Erlendir fjárfestar ekki átt stærri hlut í Íslandsbanka frá skráningu
![Þrír stærstu erlendu fjárfestarnir í eigendahópi Íslandsbanka hafa verið að auka nokkuð við hlut sinn að undanförnu.](https://www.visir.is/i/A5029FD80845369812C74C90CBF3A8E63AF52D76F50A599CBD8B80C54C575F90_713x0.jpg)
Á sama tíma og Capital Group lauk við sölu á eftirstandandi hlutum sínum í Marel fyrr í þessum mánuði hefur bandaríski sjóðastýringarrisinn haldið áfram að stækka við stöðu sína í Íslandsbanka en samanlagður eignarhlutur erlendra sjóða í bankanum er nú farinn að nálgast tíu prósent. Samkvæmt nýju verðmati er bankinn metinn á liðlega 19 prósent yfir núverandi markaðsgengi.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/3903B5C95716D7E657DE35EA12966C9CC620401F79208E6C6CC0B499CD1EF5CC_308x200.jpg)
Stilla upp ráðgjöfum fyrir viðræður um stærsta samruna Íslandssögunnar
Rúmlega mánuði eftir að stjórn Íslandabanka féllst á beiðni Kviku um að hefja formlegar viðræður um mögulega sameiningu félaganna, sem yrði þá verðmætasti banki landsins, hafa bankarnir gengið frá ráðningum á helstu lögfræði- og fjármálaráðgjöfum sínum fyrir samrunaferlið. Vænta má þess að viðræðurnar, sem hafa farið nokkuð hægt af stað, verði tímafrekar og krefjandi, meðal annars vegna væntanlegra skilyrða Samkeppniseftirlitsins.