Snorri Steinn kynntur til leiks á blaðamannafundi í dag Sindri Sverrisson skrifar 1. júní 2023 11:54 Snorri Steinn Guðjónsson hefur gert frábæra hluti sem þjálfari Vals síðustu ár, bæði á innlendum og erlendum vettvangi. vísir/Diego Nú þegar sléttir 100 dagar eru liðnir síðan tilkynnt var að Guðmundur Guðmundsson hætti sem landsliðsþjálfari karla í handbolta hefur HSÍ boðað til blaðamannafundar til að kynna nýjan landsliðsþjálfara til leiks. Blaðamannafundurinn hefst klukkan 13 og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku hafa samningar náðst um að Snorri Steinn Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Vals, verði næsti landsliðsþjálfari. Á fundinum í dag ætti svo að skýrast til hve langs tíma samningur Snorra við HSÍ er, og hverjir verða í þjálfarateymi hans. Samkvæmt upplýsingum Vísis verður Arnór Atlason, fyrrverandi samherji Snorra til margra ára úr landsliðinu, aðstoðarþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar sem hóf úrslitaeinvígið við GOG í gær, um danska meistaratitilinn. Hann er einnig þjálfari U21-landsliðs Dana. Lengi hefur legið fyrir að Arnór myndi hætta báðum störfum í sumar og taka við sem aðalþjálfari TTH Holstebro. Byrjar á krefjandi verkefni Fyrsta stóra verkefni Snorra sem landsliðsþjálfari verður Evrópumótið í Þýskalandi í janúar. Þar spilar Ísland í riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og komast tvö lið áfram í milliriðlakeppnina. Góður árangur á EM gæti skilað Íslandi í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París sumarið 2024. Ísland var í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn eftir árangur sinn á síðasta EM og sigur í sínum riðli í undankeppninni. Liðið lék undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, fyrrverandi aðstoðarmanna Guðmundar, í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Aðeins stýrt Val Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking og vann einnig brons með landsliðinu á EM í Austurríki 2010. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri, sem er 41 árs gamall, hefur þjálfað karlalið Vals allan sinn þjálfaraferil. Hann sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Valdi landsliðið fram yfir GOG Viðræður á milli Snorra og HSÍ tóku langan tíma en fyrstu óformlegu viðræðurnar hófust snemma í mars. Langt hlé varð á viðræðum á meðan að forráðamenn HSÍ könnuðu möguleikann á að ráða erlendan þjálfara, hinn norska Christian Berge eða Danann Nicolej Krickau, en báðir höfnuðu því og í kjölfarið hófust formlegar viðræður á milli Snorra og HSÍ. Málið flæktist fyrir hálfum mánuði þegar danska félagið GOG setti sig í samband við Snorra, eftir að tilkynnt hafði verið að Krickau tæki við Flensburg, en Snorri valdi hins vegar íslenska landsliðið fram yfir sitt gamla félag í Danmörku. Blaðamannafundur HSÍ ætti að hefjast klukkan 13 í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Landslið karla í handbolta Valur Olís-deild karla HSÍ Tengdar fréttir Miðasala á leiki Íslands á EM hafin en HSÍ fær ekki að vera með Það er aftur búist við miklum áhuga á miðum á leikjum Íslands á næsta stórmóti í handbolta sem fer fram í byrjun næsta árs. 24. maí 2023 10:21 Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins. 18. maí 2023 19:04 Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. 17. maí 2023 23:00 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. 5. maí 2023 08:32 Berge fannst tilboð HSÍ freistandi en hafnaði því á endanum Nú er endanlega ljóst að Christian Berge tekur ekki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 4. maí 2023 09:43 Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Fundurinn með HSÍ vísir að leikriti: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“ Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim. 18. apríl 2023 11:44 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Blaðamannafundurinn hefst klukkan 13 og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Eins og Vísir greindi frá í síðustu viku hafa samningar náðst um að Snorri Steinn Guðjónsson, fráfarandi þjálfari Vals, verði næsti landsliðsþjálfari. Á fundinum í dag ætti svo að skýrast til hve langs tíma samningur Snorra við HSÍ er, og hverjir verða í þjálfarateymi hans. Samkvæmt upplýsingum Vísis verður Arnór Atlason, fyrrverandi samherji Snorra til margra ára úr landsliðinu, aðstoðarþjálfari. Arnór er í dag aðstoðarþjálfari Álaborgar sem hóf úrslitaeinvígið við GOG í gær, um danska meistaratitilinn. Hann er einnig þjálfari U21-landsliðs Dana. Lengi hefur legið fyrir að Arnór myndi hætta báðum störfum í sumar og taka við sem aðalþjálfari TTH Holstebro. Byrjar á krefjandi verkefni Fyrsta stóra verkefni Snorra sem landsliðsþjálfari verður Evrópumótið í Þýskalandi í janúar. Þar spilar Ísland í riðli með Serbíu, Svartfjallalandi og Ungverjalandi, og komast tvö lið áfram í milliriðlakeppnina. Góður árangur á EM gæti skilað Íslandi í umspil um sæti á Ólympíuleikunum sem fram fara í París sumarið 2024. Ísland var í efsta styrkleikaflokki fyrir EM-dráttinn eftir árangur sinn á síðasta EM og sigur í sínum riðli í undankeppninni. Liðið lék undir stjórn Gunnars Magnússonar og Ágústs Jóhannssonar, fyrrverandi aðstoðarmanna Guðmundar, í síðustu fjórum leikjum undankeppninnar. Aðeins stýrt Val Snorri Steinn er einn af silfurstrákunum úr Peking og vann einnig brons með landsliðinu á EM í Austurríki 2010. Hann er fimmti markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi - spilaði alls 257 leiki fyrir íslenska landsliðið og skoraði í þeim 848 mörk eða 3,3 að meðaltali í leik. Snorri, sem er 41 árs gamall, hefur þjálfað karlalið Vals allan sinn þjálfaraferil. Hann sneri heim árið 2017 eftir farsælan feril í atvinnumennsku og var ráðinn spilandi þjálfari Vals en hann stýrði þá liðinu ásamt Guðlaugi Arnarssyni. Undir stjórn Snorra varð Valur Íslands- og bikarmeistari bæði árin 2021 og 2022, auk þess að verða deildarmeistari 2020 og aftur í vor. Þá náði liðið eftirtektarverðum árangri í Evrópudeildinni í vetur og komst í 16-liða úrslit. Valdi landsliðið fram yfir GOG Viðræður á milli Snorra og HSÍ tóku langan tíma en fyrstu óformlegu viðræðurnar hófust snemma í mars. Langt hlé varð á viðræðum á meðan að forráðamenn HSÍ könnuðu möguleikann á að ráða erlendan þjálfara, hinn norska Christian Berge eða Danann Nicolej Krickau, en báðir höfnuðu því og í kjölfarið hófust formlegar viðræður á milli Snorra og HSÍ. Málið flæktist fyrir hálfum mánuði þegar danska félagið GOG setti sig í samband við Snorra, eftir að tilkynnt hafði verið að Krickau tæki við Flensburg, en Snorri valdi hins vegar íslenska landsliðið fram yfir sitt gamla félag í Danmörku. Blaðamannafundur HSÍ ætti að hefjast klukkan 13 í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi.
Landslið karla í handbolta Valur Olís-deild karla HSÍ Tengdar fréttir Miðasala á leiki Íslands á EM hafin en HSÍ fær ekki að vera með Það er aftur búist við miklum áhuga á miðum á leikjum Íslands á næsta stórmóti í handbolta sem fer fram í byrjun næsta árs. 24. maí 2023 10:21 Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins. 18. maí 2023 19:04 Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. 17. maí 2023 23:00 GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05 Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. 5. maí 2023 08:32 Berge fannst tilboð HSÍ freistandi en hafnaði því á endanum Nú er endanlega ljóst að Christian Berge tekur ekki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 4. maí 2023 09:43 Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00 Fundurinn með HSÍ vísir að leikriti: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“ Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim. 18. apríl 2023 11:44 Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús Handbolti „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Þurfti að fljúga heim í keppnisbúningnum Sport Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Handbolti Kusu að henda út myndbandsdómgæslu Fótbolti „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Handbolti Fleiri fréttir Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Skýrsla Henrys: Það liggur eitthvað í loftinu Einkunnir Strákanna okkar á móti Egyptalandi: Nokkrir með fullt hús „Ég held að við höfum ekki verið svona góðir í áratug“ „Þurfum að halda okkur á jörðinni“ „Leið eins og þeir kæmust ekki í gegn“ „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Tölfræðin á móti Egyptum: Aron og Viggó fóru fyrir sókninni þegar mest á reyndi Noregur marði Spán „Kannski er ég orðinn frekur“ Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Valur ekki í teljandi vandræðum með Gróttu „Ég reifst ekki við Cindric og er ekki á leið til Flensburg“ Lærisveinar Dags unnu Grænhöfðaeyjar með tuttugu marka mun Loksins komu treyjur og þær ruku út Slóvenía ekki í miklum vandræðum með Argentínu Ekkert vesen á sókninni Líkurnar á að Ísland komist í átta liða úrslit aukist um 66 prósent Sjáðu stemninguna hjá stórum hópi Íslendinga í Zagreb Orri Freyr er Orri óstöðvandi Svona var Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Sjá meira
Miðasala á leiki Íslands á EM hafin en HSÍ fær ekki að vera með Það er aftur búist við miklum áhuga á miðum á leikjum Íslands á næsta stórmóti í handbolta sem fer fram í byrjun næsta árs. 24. maí 2023 10:21
Íþróttastjóri GOG staðfestir viðræður við Snorra Stein Íþróttastjóri danska handknattleiksliðsins GOG staðfesti í viðtali á dönsku sjónvarpsstöðinni TV3 Sport nú í kvöld að hann hafi rætt við Snorra Stein Guðjónsson um að hann taki við þjálfun liðsins. 18. maí 2023 19:04
Segir að Óskar Bjarni taki við fráfarandi Íslandsmeisturum Vals Það virðist næsta öruggt að Snorri Steinn Guðjónsson verði ekki þjálfari karlaliðs Vals í Olís-deild karla í handbolta á næstu leiktíð. Sérfræðingurinn, Arnar Daði Arnarsson, segir næsta öruggt að Óskar Bjarni Óskarsson verði næsti þjálfari liðsins. 17. maí 2023 23:00
GOG gæti stolið Snorra frá HSÍ á síðustu stundu Forsvarsmenn danska handknattleiksfélagsins GOG hafa sett sig í samband við Snorra Stein Guðjónsson, þjálfara Vals, með það í huga að hann snúi aftur til félagsins og taki við sem þjálfari liðsins. 16. maí 2023 17:05
Lengsta landsliðsþjálfaraleitin síðan langa sumarið hans Bogdans Íslenska karlalandsliðið í handbolta er enn án þjálfara. Það eru liðnir meira en sjötíu dagar síðan að í ljós kom að Guðmundur Guðmundsson yrði ekki áfram með liðið. 5. maí 2023 08:32
Berge fannst tilboð HSÍ freistandi en hafnaði því á endanum Nú er endanlega ljóst að Christian Berge tekur ekki við íslenska karlalandsliðinu í handbolta. 4. maí 2023 09:43
Dagur og Snorri voru til í að stýra landsliðinu saman Það hefur gengið hægt hjá forkólfum Handknattleikssambands Íslands að finna arftaka Guðmundar Guðmundssonar í starf landsliðsþjálfara karla. Stjórn sambandsins virðist hafa gefið sér góðan tíma í verkefnið en seinagangurinn hefur þegar orðið til þess að góðir kostir hafa verið útilokaðir. 19. apríl 2023 08:00
Fundurinn með HSÍ vísir að leikriti: „Ekki að fara að vinna með þessum mönnum“ Það virðist orðið útilokað að Dagur Sigurðsson verði næsti landsliðsþjálfari karla í handbolta. Hann var fyrsti maðurinn sem að forkólfar HSÍ ræddu við eftir brotthvarf Guðmundar Guðmundssonar en segir fund með þeim hafa minnt á leikþátt og hefur ekki áhuga á að vinna með þeim. 18. apríl 2023 11:44