Bognar Bjarni undan hagsmunaþrýstingi? Ólafur Stephensen skrifar 25. maí 2023 16:31 Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. Tilefni lagasetningarinnar var beiðni Úkraínu til EFTA-ríkjanna um niðurfellingu tolla á úkraínskum vörum. Í beiðninni kom fram að innrás Rússa hefði leitt til þess að lokazt hefði fyrir útflutning frá Úkraínu um hafnir landsins við Svartahaf. Í þeim tilgangi að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök leituðu stjórnvöld í Úkraínu leiða til að auka útflutning yfir þau landamæri ríkisins sem liggja að ríkjum í Evrópu og styrkja þannig efnahag landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áföllum vegna innrásar Rússa. Til að greiða fyrir þessu felldi Úkraína sjálf niður alla tolla á innflutningi. ESB og Bretland framlengja tollfrelsiðÍ greinargerð með frumvarpi Bjarna sagði: „Meginmarkmið með frumvarpi þessu er að Ísland sýni stuðning sinn við Úkraínu í verki og geri nauðsynlegar breytingar á lögum í þeim tilgangi að greiða fyrir viðskiptum á þeim erfiðu tímum sem ríkið gengur í gegnum. Einnig er vert að hafa í huga að hér fetar Ísland í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands sem þegar hafa orðið við beiðni Úkraínu.“ Bretland ákvað í febrúar síðastliðnum að framlengja tollfrelsi á úkraínskum vörum út árið. Evrópusambandið ákvað í apríl að framlengja tollfríðindin um ár. Ekkert bólar hins vegar á nýju frumvarpi frá fjármálaráðherranum, þótt tíminn til að framlengja bráðabirgðaákvæðið sé orðinn afar knappur. Á því er einföld skýring; hann og aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn eru undir gríðarlegum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði að framlengja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu. Hagsmunaþrýstingur vegna 2-3% af markaðnum Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu Bjarna formlegt erindi í byrjun þessa mánaðar og lögðust gegn framlengingu tollfrelsisins. Ástæðan er einkum sögð sú að ódýr kjúklingur frá Úkraínu geti veitt íslenzkum kjúklingaframleiðendum samkeppni. Í drögum að minnisblaði matvælaráðuneytisins um áhrif niðurfellingar tollanna undanfarið ár kemur fram að innflutningur frá Úkraínu hafi aukizt um 50% á milli áranna 2021 og 2022. Meirihluti innflutningsins er iðnvarningur. Hlutfall búvara af innflutningnum var 9% og tvöfaldaðist á milli ára. Frá miðjum júní í fyrra, þegar tollarnir voru felldir niður, og þar til í marz síðastliðnum, voru fluttar inn úkraínskar búvörur fyrir heilar 93 milljónir króna, aðallega kjúklingur. „Á tímabilinu hefur úkraínskur kjúklingur verið innan við 10% af heildarinnflutningi og ef gera má ráð fyrir svipaðri þróun á magni næstu mánuði væri markaðshlutdeild kjúklingakjöts frá Úkraínu í kringum 2-3% á innlendum markaði yfir 12 mánaða tímabil,“ segir í plaggi matvælaráðuneytisins. Þar er jafnframt sett fram það mat að ólíklegt sé að innflutningurinn hafi mikil áhrif á verð á innlendu kjúklingakjöti, enda sé um hlutfallslega lítið magn að ræða. Það breytir ekki því að neytendur hafa á undanförnum mánuðum séð úkraínskt kjúklingakjöt í frystiborðum stórmarkaða á verði sem ekki hefur sézt áður – vegna tollfrelsisins. Hvernig skýra ráðherrar viðsnúninginn fyrir Úkraínumönnum?Það má undrum sæta ef fjármálaráðherrann hefur ekki meira bein í nefinu en svo að hann lúffi fyrir þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði og láti hjá líða að leggja til endurnýjun á löggjöf, sem hefur bæði falið í sér stuðning við okkar stríðshrjáða vinaríki Úkraínu og bættan hag neytenda. Og það vegna viðskipta, sem nema 2-3% af markaði fyrir kjúklingakjöt! Sömuleiðis má velta fyrir sér hvernig samráðherrar Bjarna, þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, hyggjast útskýra fyrir úkraínskum kollegum sínum á næsta alþjóðlega fundi að Ísland hafi ákveðið að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu vegna þrýstings frá litlum sérhagsmunahópi. Er það í stíl við að halda leiðtogafundi og vera þjóð meðal þjóða? Er virkilega svona auðvelt að beygja íslenzk stjórnvöld í öðru eins prinsippmáli? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Skattar og tollar Úkraína Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Eftir sex daga, hinn 31. maí, fellur úr gildi bráðabirgðaákvæði í tollalögum, sem fellir niður tolla af öllum vörum frá Úkraínu. Ákvæðið var sett í lög í fyrravor, að tillögu Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra sem flutti frumvarp um málið. Tilefni lagasetningarinnar var beiðni Úkraínu til EFTA-ríkjanna um niðurfellingu tolla á úkraínskum vörum. Í beiðninni kom fram að innrás Rússa hefði leitt til þess að lokazt hefði fyrir útflutning frá Úkraínu um hafnir landsins við Svartahaf. Í þeim tilgangi að halda efnahag landsins gangandi þrátt fyrir stríðsátök leituðu stjórnvöld í Úkraínu leiða til að auka útflutning yfir þau landamæri ríkisins sem liggja að ríkjum í Evrópu og styrkja þannig efnahag landsins, sem hefur orðið fyrir miklum áföllum vegna innrásar Rússa. Til að greiða fyrir þessu felldi Úkraína sjálf niður alla tolla á innflutningi. ESB og Bretland framlengja tollfrelsiðÍ greinargerð með frumvarpi Bjarna sagði: „Meginmarkmið með frumvarpi þessu er að Ísland sýni stuðning sinn við Úkraínu í verki og geri nauðsynlegar breytingar á lögum í þeim tilgangi að greiða fyrir viðskiptum á þeim erfiðu tímum sem ríkið gengur í gegnum. Einnig er vert að hafa í huga að hér fetar Ísland í fótspor Evrópusambandsins og Bretlands sem þegar hafa orðið við beiðni Úkraínu.“ Bretland ákvað í febrúar síðastliðnum að framlengja tollfrelsi á úkraínskum vörum út árið. Evrópusambandið ákvað í apríl að framlengja tollfríðindin um ár. Ekkert bólar hins vegar á nýju frumvarpi frá fjármálaráðherranum, þótt tíminn til að framlengja bráðabirgðaákvæðið sé orðinn afar knappur. Á því er einföld skýring; hann og aðrir ráðherrar og stjórnarþingmenn eru undir gríðarlegum þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði að framlengja ekki tollfrelsi vara frá Úkraínu. Hagsmunaþrýstingur vegna 2-3% af markaðnum Samtök fyrirtækja í landbúnaði sendu Bjarna formlegt erindi í byrjun þessa mánaðar og lögðust gegn framlengingu tollfrelsisins. Ástæðan er einkum sögð sú að ódýr kjúklingur frá Úkraínu geti veitt íslenzkum kjúklingaframleiðendum samkeppni. Í drögum að minnisblaði matvælaráðuneytisins um áhrif niðurfellingar tollanna undanfarið ár kemur fram að innflutningur frá Úkraínu hafi aukizt um 50% á milli áranna 2021 og 2022. Meirihluti innflutningsins er iðnvarningur. Hlutfall búvara af innflutningnum var 9% og tvöfaldaðist á milli ára. Frá miðjum júní í fyrra, þegar tollarnir voru felldir niður, og þar til í marz síðastliðnum, voru fluttar inn úkraínskar búvörur fyrir heilar 93 milljónir króna, aðallega kjúklingur. „Á tímabilinu hefur úkraínskur kjúklingur verið innan við 10% af heildarinnflutningi og ef gera má ráð fyrir svipaðri þróun á magni næstu mánuði væri markaðshlutdeild kjúklingakjöts frá Úkraínu í kringum 2-3% á innlendum markaði yfir 12 mánaða tímabil,“ segir í plaggi matvælaráðuneytisins. Þar er jafnframt sett fram það mat að ólíklegt sé að innflutningurinn hafi mikil áhrif á verð á innlendu kjúklingakjöti, enda sé um hlutfallslega lítið magn að ræða. Það breytir ekki því að neytendur hafa á undanförnum mánuðum séð úkraínskt kjúklingakjöt í frystiborðum stórmarkaða á verði sem ekki hefur sézt áður – vegna tollfrelsisins. Hvernig skýra ráðherrar viðsnúninginn fyrir Úkraínumönnum?Það má undrum sæta ef fjármálaráðherrann hefur ekki meira bein í nefinu en svo að hann lúffi fyrir þrýstingi frá hagsmunaaðilum í landbúnaði og láti hjá líða að leggja til endurnýjun á löggjöf, sem hefur bæði falið í sér stuðning við okkar stríðshrjáða vinaríki Úkraínu og bættan hag neytenda. Og það vegna viðskipta, sem nema 2-3% af markaði fyrir kjúklingakjöt! Sömuleiðis má velta fyrir sér hvernig samráðherrar Bjarna, þær Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, hyggjast útskýra fyrir úkraínskum kollegum sínum á næsta alþjóðlega fundi að Ísland hafi ákveðið að falla frá þessum stuðningi við Úkraínu vegna þrýstings frá litlum sérhagsmunahópi. Er það í stíl við að halda leiðtogafundi og vera þjóð meðal þjóða? Er virkilega svona auðvelt að beygja íslenzk stjórnvöld í öðru eins prinsippmáli? Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar