Segir Meistaradeildarsætið fínt en að liðið vilji meira Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. maí 2023 23:00 Bruno Fernandes segir að Manchester United vilji meira en bara Meistaradeildarsæti. Catherine Ivill/Getty Images Bruno Fernandes, leikmaður Manchester United, var nokkuð sáttur eftir 4-1 sigur liðsins gegn Chelsea í kvöld. Með sigrinum tryggði liðið sér sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili, en Fernandes segir þó að liðið vilji meira. „Að ná Meistaradeildarsætinu er fínt, en það er ekki fullkomið því við viljum meira. Miðað við hvernig við byrjuðum tímabilið þá er það mjög gott. Við unnum deildarbikarinn sem var markmiðið eftir að við sáum að við ættum ekki möguleika í deildinni og nú snýst þetta um að klára deildina af krafti og mæta svo til leiks í FA-bikarnum,“ sagði Portúgalinn, en Manchester United mætir nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitum FA-bikarsins í júní. „Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir á tímabilinu. Við erum búnir að vinna marga leiki á heimavelli og þeir hafa skapað magnað andrúmsloft. Þeir vita vel hversu mikilvægir þeir eru og við kunnum virkilega að meta allt sem þeir gera fyrir okkur.“ Þá segir leikmaðurinn einnig að það hafi verið auka plús að hafa með sigrinum gert út um Meistaradeildarvonir Liverpool. „Við vitum að það er eitthvað sem skiptir stuðningsmennina miklu máli. Fyrir okkur snýst þetta samt um að ná markmiðunum okkar. Auðvitað vitum við að við verðum glaðir með það að Liverpool verður ekki í keppninni, en fyrir okkur snýst þetta um að ná sem bestum árangri fyrir okkur sjálfa,“ sagð Portúgalinn að lokum. 🗣️ “We know it means a lot for us. We know they are happy for Liverpool to not be there.”Bruno Fernandes on stopping Liverpool from qualifying for the UEFA Champions League. 👀 pic.twitter.com/3thGw619ol— Football Daily (@footballdaily) May 25, 2023 Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira
„Að ná Meistaradeildarsætinu er fínt, en það er ekki fullkomið því við viljum meira. Miðað við hvernig við byrjuðum tímabilið þá er það mjög gott. Við unnum deildarbikarinn sem var markmiðið eftir að við sáum að við ættum ekki möguleika í deildinni og nú snýst þetta um að klára deildina af krafti og mæta svo til leiks í FA-bikarnum,“ sagði Portúgalinn, en Manchester United mætir nágrönnum sínum í Manchester City í úrslitum FA-bikarsins í júní. „Stuðningsmennirnir hafa verið frábærir á tímabilinu. Við erum búnir að vinna marga leiki á heimavelli og þeir hafa skapað magnað andrúmsloft. Þeir vita vel hversu mikilvægir þeir eru og við kunnum virkilega að meta allt sem þeir gera fyrir okkur.“ Þá segir leikmaðurinn einnig að það hafi verið auka plús að hafa með sigrinum gert út um Meistaradeildarvonir Liverpool. „Við vitum að það er eitthvað sem skiptir stuðningsmennina miklu máli. Fyrir okkur snýst þetta samt um að ná markmiðunum okkar. Auðvitað vitum við að við verðum glaðir með það að Liverpool verður ekki í keppninni, en fyrir okkur snýst þetta um að ná sem bestum árangri fyrir okkur sjálfa,“ sagð Portúgalinn að lokum. 🗣️ “We know it means a lot for us. We know they are happy for Liverpool to not be there.”Bruno Fernandes on stopping Liverpool from qualifying for the UEFA Champions League. 👀 pic.twitter.com/3thGw619ol— Football Daily (@footballdaily) May 25, 2023
Enski boltinn Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Fótbolti Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Fótbolti Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Fleiri fréttir Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Sjá meira