hlusta. Vertu með og skráðu þig í Evrópuhreyfinguna á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steindór Valdimarsson Utanríkismál Evrópusambandið Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópuhreyfingin hefur fengið Maskínu til þess að gera kannanir um viðhorf Íslendinga til aðildar Íslands að Evrópusambandinu og fleiri atriða sem henni tengjast. Fleiri kannanir verða gerðar í framtíðinni til þess að fylgjast með framvindu mála. Evrópuhreyfingin lítur svo á að nauðsynlegt sé að almenningur ráði för þegar kemur að aðild Íslands að Evrópusambandinu. Aðild er stórt og mikilvægt mál sem ekki á að láta stjórnmálaflokkana eina um. Málið er stærra en stundarhagsmunir þeirra eða þras um myndun ríkisstjórnar á hverjum tíma. Evrópuhreyfingin hefur mótað sér þá stefnu, ekki síst í ljósi sögu Evrópumála hér á landi, að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla um málið, sú fyrri um að hefja viðræður að nýju og hin síðari um aðild á grundvelli aðildarsamnings. Þegar sú leið er farin verður að tryggja að stjórnmálaflokkar, ríkisstjórn og Alþingi virði og vinni samkvæmt þeim niðurstöðum. Þráður tekinn upp að nýju Það virðist víðtæk pólitísk sátt um að aðildarviðræður verði ekki teknar upp að nýju án þess að leggja það í dóm þjóðarinnar. Forsendur stjórnmálaflokkanna eru mismunandi fyrir þessari afstöðu og eins viðhorf þeirra til þess hvenær eða hvort slík atkvæðagreiðsla skuli fara fram. Ekki fer á milli mála að meirihluti þjóðarinnar og um leið meirihluti fylgjenda nær allra stjórnmálaflokkanna er hlynntur því að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framhaldið.Maskína hefur í tvígang, í desember 2022 og apríl 2023, spurt eftirfarandi spurningar: Ertu hlynnt(ur) eða andvíg(ur/t) þjóðaratkvæðagreiðslu um að Ísland taki aftur upp aðildarviðræður við ESB? Í bæði skiptin var niðurstaðan sú að mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en eru henni andvígir og glöggt sést að það er marktæk aukning meðal þeirra sem eru hlynntir og að sama skapi fækkun meðal þeirra sem eru andvígir eða hlutlausir (hvorki hlynntir né andvígir). Stuðningur við þjóðaratkvæðagreiðsluna hefur vaxið verulega og andstaðan að sama skapi minnkað. Meirihlutinn er víða Mun fleiri eru hlynntir þjóðaratkvæðagreiðslu en þeir sem eru andvígir og er þá sama hvort horft er til kyns, aldurs, búsetu eða menntunar. Þeir sem eru hlynntir eru á bilinu 50,5% til 66%, en andvígir á bilinu 13,3% til 24,6%. Loks eru þeir sem eru hlutlausir á bilinu 17,8% til 33,4%. Niðurstaðan er því sú að stuðningurinn er víðtækari og almennari en sumir vilja vera láta. Það blasir því við að þjóðin er síður en svo klofin í herðar niður. Hún vill útkljá hvort haldið skuli af stað að nýju eða ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu. Mestur munur innan stjórnmálaflokkanna Myndin sem blasir við þegar svör eru greind eftir stuðningi við stjórnmálaflokka sýnir meira bil á milli þeirra sem eru hlynntir og þeirra sem eru andvígur, bæði milli flokkanna og innan þeirra. Sjá má að stuðningsmenn í öllum flokkum nema einum eru hlynntari en þeir sem eru andvígir. Þá kemur í ljós að eftir því sem fleiri stuðningsmenn flokks eru andvígir virðast fleiri hlutlausir. Á hinn bóginn eru mun færri hlutlausir þegar flestir stuðningsmenn viðkomandi flokks eru jákvæðir. Listin að hlusta Vaxandi þungi hefur verið í Evrópuumræðunni undanfarin misseri og það er líka augljóst að fleiri og fleiri vilja taka af skarið um framhaldið með þjóðaratkvæði. Það gildir trúlega bæði um andstæðinga og fylgjendur aðildar Íslands að Evrópusambandinu. Stjórnmálamenn og stjórnmálaflokkar standa vissulega fyrir ákveðna stefnu og sjónarmið og berjast fyrir þeim málefnum og vilja koma þeim sem best til skila. Það er eðlilegt og sjálfsagt. Þeir verða þó á sama tíma að kunna listina að hlusta eftir kröfum almennings og hleypa honum að ákvörðunum þegar stórmál eiga í hlut. Það gildir um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Nú er tími til að hlusta. Vertu með og skráðu þig í Evrópuhreyfinguna á www.evropa.is Höfundur er formaður Evrópuhreyfingarinnar.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar