Ákæra dómsmálaráðherra Texas fyrir embættisbrot Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2023 16:54 Ken Paxton, dómsmálaráðherra Texas, hefur lengi verið umdeildur. AP/Tony Gutierrez Ríkisþingmenn í Texas tóku í gær skref í því að ákæra Ken Paxton, dómsmálaráðherra ríkisins, fyrir embættisbrot og spillingu. Ákæran er í tuttugu liðum en Paxton hefur um árabil verið viðloðinn ýmis hneykslismál. Meðlimir rannsóknarnefndar ríkisþingsins, sem leidd er af Repúblikönum, samþykktu samhljóða í gær að leggja ákæruna fyrir þingið og verður mögulega greitt atkvæði um hana þar í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði ákæran samþykkt gæti yrði Paxton vikið samstundis úr embætti. Gerist það, yrði Paxton þriðji maðurinn í sögu Texas sem yrði vikið úr embætti með þessum hætti. Paxton hefur lengi verið umdeildur en hann bað Hæstarétt Bandaríkjanna árið 2020 um að fella sigur Joe Biden, forseta, úr gildi. Hann hefur einnig verið til rannsóknar af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hafi beitt embætti sínu til að hjálpa manni sem hefur styrkt kosningabaráttu hans í gegnum árin. Þar að auki var Paxton ákærður fyrir fjársvik árið 2015 en samkvæmt AP hefur það mál aldrei ratað í dómsal. Rannsókn Repúblikana leit fyrst dagsins ljós á þriðjudaginn en þá brást Paxton reiður við. Hann staðhæfði að Dade Phelan, forseti þingsins, sem Paxton kallaði „frjálslyndan“ eiga í pólitískum árásum gegn sér og kallaði eftir afsögn hans. Þá sakaði Paxton Phelan um að hafa verið ölvaðan á þingi í síðustu viku. „Þetta er sorgardagur í Texas þar sem við verðum vitni að spilltum langtíma stjórnmálamönnum sameinast í þessari ólögmætu tilraun til að fella vilja fólksins úr gildi og gera lítið úr atkvæðum kjósenda ríkisins,“ sagði Paxton í yfirlýsingu í gær. Þá hélt hann því fram að ekkert væri til í ásökunum gegn honum. Beitti embætti sínu í þágu vinar Farið er yfir ákæruliðina gegn Paxton í grein Texas Tribune en margar þeirra snúast um að ráðherrann hafi brugðist opinberum skildum sínum og misbeitt valdi sínu sem dómsmálaráðherra í þágu vina sinna og annarra. Sérstaklega Nate Paul, sem er bæði vinur Paxton og stuðningsmaður. Einn liður snýr að mútuþægni þar sem Repúblikanar segja Paxton hafa beðið Paul um að ráða konu sem Paxton var að halda við á þeim tíma. Paul greiddi einnig fyrir endurbætur á heimili Paxton í skiptum fyrir lagalega aðstoð. Þá er Paxton sakaður um að hafa látið opinbera starfsmenn vinna í þágu Paul svo það hafi kostað Texas minnst 72 þúsund dali. Paxton er einnig sakaður um spillingu í tengslum við áðurnefnda fjársvikaákæru. Hann er meðal annars sakaður um að hafa komið í veg fyrir að ákærurnar yrðu opinberaðar fyrir kosningar, sem hann vann svo. Bandaríkin Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira
Meðlimir rannsóknarnefndar ríkisþingsins, sem leidd er af Repúblikönum, samþykktu samhljóða í gær að leggja ákæruna fyrir þingið og verður mögulega greitt atkvæði um hana þar í dag, samkvæmt AP fréttaveitunni. Verði ákæran samþykkt gæti yrði Paxton vikið samstundis úr embætti. Gerist það, yrði Paxton þriðji maðurinn í sögu Texas sem yrði vikið úr embætti með þessum hætti. Paxton hefur lengi verið umdeildur en hann bað Hæstarétt Bandaríkjanna árið 2020 um að fella sigur Joe Biden, forseta, úr gildi. Hann hefur einnig verið til rannsóknar af Alríkislögreglu Bandaríkjanna vegna gruns um að hann hafi beitt embætti sínu til að hjálpa manni sem hefur styrkt kosningabaráttu hans í gegnum árin. Þar að auki var Paxton ákærður fyrir fjársvik árið 2015 en samkvæmt AP hefur það mál aldrei ratað í dómsal. Rannsókn Repúblikana leit fyrst dagsins ljós á þriðjudaginn en þá brást Paxton reiður við. Hann staðhæfði að Dade Phelan, forseti þingsins, sem Paxton kallaði „frjálslyndan“ eiga í pólitískum árásum gegn sér og kallaði eftir afsögn hans. Þá sakaði Paxton Phelan um að hafa verið ölvaðan á þingi í síðustu viku. „Þetta er sorgardagur í Texas þar sem við verðum vitni að spilltum langtíma stjórnmálamönnum sameinast í þessari ólögmætu tilraun til að fella vilja fólksins úr gildi og gera lítið úr atkvæðum kjósenda ríkisins,“ sagði Paxton í yfirlýsingu í gær. Þá hélt hann því fram að ekkert væri til í ásökunum gegn honum. Beitti embætti sínu í þágu vinar Farið er yfir ákæruliðina gegn Paxton í grein Texas Tribune en margar þeirra snúast um að ráðherrann hafi brugðist opinberum skildum sínum og misbeitt valdi sínu sem dómsmálaráðherra í þágu vina sinna og annarra. Sérstaklega Nate Paul, sem er bæði vinur Paxton og stuðningsmaður. Einn liður snýr að mútuþægni þar sem Repúblikanar segja Paxton hafa beðið Paul um að ráða konu sem Paxton var að halda við á þeim tíma. Paul greiddi einnig fyrir endurbætur á heimili Paxton í skiptum fyrir lagalega aðstoð. Þá er Paxton sakaður um að hafa látið opinbera starfsmenn vinna í þágu Paul svo það hafi kostað Texas minnst 72 þúsund dali. Paxton er einnig sakaður um spillingu í tengslum við áðurnefnda fjársvikaákæru. Hann er meðal annars sakaður um að hafa komið í veg fyrir að ákærurnar yrðu opinberaðar fyrir kosningar, sem hann vann svo.
Bandaríkin Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Ríkissjórn Scholz er sprungin Erlent Varað við ofsaveðri á Vestfjörðum og Norðurlandi Veður „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ Innlent Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Innlent „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ Innlent Fleiri fréttir Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Sjá meira