Markaðssókn banka á íbúðamarkaði kynti undir verðbólgu
Tilfærsla nýrra íbúðalána frá lífeyrissjóðum til banka, sem átti sér stað eftir að vextir voru lækkaðir verulega í upphafi heimsfaraldursins, hafði þau áhrif að peningamagn í umferð jókst og þar með verðbólguþrýstingur. Ólíkt útlánum lífeyrissjóða eru bankalán þess eðlis að nýtt fjármagn verður til við veitingu þeirra.