Mikil vandræði við hættulega þjálfun „sela“ Samúel Karl Ólason skrifar 26. maí 2023 13:00 BUDS eru tveggja mánaða þjálfunarbúðir sem eru þekktar fyrir að vera mjög erfiðar. AP/Anthony Walker Leiðtogar þjálfunarbúða svokallaðra sela, sérsveitarmanna sjóhers Bandaríkjanna, (e. Navy Seals) hafa haldið illa á spöðunum undanfarin ár. Lítið er fylgst með þjálfurum, sem hafa gert þjálfunina mun erfiðari á undanförnum árum svo brottfall og notkun ólöglegra lyfja hefur aukist til muna. Þá eru heilbrigðisstarfsmenn búðanna ekki nægjanlega undirbúnir fyrir störf þeirra og grípa ekki inn í þegar þörf er á. Þegar brottfallstíðni hækkaði verulega vegna aukins erfiðleika, kvartaði æðsti yfirmaður búðanna yfir því að nýjasta kynslóðin væri of aum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum skýrslu sem sjóherinn lét gera á þjálfunarbúðunum sem kallast Basic Underwater Demolition/SEAL, eða BUDS. Þar segir að án betri yfirsjónar og ábyrgðar sé ekki hægt að framkvæma þessa erfiðu og hættulegu þjálfun af nægjanlegu öryggi. Einnig þurfi að grípa til leiða til að finna og stöðva notkun ólöglegra lyfja. Selirnir svokölluðu eru einhverjir best þjálfuðu sérsveitarmenn Bandaríkjanna og hafa komið að fjölmörgum frægum aðgerðum, eins og því þegar Osama bin Laden var skotinn til bana í Pakistan árið 2011. Sjá einnig: Selunum sigað á Kína og Rússland Skýrsla í kjölfar dauðsfalls Skýrsla þessi var unnin í kjölfar fréttaflutnings New York Times um dauðsföll í BUDS, aukins brottfalls og aukinnar lyfjanotkunar. Í þeirri grein var rifjað upp dauðsfall hins 24 ára Kylu Mullen sem dó í BUDS í janúar í fyrra. Hann var mikill íþróttamaður og einn af 210 mönnum sem tóku þátt í þessum tveggja mánaða þjálfunarbúðum. Um miðja fjórðu vikuna, sem kallast „Hell Week“ eða „Helvítis vikan“ höfðu 189 þeirra hætt eða þurft að hætta vegna meiðsla eða veikinda. Mullen var ekki einn þeirra en hann hélt áfram, þó hann hóstaði upp blóði vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann lauk vikunni, fór aftur í vistaverur sínar, lagðist í gólfið og lést nokkrum klukkustundum síðar. Sama dag var annar maður sem lauk þjálfuninni settur í öndunarvél og tveir aðrir lagðir inn á sjúkrahús. „Helvítis vikan“ fellst í því að yfir fimm og hálfan dag þurfa þátttakendur í BUDS að hlaupa rúmlega 320 kílómetra og stunda erfiðar æfingar í meira en tuttugu tíma á sólarhring. Heilt yfir alla vikuna fá þeir einungis að sofa samanlagt í nokkrar klukkustundir. Fjölskylda Mullen mótmælti formlegri dánarorsök hans, sem var sögð vera lungnabólga, og hafa haldið því fram að sjóherinn hafi drepið hann. Þátttakendur í BUDS séu keyrðir að þolmörkum líkama þeirra og eftirlit með þeim á meðan á þjálfuninni stendur og eftir hana sé ekki nægjanlegt. „Þeir drápu hann,“ hafði NYT eftir móður Mullen. „Þeir kalla þetta þjálfun en þetta eru pyntingar. Þeir veittu þeim ekki einu sinni nægjanlega læknaþjónustu. Þeir koma verr fram við þessa menn en þeir mega koma fram við stríðsfanga.“ Þegar verið var að taka saman eigur Mullen fundust sprautunálar og ólögleg lyf eins og sterar. Í kjölfarið var gerð rannsókn og í ljós kom að um fjörutíu þátttakendur í BUDS greindust með stera eða önnur lyf í blóðinu, eða þeir viðurkenndu lyfjanotkun. Leggja til umbætur Í áðurnefndri skýrslu, sem áhugasamir geta fundið hér, er lagt til að læknastarf og eftirlit með heilsu þátttakenda verði bætt. Ef það hefði verið gert áður, segja höfundar skýrslunnar að Mullen hefði líklega ekki dáið. Þá er einnig farið yfir það að bæta þurfi eftirlit með ólöglegri lyfjanotkun og bæta fræðslu og forvarnir. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn sjóhersins og annarra hluta herafla Bandaríkjanna hafa dregið fæturna í því að bæta eftirlit með lyfjanotkun. Sjóherinn segir að þegar sé búið að fjölga heilbrigðisstarfsfólki í BUDS og auka þjálfun þeirra, sérstaklega varðandi þau hjarta- og öndunarvandamál sem einkenna „Helvítis vikuna“. Höfundar skýrslunnar ítreka að sérsveitarmenn eins og Selir þurfi mikla þjálfun og þurfi að geta gengið í gegnum mikla erfiðleika. BUDS þjálfarar hafi hins vegar dregið úr ráðgjöf og kennslu á undanförnum árum og þess í stað einbeitt sér að því að reyna að sía fólk úr þjálfuninni. Það hafi gert þátttakendur í BUDS hrædda við að leita sér aðstoðar af ótta við að verða álitnir veikgeðja eða aumir. Þess í stað hafi þeir snúið sér að ólöglegum lyfjum eins og sterum. Þetta mun hafa verið liðið af þjálfurum BUDS en í skýrslunni segir að Mullen og öðrum hafi verið sagt af þjálfara að þeir þyrftu ekki á sterum eða öðrum lyfjum að halda. Þeir ættu í það minnsta ekki að láta góma sig með þau. Móðir Mullen segir að hann hafi rætt við hana um stera og það að hann hafi hugsað um að kaupa þá, því aðrir væru á þeim og þannig með forskot á hann. Þrír yfirmenn í sjóhernum fengu áminningar vegna dauða Mullen. Þar á meðal yfirmaður sérsveita sjóhersins, yfirmaður BUDS og ónefndur læknir. Bandaríkin Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira
Þá eru heilbrigðisstarfsmenn búðanna ekki nægjanlega undirbúnir fyrir störf þeirra og grípa ekki inn í þegar þörf er á. Þegar brottfallstíðni hækkaði verulega vegna aukins erfiðleika, kvartaði æðsti yfirmaður búðanna yfir því að nýjasta kynslóðin væri of aum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í niðurstöðum skýrslu sem sjóherinn lét gera á þjálfunarbúðunum sem kallast Basic Underwater Demolition/SEAL, eða BUDS. Þar segir að án betri yfirsjónar og ábyrgðar sé ekki hægt að framkvæma þessa erfiðu og hættulegu þjálfun af nægjanlegu öryggi. Einnig þurfi að grípa til leiða til að finna og stöðva notkun ólöglegra lyfja. Selirnir svokölluðu eru einhverjir best þjálfuðu sérsveitarmenn Bandaríkjanna og hafa komið að fjölmörgum frægum aðgerðum, eins og því þegar Osama bin Laden var skotinn til bana í Pakistan árið 2011. Sjá einnig: Selunum sigað á Kína og Rússland Skýrsla í kjölfar dauðsfalls Skýrsla þessi var unnin í kjölfar fréttaflutnings New York Times um dauðsföll í BUDS, aukins brottfalls og aukinnar lyfjanotkunar. Í þeirri grein var rifjað upp dauðsfall hins 24 ára Kylu Mullen sem dó í BUDS í janúar í fyrra. Hann var mikill íþróttamaður og einn af 210 mönnum sem tóku þátt í þessum tveggja mánaða þjálfunarbúðum. Um miðja fjórðu vikuna, sem kallast „Hell Week“ eða „Helvítis vikan“ höfðu 189 þeirra hætt eða þurft að hætta vegna meiðsla eða veikinda. Mullen var ekki einn þeirra en hann hélt áfram, þó hann hóstaði upp blóði vegna alvarlegrar lungnabólgu. Hann lauk vikunni, fór aftur í vistaverur sínar, lagðist í gólfið og lést nokkrum klukkustundum síðar. Sama dag var annar maður sem lauk þjálfuninni settur í öndunarvél og tveir aðrir lagðir inn á sjúkrahús. „Helvítis vikan“ fellst í því að yfir fimm og hálfan dag þurfa þátttakendur í BUDS að hlaupa rúmlega 320 kílómetra og stunda erfiðar æfingar í meira en tuttugu tíma á sólarhring. Heilt yfir alla vikuna fá þeir einungis að sofa samanlagt í nokkrar klukkustundir. Fjölskylda Mullen mótmælti formlegri dánarorsök hans, sem var sögð vera lungnabólga, og hafa haldið því fram að sjóherinn hafi drepið hann. Þátttakendur í BUDS séu keyrðir að þolmörkum líkama þeirra og eftirlit með þeim á meðan á þjálfuninni stendur og eftir hana sé ekki nægjanlegt. „Þeir drápu hann,“ hafði NYT eftir móður Mullen. „Þeir kalla þetta þjálfun en þetta eru pyntingar. Þeir veittu þeim ekki einu sinni nægjanlega læknaþjónustu. Þeir koma verr fram við þessa menn en þeir mega koma fram við stríðsfanga.“ Þegar verið var að taka saman eigur Mullen fundust sprautunálar og ólögleg lyf eins og sterar. Í kjölfarið var gerð rannsókn og í ljós kom að um fjörutíu þátttakendur í BUDS greindust með stera eða önnur lyf í blóðinu, eða þeir viðurkenndu lyfjanotkun. Leggja til umbætur Í áðurnefndri skýrslu, sem áhugasamir geta fundið hér, er lagt til að læknastarf og eftirlit með heilsu þátttakenda verði bætt. Ef það hefði verið gert áður, segja höfundar skýrslunnar að Mullen hefði líklega ekki dáið. Þá er einnig farið yfir það að bæta þurfi eftirlit með ólöglegri lyfjanotkun og bæta fræðslu og forvarnir. AP fréttaveitan segir forsvarsmenn sjóhersins og annarra hluta herafla Bandaríkjanna hafa dregið fæturna í því að bæta eftirlit með lyfjanotkun. Sjóherinn segir að þegar sé búið að fjölga heilbrigðisstarfsfólki í BUDS og auka þjálfun þeirra, sérstaklega varðandi þau hjarta- og öndunarvandamál sem einkenna „Helvítis vikuna“. Höfundar skýrslunnar ítreka að sérsveitarmenn eins og Selir þurfi mikla þjálfun og þurfi að geta gengið í gegnum mikla erfiðleika. BUDS þjálfarar hafi hins vegar dregið úr ráðgjöf og kennslu á undanförnum árum og þess í stað einbeitt sér að því að reyna að sía fólk úr þjálfuninni. Það hafi gert þátttakendur í BUDS hrædda við að leita sér aðstoðar af ótta við að verða álitnir veikgeðja eða aumir. Þess í stað hafi þeir snúið sér að ólöglegum lyfjum eins og sterum. Þetta mun hafa verið liðið af þjálfurum BUDS en í skýrslunni segir að Mullen og öðrum hafi verið sagt af þjálfara að þeir þyrftu ekki á sterum eða öðrum lyfjum að halda. Þeir ættu í það minnsta ekki að láta góma sig með þau. Móðir Mullen segir að hann hafi rætt við hana um stera og það að hann hafi hugsað um að kaupa þá, því aðrir væru á þeim og þannig með forskot á hann. Þrír yfirmenn í sjóhernum fengu áminningar vegna dauða Mullen. Þar á meðal yfirmaður sérsveita sjóhersins, yfirmaður BUDS og ónefndur læknir.
Bandaríkin Mest lesið Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Norðanáttin getur náð stormstyrk Veður Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent Fleiri fréttir Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu „Við getum öll látið fé af hendi rakna“ Johnson endurkjörinn þingforseti með naumum meirihluta Tímabært að Grænland taki skref í átt að sjálfstæði Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Sjá meira