Úkraínumenn hafa ekki enn byrjað hina umtöluðu vorsókn gegn Rússum í austurhluta Úkraínu. Rússar hafa tekið Bakhmut en óljóst er hvort þeir hafi burði til að sækja áfram fram og útlit er fyrir að Úkraínumenn fái F-16 herþotur. Hvort þær herþotur muni gerbreyta aðstæðum í átökunum í Úkraínu og í Rússlandi er þó ólíklegt. Þó þoturnar séu nýrri en þær sem Úkraínumenn eru að nota núna eru þær orðnar nokkuð gamlar og ólíklegt er að Úkraínumenn fái nýjustu flugskeytin fyrir þær. Nokkuð hefur verið um vendingar í Úkraínu en vorsókn Úkraínumanna er ekki hafin enn. Úkraínumenn eru þó mögulega byrjaðir að þreifa fyrir sér og gera árásir til að hafa áhrif á framvindu mála með því markmiði að þvinga Rússa til að flytja hersveitir sínar. Þurfa að halda rústum Bakhmut Rússar hafa náð fullum tökum á bænum Bakhmut á dögunum en í leiðinni hefur bærinn, þar sem um sjötíu þúsund manns bjuggu fyrir stríð, verið lagður í rúst. Næst þurfa Rússar þó að halda bænum en það gæti reynst þeim erfitt, sérstaklega þar sem Úkraínumenn hafa sótt fram bæði norður og suður af Bakhmut. Úkraínskum skriðdreka ekið nærri Bakhmut.AP/Efrem Lukatsky Útlit er fyrir að málaliðar Wagner Group, sem spiluðu stóra rullu í að ná bænum, muni fara þaðan og rússneski herinn muni taka við, sé eitthvað að marka orð Yevgeny Prigozhin, rússneska auðjöfursins sem rekur Wagner. Gerist það þurfa hermennirnir sem eiga að halda Bakhmut að koma frá öðrum hlutum víglínunnar í austurhluta Úkraínu og mögulega veikja varnir Rússa þar. Sjá einnig: Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Þetta er í þriðja sinn sem Prigozhin segist ætla að flytja menn sína á brott. Sérfræðingar sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja ólíklegt að málaliðarnir muni fara í bráð. Bæði þurfi rússneski herinn meiri tíma, en Prigozhin segir málaliðana ætla að fara fyrir 1. júní, og þá er óljóst hvort ráðamenn í Rússlandi leyfi Prigozhin að fara. Þær hersveitir rússneska hersins sem eru næst Bakhmut eru skipaðar kvaðmönnum frá Rússlandi og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands. Þessar sveitir hafa ávallt verið illa búnar og lítið þjálfaðar og ólíklegt þykir að þær muni geta leyst málaliða Wagner af hólmi. Bestu sveitir Rússa, VDV, eru skipaðar fallhlífarhermönnum en þær eru af skornum skammti þessa dagana og eru taldar eiga að verja mikilvæg svæði eins og Sapórisjíahérað í suðurhluta Úkraínu. Margir hernaðarsérfræðingar telja líklegt að Úkraínumenn muni reyna að sækja fram þar og skera á birgðalínur Rússa við Asóvhaf. Skipti minna máli eftir frelsun Karkív-héraðs Hugveitan Institute for the study of war birti nýverið skýrslu um átökin um Bakhmut, þar sem fram kemur að Rússar hafi unnið svokallaðan Pyrrhosarsigur en mannfall meðal rússneskra hermanna og sérstaklega málaliða Wagner er talið hafa verið gífurlegt. Bakhmut er fyrsti bærinn af þessari stærð sem Rússar taka síðan Severódónetsk og Lysychansk sumarið 2022. Hernám Bakhmut átti upprunalega að gera Rússum kleift að sækja fram lengra inn í Dónetsk-hérað og þá sérstaklega að borgunum Slóvíansk og Kramatórsk. Þannig hefðu Rússar mögulega náð að umkringja fjölmarga úkraínska hermenn á Donbas-svæðinu svokallaða. Sjá einnig: Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Sóknin að Bakhmut hófst síðasta sumar en eftir frelsun Karkív-héraðs breyttist staðan þannig að jafnvel þó þeir næðu Bakhmut, ættu Rússar erfitt með að sækja að Slóvíansk og Kramatórsk. Þeir hættu þó ekki að reyna að ná Bakhmut, sem tók þá heilt ár. Rússar reyndu að sækja fram víðsvegar í austurhluta Úkraínu í vetur en náðu hvergi árangri svo máli skipti, nema við Bakhmut, þar sem framsóknin var þó hæg og kostnaðarsöm. NEW: #Russia's year-long drive on #Bakhmut began as part of a theoretically sensible but overly-ambitious operational effort but ended as a purely symbolic gesture that cost tens of thousands of Russian casualties.@KatStepanenko's retrospective: https://t.co/IBwZqLfxUe pic.twitter.com/0wC2OaNXSg— ISW (@TheStudyofWar) May 24, 2023 Segja orrustuna opinbera galla á hernaði Rússa Í skýrslu ISW segir að orrustan um Bakhmut hafi opinberað nokkra mikilvæga galla varðandi það hvernig Rússar standa í innrásinni í Úkraínu. Sérstaklega hvað varðar það að Rússar hafi ekki hætt að reyna að ná Bakhmut þegar bærinn skipti minna máli og svo virðist sem að markmiðið hafi verið að ná fram einhverjum sigri í áróðurstilgangi. Markmið Prigozhin virðist sömuleiðis ekki hafa tengst innrásinni í Úkraínu, heldur bendir til þess að hann hafi viljað hasla sér völl í pólitíkinni í Rússlandi og nota hernám Bakhmut til að byggja sér stökkpall á hið pólitíska svið. ISW segir orrustuna einnig sýna að leiðtogar rússneska hersins ofmeti enn getu hans og eigi það til að sækjast eftir pólitískum markmiðum með miklum tilkostnaði í mannafla og hergögnum. Þá segja sérfræðingar hugveitunnar að orrustunni um Bakhmut sé í raun ekki lokið enn. Úkraínumenn séu enn virkir í jaðri bæjarins og frumkvæðið þar sé á þeirra höndum, eins og víðast hvar annars staðar á víglínunni í Úkraínu um þessar mundir. Eins og áður hefur verið skrifað um á Vísi er frumkvæði í hernaði gífurlega mikilvægt en það felur í sér að önnur fylkingin stýri í raun átökunum að mestu. Ellefu af sextán féllu Baráttan um Bakhmut hefur einnig kostað Úkraínumenn verulega mikið, þó talið sé að mun fleiri Rússar hafi fallið í bænum en Úkraínumenn. Úkraínumenn hafa verið að byggja upp ný stórfylki sem þjálfuð eru af hermönnum Vesturlanda og búin vestrænum vopnum en forsvarsmenn hersins hafa viljað spara þá til hinnar væntanlegu gagnárásar. Því hafa Úkraínumenn notast mikið við lítið þjálfaða kvaðmenn til varnarinnar í Bakhmut. Bardagar þar hafa verið gífurlega harðir og í miklu návígi. Úkraínskur hermeaður í skotgröf nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu.AP/Libkos Í frétt Wall Street Journal er sagt frá því þegar maður sem heitir Oleksiy Malkovskiy mætti fyrst til Bakhmut í febrúar. Hann og fimmtán aðrir höfðu verið kvaddir í herinn nokkrum dögum áður og fengið litla sem enga þjálfun, áður en þeir fengu það verkefni að halda fjölbýlishúsi í Bakhmut. WSJ segir frá því að Malkovskiy hafi í fyrsta sinn skotið sprengju í þessu fjölbýlishúsi og miðaði hann á rússneska hermenn í næsta húsi. Hann hitti ekki en rússnesku hermennirnir skutu sprengju (svokallaða RPG) og hittu vegginn fyrir aftan Malkovskiy. Hann vankaðist mjög, flúði úr byggingunni og faldi sig í garði þar nærri. Þegar hann sneri aftur voru lík tveggja félaga hans í herberginu. Eftir um 36 klukkustunda bardaga um fjölbýlishúsið höfðu ellefu af sextán kvaðmönnum úr hópnum annað hvort verið felldir eða handsamaðir, samkvæmt frétt WSJ. Langflestir úkraínskir kvaðmenn fá mun meiri þjálfun og undirbúning en þessi hópur og fregnir sem þessar eru ekki algengar, samkvæmt WSJ. Úkraínsk lög segja hins vegar ekki til um hve mikla þjálfun kvaðmenn eiga að fá áður en þeir eru sendir á víglínurnar. Frumvarp sem segir til um að þeir eigi að fá minnst þriggja mánaða þjálfun hefur verið lagt fyrir þin en ekki hefur verið greitt atkvæði um það. Þurfa að koma Rússum á hreyfingu Biðin eftir þessari væntanlegu sókn Úkraínumanna hefur staðið yfir í nokkrar vikur en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði nýverið að þörf væri á frekari hergögnum áður en hún gæti hafist. Forsetinn sagði Úkraínumenn hafa burði til að gera gagnsókn og að hún gæti verið vel heppnuð. Hins vegar yrði mannfall líklega mikið og því þyrfti að bíða aðeins lengur. Sjá einnig: Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Úkraínumenn hafa verið að byggja upp nýjar hersveitir með vestrænum vopnum og vestrænni þjálfun. Þessar sveitir eru þó óreyndar og hafa það erfiða verkefni að brjóta varnir Rússa á bak aftur. Varnir sem Rússar hafa haft nokkra mánuði til að undirbúa, eru í nokkrum lögum og þaktar jarðsprengjum. Úkraínskum skriðdreka ekið nærri Bakhmut.AP/Efrem Lukatsky Það mun án efa reynast Úkraínumönnum erfitt að sækja yfir sömu tún og akra þar sem þeir hafa sjálfir stöðvað sóknir Rússa á undanförnum mánuðum. Mikið af þessu veltur á baráttuanda Rússa og hve mikið af skotfærum fyrir stórskotalið þeir eiga, þar sem Rússar reiða sig mjög mikið á stórskotalið. Þá er einnig mikilvægt fyrir Úkraínumenn að koma Rússum á hreyfingu, þvinga þá til að bregðast við aðgerðum þeirra og koma þeim í ójafnvægi en á undanförnum mánuðum, þar sem víglínurnar hafa lítið hreyfst, hafa Rússar náð ákvæðnu jafnvægi og skilvirkni. Rússar réðust inn í Rússland Úkraínumenn gætu verið byrjaðir að þreifa fyrir sér og byrjaðir að þvinga Rússa til að færa hersveitir þeirra til. Allt frá því Rússar hörfuðu frá norðurhluta Úkraínu í fyrra hafa Úkraínumenn þurft að halda eftir miklum fjölda hermanna og landamæravarða þar. Þar hafa þeir þurft að standa vörð við landamæri Belarús og Rússlands en það hafa Rússar ekki þurft að gera, því litlar líkur hafa verið á því að Úkraínumenn gerðu innrás í Rússland. Rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa gerðu í vikunni áhlaup á Belgorod í Rússlandi. Mennirnir, sem fengu að öllum líkindum hergögn og vopn frá leyniþjónustu Úkraínu, réðust inn í héraðið með því markmiði að valda usla og hörfuðu svo degi síðar. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir sjötíu þeirra hafa verið fellda en forsvarsmenn hópanna segja tvo menn hafa særst og heita frekari áhlaupum sem þessu. Þvinga Rússa til að færa hermenn til landamæranna Í yfirlýsingu frá hópunum vegna áhlaupsins á Belgorod sögðu forsvarsmenn þeirra að hóparnir væru skipaðir mönnum sem vildu berjast gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Blaðamenn Kyiv Independent ræddu við nokkra úr hópunum í vikunni og þar á meðal Denis Kapustin, sem leiðir vopnahóppinn sem á ensku kallast Volunteer Corps, eða sjálfboðaliðasveitin. Kapustin sagði markmiðið með áhlaupinu vera að sýna fram á veikleika ríkisstjórnar Pútíns. Hann sagðist vilja sanna fyrir Rússum að hægt væri að „berjast gegn harðstjóranum“. Í grein Moscow Times frá því í fyrra kemur að hinn hópurinn hafi verið stofnaður í mars í fyrra þegar rúmlega hundrað rússneskir hermenn gáfust upp fyrir Úkraínumönnum. Hluti þeirra gekk til liðs við Úkraínu og stofnuðu hópinn sem á ensku kallast „Freedom of Russia Legion“ eða Frelsun Rússlands hersveitin. Aðrir Rússar hafa svo ferðast til Úkraínu og gengið til liðs við þessa hópa. Rússneskir menn sem berjast með Úkraínumönnum eftir áhlaup þeirra í Belgorod í Rússlandi í vikunni.AP/Evgeniy Maloletka Öfugt við aðra hópa erlendra sjálfboðaliða í Úkraínu hvílir þó mikil leynd yfir hinum rússnesku hópum og er til að mynda ekki vitað hve margir eru í þeim og hvar þeir hafa barist. Þetta þykir til marks að mögulega sé um áróðursherferð að ræða. Þó hefur myndefni sem birt hefur verið af áhlaupinu sýnt að í hópnum eru nokkur dusilmenni. Markmiðið með áhlaupinu í Belgorod virðist ekki vera að hernema Belgorod eða hluta héraðsins, heldur virðist það vera að valda usla og þvinga Rússa til að flytja hermenn af víglínum í austurhluta Úkraínu, til landamæranna norður af Úkraínu. Varpa gömlum og stórum sprengjum Rússar hafa gert umfangsmiklar stýri- og eldflaugaárásir á Kænugarð á undanförnum vikum. Eitt af markmiðum þeirra virðist hafa verið að granda Patriot-loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjunum og Þýskalandi. Það virðist ekki hafa gengið eftir og er útlit fyrir að Rússar hafi dregið úr stýri- og eldflaugaárásum um sinn en Úkraínumenn segjast hafa skotið stóran hluta þeirra niður. Sjá einnig: Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Rússneskir flugmenn eru byrjaðir að varpa miklu magni af stýrum svifsprengjum frá tímum Sovétríkjanna í austurhluta Úkraínu en þær hafa reynst loftvörnum Úkraínumanna erfiðar. Vólódímír Selenskí, foseti Úkraínu, heimsótti hermenn á víglínunni í vikunni.AP/Forsetaembætti Úkraínu Loftvarnir beggja vegna við víglínuna í Úkraínu eru svo umfangsmiklar að flugmenn þora sér ekki nærri þeim. Rússar eru því byrjaðir á því að sleppa gömlum sprengjum sem búið er að breyta svo þær svífa áfram, úr mikilli hæð og geta drifið allt að þrjátíu kílómetra á einungis sjötíu sekúndum. Þær sjást þar að auki verulega illa á ratsjám Þannig geta Rússar varpað sprengjum úr mikilli fjarlægð, sem mjög erfitt er að skjóta niður, og valdið miklum skaða. Sprengjurnar eru flestar ekki nákvæmar en þær eru stórar og geta innihaldið hundruð kílóa af sprengiefni. Sprengjurnar eru álíka kraftmiklar og stýriflaugar en kosta einungis brot af því sem flaugarnar kosta. F-16 á leiðinni Úkraínumenn segja þetta enn eina ástæðuna fyrir því að þeir þurfi vestrænar herþotur. Þar sem ekki sé hægt að skjóta sprengjurnar niður, þurfi þeir að skjóta niður flugvélarnar sem notaðar eru til að varpa sprengjunum. Þar hafa orðið miklar vendingar á undanförnum dögum og vikum. Bahkjarlar Úkraínu meðal Vesturlanda ákveðið að byrja að þjálfa úkraínska hermenn í notkun vestrænna herþotna og þá sérstaklega F-16 herþotum sem eru í notkun víða um heim í hundraðatali, þó flestar þeirra séu líklega ekki í ásigkomulagi fyrir vígvöllinn, að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa heimilað öðrum ríkjum að senda F-16 herþotur til Úkraínu en blaðamenn komu nýverið höndum yfir skýrslu frá flugher Bandaríkjanna þar sem fram kemur að það myndi taka eingöngu fjóra mánuði að þjálfa úkraínska hermenn í að fljúga F-16 herþotum. Það er mun minni tími en áður hefur verið talað um. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út tilkynningu í vikunni þar sem fram kom að sendingar F-16 til Úkraínumanna væri frekar ætlað að hugsa um þarfir þeirra til lengri tíma. Þær yrðu ekki notaðar til gagnsóknarinnar margumræddu. Úkraínumenn hafa um árabil reitt sig á gamlar herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Margar hafa verið skotnar niður í stríðinu og aðrar hafa bilað en önnur ríki Austur-Evrópu hafa einnig sent gamlar þotur og varahluti til Úkraínu. Eins og með skriðdreka og önnur vopnakerfi, munu Úkraínumenn þó þurfa að snúa sér að vestrænum vopnum þar sem skotfæri og varahlutir fyrir vopnakerfi frá Sovétríkjunum eru ekki framleidd víða. Engin töfralausn Það mun eflaust hjálpa Úkraínumönnum að fá F-16 herþotur þó ekki nema bara með tilliti til þess að vopnin sem þeir eru að nota eru einnig þróuð á Vesturlöndum og auðveldara er að beita þeim með vestrænum þotum. Það á meðal annars við Storm Shadow stýriflaugarnar sem Bretar hafa sent til Úkraínu. Heilt yfir er þó líklegt að þoturnar reynist engin töfralausn fyrir Úkraínumenn, ef þeir fá þær, því enginn hefur boðist til að senda þeim þotur enn. F-16 eru betur vopnum búnar og með betri ratsjár og annan búnað en gömlu herþotur Úkraínumanna. Enn er þó óljóst hve gamlar F-16 þotur Úkraínumenn munu fá en þar getur verið töluverður munur á. Sérstaklega hvað varðar viðhald við eldri þoturnar, þar sem þær hafa ekki verið framleiddar um árabil og það sama á við varahluti fyrir þær. Óljóst er hvaða flugskeyti Úkraínumenn munu á endanum fá en ólíklegt er að það verði þau nýjustu, þar sem óttast er að þær gætu lent í höndum Rússa.EPA/HANNIBAL HANSCHKE Eins og Brynn Tannehill, sem flaug lengi fyrir Bandaríkjaher og þjálfaði flugmenn á F-16 þotur, sagði á dögunum, er einnig spurning um hvaða vopn Úkraínumenn munu fá og hver borgar fyrir þau, þar sem flugskeyti fyrir þoturnar eru mjög dýr. While we paid a price for this thinking in Vietnam, radars and missiles (and the situation) have evolved such that in Ukraine air-to-air combat has played out as BVR only, and the Russians are consistently winning fights with bigger better radars and longer range missiles. 16/n— Brynn Tannehill (@BrynnTannehill) May 21, 2023 Þá er ólíklegt að Úkraínumenn muni geta notað þoturnar til að granda rússneskum þotum. Eins og áður segir vilja hvorki úkraínskir flugmenn né rússneskir fljúga of nærri víglínunni í austurhluta Úkraínu. Rússar eru með eftirlitsflugvélar á lofti, sem eru búnar góðum ratsjám en það hafa Úkraínumenn ekki. Rússar geta notað þessar eftirlitsvélar til að stýra flugskeytum sínum, svo úkraínskir flugmenn vita ekki einu sinni að búið er að skjóta á þá. Þá eru Rússar með nýrri, hraðari og langdrægari flugskeyti í sínum herþotum en Úkraínumenn eru líklegir til að fá. Í stuttu máli sagt, þá bendir allt til þess að þó Úkraínumenn fái F-16 herþotur muni rússneskir flugmenn enn geta séð lengra og grandað flugvélum í meiri fjarlægð en Úkraínumenn. Þoturnar munu þó nýtast þeim betur en þær sem Úkraínumenn eiga fyrir. Rýnt í stöðuna í Úkraínu Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Fréttaskýringar Tengdar fréttir Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16 Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24 Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48 Mest lesið Vaktin: Hraunið að ná bílastæði Bláa lónsins Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Innlent Hraun náð Njarðvíkuræð Innlent Hafnar því að honum hafi verið vísað út Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Innlent
Hvort þær herþotur muni gerbreyta aðstæðum í átökunum í Úkraínu og í Rússlandi er þó ólíklegt. Þó þoturnar séu nýrri en þær sem Úkraínumenn eru að nota núna eru þær orðnar nokkuð gamlar og ólíklegt er að Úkraínumenn fái nýjustu flugskeytin fyrir þær. Nokkuð hefur verið um vendingar í Úkraínu en vorsókn Úkraínumanna er ekki hafin enn. Úkraínumenn eru þó mögulega byrjaðir að þreifa fyrir sér og gera árásir til að hafa áhrif á framvindu mála með því markmiði að þvinga Rússa til að flytja hersveitir sínar. Þurfa að halda rústum Bakhmut Rússar hafa náð fullum tökum á bænum Bakhmut á dögunum en í leiðinni hefur bærinn, þar sem um sjötíu þúsund manns bjuggu fyrir stríð, verið lagður í rúst. Næst þurfa Rússar þó að halda bænum en það gæti reynst þeim erfitt, sérstaklega þar sem Úkraínumenn hafa sótt fram bæði norður og suður af Bakhmut. Úkraínskum skriðdreka ekið nærri Bakhmut.AP/Efrem Lukatsky Útlit er fyrir að málaliðar Wagner Group, sem spiluðu stóra rullu í að ná bænum, muni fara þaðan og rússneski herinn muni taka við, sé eitthvað að marka orð Yevgeny Prigozhin, rússneska auðjöfursins sem rekur Wagner. Gerist það þurfa hermennirnir sem eiga að halda Bakhmut að koma frá öðrum hlutum víglínunnar í austurhluta Úkraínu og mögulega veikja varnir Rússa þar. Sjá einnig: Prigozhin lýsir yfir sigri í Bakhmut, aftur Þetta er í þriðja sinn sem Prigozhin segist ætla að flytja menn sína á brott. Sérfræðingar sem blaðamenn Washington Post ræddu við segja ólíklegt að málaliðarnir muni fara í bráð. Bæði þurfi rússneski herinn meiri tíma, en Prigozhin segir málaliðana ætla að fara fyrir 1. júní, og þá er óljóst hvort ráðamenn í Rússlandi leyfi Prigozhin að fara. Þær hersveitir rússneska hersins sem eru næst Bakhmut eru skipaðar kvaðmönnum frá Rússlandi og yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna í austurhluta Rússlands. Þessar sveitir hafa ávallt verið illa búnar og lítið þjálfaðar og ólíklegt þykir að þær muni geta leyst málaliða Wagner af hólmi. Bestu sveitir Rússa, VDV, eru skipaðar fallhlífarhermönnum en þær eru af skornum skammti þessa dagana og eru taldar eiga að verja mikilvæg svæði eins og Sapórisjíahérað í suðurhluta Úkraínu. Margir hernaðarsérfræðingar telja líklegt að Úkraínumenn muni reyna að sækja fram þar og skera á birgðalínur Rússa við Asóvhaf. Skipti minna máli eftir frelsun Karkív-héraðs Hugveitan Institute for the study of war birti nýverið skýrslu um átökin um Bakhmut, þar sem fram kemur að Rússar hafi unnið svokallaðan Pyrrhosarsigur en mannfall meðal rússneskra hermanna og sérstaklega málaliða Wagner er talið hafa verið gífurlegt. Bakhmut er fyrsti bærinn af þessari stærð sem Rússar taka síðan Severódónetsk og Lysychansk sumarið 2022. Hernám Bakhmut átti upprunalega að gera Rússum kleift að sækja fram lengra inn í Dónetsk-hérað og þá sérstaklega að borgunum Slóvíansk og Kramatórsk. Þannig hefðu Rússar mögulega náð að umkringja fjölmarga úkraínska hermenn á Donbas-svæðinu svokallaða. Sjá einnig: Segir ekkert eftir í Bakhmut nema fallna Rússa Sóknin að Bakhmut hófst síðasta sumar en eftir frelsun Karkív-héraðs breyttist staðan þannig að jafnvel þó þeir næðu Bakhmut, ættu Rússar erfitt með að sækja að Slóvíansk og Kramatórsk. Þeir hættu þó ekki að reyna að ná Bakhmut, sem tók þá heilt ár. Rússar reyndu að sækja fram víðsvegar í austurhluta Úkraínu í vetur en náðu hvergi árangri svo máli skipti, nema við Bakhmut, þar sem framsóknin var þó hæg og kostnaðarsöm. NEW: #Russia's year-long drive on #Bakhmut began as part of a theoretically sensible but overly-ambitious operational effort but ended as a purely symbolic gesture that cost tens of thousands of Russian casualties.@KatStepanenko's retrospective: https://t.co/IBwZqLfxUe pic.twitter.com/0wC2OaNXSg— ISW (@TheStudyofWar) May 24, 2023 Segja orrustuna opinbera galla á hernaði Rússa Í skýrslu ISW segir að orrustan um Bakhmut hafi opinberað nokkra mikilvæga galla varðandi það hvernig Rússar standa í innrásinni í Úkraínu. Sérstaklega hvað varðar það að Rússar hafi ekki hætt að reyna að ná Bakhmut þegar bærinn skipti minna máli og svo virðist sem að markmiðið hafi verið að ná fram einhverjum sigri í áróðurstilgangi. Markmið Prigozhin virðist sömuleiðis ekki hafa tengst innrásinni í Úkraínu, heldur bendir til þess að hann hafi viljað hasla sér völl í pólitíkinni í Rússlandi og nota hernám Bakhmut til að byggja sér stökkpall á hið pólitíska svið. ISW segir orrustuna einnig sýna að leiðtogar rússneska hersins ofmeti enn getu hans og eigi það til að sækjast eftir pólitískum markmiðum með miklum tilkostnaði í mannafla og hergögnum. Þá segja sérfræðingar hugveitunnar að orrustunni um Bakhmut sé í raun ekki lokið enn. Úkraínumenn séu enn virkir í jaðri bæjarins og frumkvæðið þar sé á þeirra höndum, eins og víðast hvar annars staðar á víglínunni í Úkraínu um þessar mundir. Eins og áður hefur verið skrifað um á Vísi er frumkvæði í hernaði gífurlega mikilvægt en það felur í sér að önnur fylkingin stýri í raun átökunum að mestu. Ellefu af sextán féllu Baráttan um Bakhmut hefur einnig kostað Úkraínumenn verulega mikið, þó talið sé að mun fleiri Rússar hafi fallið í bænum en Úkraínumenn. Úkraínumenn hafa verið að byggja upp ný stórfylki sem þjálfuð eru af hermönnum Vesturlanda og búin vestrænum vopnum en forsvarsmenn hersins hafa viljað spara þá til hinnar væntanlegu gagnárásar. Því hafa Úkraínumenn notast mikið við lítið þjálfaða kvaðmenn til varnarinnar í Bakhmut. Bardagar þar hafa verið gífurlega harðir og í miklu návígi. Úkraínskur hermeaður í skotgröf nærri Bakhmut í austurhluta Úkraínu.AP/Libkos Í frétt Wall Street Journal er sagt frá því þegar maður sem heitir Oleksiy Malkovskiy mætti fyrst til Bakhmut í febrúar. Hann og fimmtán aðrir höfðu verið kvaddir í herinn nokkrum dögum áður og fengið litla sem enga þjálfun, áður en þeir fengu það verkefni að halda fjölbýlishúsi í Bakhmut. WSJ segir frá því að Malkovskiy hafi í fyrsta sinn skotið sprengju í þessu fjölbýlishúsi og miðaði hann á rússneska hermenn í næsta húsi. Hann hitti ekki en rússnesku hermennirnir skutu sprengju (svokallaða RPG) og hittu vegginn fyrir aftan Malkovskiy. Hann vankaðist mjög, flúði úr byggingunni og faldi sig í garði þar nærri. Þegar hann sneri aftur voru lík tveggja félaga hans í herberginu. Eftir um 36 klukkustunda bardaga um fjölbýlishúsið höfðu ellefu af sextán kvaðmönnum úr hópnum annað hvort verið felldir eða handsamaðir, samkvæmt frétt WSJ. Langflestir úkraínskir kvaðmenn fá mun meiri þjálfun og undirbúning en þessi hópur og fregnir sem þessar eru ekki algengar, samkvæmt WSJ. Úkraínsk lög segja hins vegar ekki til um hve mikla þjálfun kvaðmenn eiga að fá áður en þeir eru sendir á víglínurnar. Frumvarp sem segir til um að þeir eigi að fá minnst þriggja mánaða þjálfun hefur verið lagt fyrir þin en ekki hefur verið greitt atkvæði um það. Þurfa að koma Rússum á hreyfingu Biðin eftir þessari væntanlegu sókn Úkraínumanna hefur staðið yfir í nokkrar vikur en Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagði nýverið að þörf væri á frekari hergögnum áður en hún gæti hafist. Forsetinn sagði Úkraínumenn hafa burði til að gera gagnsókn og að hún gæti verið vel heppnuð. Hins vegar yrði mannfall líklega mikið og því þyrfti að bíða aðeins lengur. Sjá einnig: Selenskí segir Úkraínumenn þurfa meiri tíma Úkraínumenn hafa verið að byggja upp nýjar hersveitir með vestrænum vopnum og vestrænni þjálfun. Þessar sveitir eru þó óreyndar og hafa það erfiða verkefni að brjóta varnir Rússa á bak aftur. Varnir sem Rússar hafa haft nokkra mánuði til að undirbúa, eru í nokkrum lögum og þaktar jarðsprengjum. Úkraínskum skriðdreka ekið nærri Bakhmut.AP/Efrem Lukatsky Það mun án efa reynast Úkraínumönnum erfitt að sækja yfir sömu tún og akra þar sem þeir hafa sjálfir stöðvað sóknir Rússa á undanförnum mánuðum. Mikið af þessu veltur á baráttuanda Rússa og hve mikið af skotfærum fyrir stórskotalið þeir eiga, þar sem Rússar reiða sig mjög mikið á stórskotalið. Þá er einnig mikilvægt fyrir Úkraínumenn að koma Rússum á hreyfingu, þvinga þá til að bregðast við aðgerðum þeirra og koma þeim í ójafnvægi en á undanförnum mánuðum, þar sem víglínurnar hafa lítið hreyfst, hafa Rússar náð ákvæðnu jafnvægi og skilvirkni. Rússar réðust inn í Rússland Úkraínumenn gætu verið byrjaðir að þreifa fyrir sér og byrjaðir að þvinga Rússa til að færa hersveitir þeirra til. Allt frá því Rússar hörfuðu frá norðurhluta Úkraínu í fyrra hafa Úkraínumenn þurft að halda eftir miklum fjölda hermanna og landamæravarða þar. Þar hafa þeir þurft að standa vörð við landamæri Belarús og Rússlands en það hafa Rússar ekki þurft að gera, því litlar líkur hafa verið á því að Úkraínumenn gerðu innrás í Rússland. Rússneskir meðlimir tveggja vopnahópa gerðu í vikunni áhlaup á Belgorod í Rússlandi. Mennirnir, sem fengu að öllum líkindum hergögn og vopn frá leyniþjónustu Úkraínu, réðust inn í héraðið með því markmiði að valda usla og hörfuðu svo degi síðar. Varnarmálaráðuneyti Rússlands segir sjötíu þeirra hafa verið fellda en forsvarsmenn hópanna segja tvo menn hafa særst og heita frekari áhlaupum sem þessu. Þvinga Rússa til að færa hermenn til landamæranna Í yfirlýsingu frá hópunum vegna áhlaupsins á Belgorod sögðu forsvarsmenn þeirra að hóparnir væru skipaðir mönnum sem vildu berjast gegn ríkisstjórn Vladimírs Pútín, forseta Rússlands. Sjá einnig: Talsmaður Pútíns segir átök í Belgorod mikið áhyggjuefni Blaðamenn Kyiv Independent ræddu við nokkra úr hópunum í vikunni og þar á meðal Denis Kapustin, sem leiðir vopnahóppinn sem á ensku kallast Volunteer Corps, eða sjálfboðaliðasveitin. Kapustin sagði markmiðið með áhlaupinu vera að sýna fram á veikleika ríkisstjórnar Pútíns. Hann sagðist vilja sanna fyrir Rússum að hægt væri að „berjast gegn harðstjóranum“. Í grein Moscow Times frá því í fyrra kemur að hinn hópurinn hafi verið stofnaður í mars í fyrra þegar rúmlega hundrað rússneskir hermenn gáfust upp fyrir Úkraínumönnum. Hluti þeirra gekk til liðs við Úkraínu og stofnuðu hópinn sem á ensku kallast „Freedom of Russia Legion“ eða Frelsun Rússlands hersveitin. Aðrir Rússar hafa svo ferðast til Úkraínu og gengið til liðs við þessa hópa. Rússneskir menn sem berjast með Úkraínumönnum eftir áhlaup þeirra í Belgorod í Rússlandi í vikunni.AP/Evgeniy Maloletka Öfugt við aðra hópa erlendra sjálfboðaliða í Úkraínu hvílir þó mikil leynd yfir hinum rússnesku hópum og er til að mynda ekki vitað hve margir eru í þeim og hvar þeir hafa barist. Þetta þykir til marks að mögulega sé um áróðursherferð að ræða. Þó hefur myndefni sem birt hefur verið af áhlaupinu sýnt að í hópnum eru nokkur dusilmenni. Markmiðið með áhlaupinu í Belgorod virðist ekki vera að hernema Belgorod eða hluta héraðsins, heldur virðist það vera að valda usla og þvinga Rússa til að flytja hermenn af víglínum í austurhluta Úkraínu, til landamæranna norður af Úkraínu. Varpa gömlum og stórum sprengjum Rússar hafa gert umfangsmiklar stýri- og eldflaugaárásir á Kænugarð á undanförnum vikum. Eitt af markmiðum þeirra virðist hafa verið að granda Patriot-loftvarnarkerfi sem Úkraínumenn hafa fengið frá Bandaríkjunum og Þýskalandi. Það virðist ekki hafa gengið eftir og er útlit fyrir að Rússar hafi dregið úr stýri- og eldflaugaárásum um sinn en Úkraínumenn segjast hafa skotið stóran hluta þeirra niður. Sjá einnig: Litlar skemmdir á loftvarnarkerfinu Rússneskir flugmenn eru byrjaðir að varpa miklu magni af stýrum svifsprengjum frá tímum Sovétríkjanna í austurhluta Úkraínu en þær hafa reynst loftvörnum Úkraínumanna erfiðar. Vólódímír Selenskí, foseti Úkraínu, heimsótti hermenn á víglínunni í vikunni.AP/Forsetaembætti Úkraínu Loftvarnir beggja vegna við víglínuna í Úkraínu eru svo umfangsmiklar að flugmenn þora sér ekki nærri þeim. Rússar eru því byrjaðir á því að sleppa gömlum sprengjum sem búið er að breyta svo þær svífa áfram, úr mikilli hæð og geta drifið allt að þrjátíu kílómetra á einungis sjötíu sekúndum. Þær sjást þar að auki verulega illa á ratsjám Þannig geta Rússar varpað sprengjum úr mikilli fjarlægð, sem mjög erfitt er að skjóta niður, og valdið miklum skaða. Sprengjurnar eru flestar ekki nákvæmar en þær eru stórar og geta innihaldið hundruð kílóa af sprengiefni. Sprengjurnar eru álíka kraftmiklar og stýriflaugar en kosta einungis brot af því sem flaugarnar kosta. F-16 á leiðinni Úkraínumenn segja þetta enn eina ástæðuna fyrir því að þeir þurfi vestrænar herþotur. Þar sem ekki sé hægt að skjóta sprengjurnar niður, þurfi þeir að skjóta niður flugvélarnar sem notaðar eru til að varpa sprengjunum. Þar hafa orðið miklar vendingar á undanförnum dögum og vikum. Bahkjarlar Úkraínu meðal Vesturlanda ákveðið að byrja að þjálfa úkraínska hermenn í notkun vestrænna herþotna og þá sérstaklega F-16 herþotum sem eru í notkun víða um heim í hundraðatali, þó flestar þeirra séu líklega ekki í ásigkomulagi fyrir vígvöllinn, að svo stöddu. Bandaríkjamenn hafa heimilað öðrum ríkjum að senda F-16 herþotur til Úkraínu en blaðamenn komu nýverið höndum yfir skýrslu frá flugher Bandaríkjanna þar sem fram kemur að það myndi taka eingöngu fjóra mánuði að þjálfa úkraínska hermenn í að fljúga F-16 herþotum. Það er mun minni tími en áður hefur verið talað um. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna gaf út tilkynningu í vikunni þar sem fram kom að sendingar F-16 til Úkraínumanna væri frekar ætlað að hugsa um þarfir þeirra til lengri tíma. Þær yrðu ekki notaðar til gagnsóknarinnar margumræddu. Úkraínumenn hafa um árabil reitt sig á gamlar herþotur frá tímum Sovétríkjanna. Margar hafa verið skotnar niður í stríðinu og aðrar hafa bilað en önnur ríki Austur-Evrópu hafa einnig sent gamlar þotur og varahluti til Úkraínu. Eins og með skriðdreka og önnur vopnakerfi, munu Úkraínumenn þó þurfa að snúa sér að vestrænum vopnum þar sem skotfæri og varahlutir fyrir vopnakerfi frá Sovétríkjunum eru ekki framleidd víða. Engin töfralausn Það mun eflaust hjálpa Úkraínumönnum að fá F-16 herþotur þó ekki nema bara með tilliti til þess að vopnin sem þeir eru að nota eru einnig þróuð á Vesturlöndum og auðveldara er að beita þeim með vestrænum þotum. Það á meðal annars við Storm Shadow stýriflaugarnar sem Bretar hafa sent til Úkraínu. Heilt yfir er þó líklegt að þoturnar reynist engin töfralausn fyrir Úkraínumenn, ef þeir fá þær, því enginn hefur boðist til að senda þeim þotur enn. F-16 eru betur vopnum búnar og með betri ratsjár og annan búnað en gömlu herþotur Úkraínumanna. Enn er þó óljóst hve gamlar F-16 þotur Úkraínumenn munu fá en þar getur verið töluverður munur á. Sérstaklega hvað varðar viðhald við eldri þoturnar, þar sem þær hafa ekki verið framleiddar um árabil og það sama á við varahluti fyrir þær. Óljóst er hvaða flugskeyti Úkraínumenn munu á endanum fá en ólíklegt er að það verði þau nýjustu, þar sem óttast er að þær gætu lent í höndum Rússa.EPA/HANNIBAL HANSCHKE Eins og Brynn Tannehill, sem flaug lengi fyrir Bandaríkjaher og þjálfaði flugmenn á F-16 þotur, sagði á dögunum, er einnig spurning um hvaða vopn Úkraínumenn munu fá og hver borgar fyrir þau, þar sem flugskeyti fyrir þoturnar eru mjög dýr. While we paid a price for this thinking in Vietnam, radars and missiles (and the situation) have evolved such that in Ukraine air-to-air combat has played out as BVR only, and the Russians are consistently winning fights with bigger better radars and longer range missiles. 16/n— Brynn Tannehill (@BrynnTannehill) May 21, 2023 Þá er ólíklegt að Úkraínumenn muni geta notað þoturnar til að granda rússneskum þotum. Eins og áður segir vilja hvorki úkraínskir flugmenn né rússneskir fljúga of nærri víglínunni í austurhluta Úkraínu. Rússar eru með eftirlitsflugvélar á lofti, sem eru búnar góðum ratsjám en það hafa Úkraínumenn ekki. Rússar geta notað þessar eftirlitsvélar til að stýra flugskeytum sínum, svo úkraínskir flugmenn vita ekki einu sinni að búið er að skjóta á þá. Þá eru Rússar með nýrri, hraðari og langdrægari flugskeyti í sínum herþotum en Úkraínumenn eru líklegir til að fá. Í stuttu máli sagt, þá bendir allt til þess að þó Úkraínumenn fái F-16 herþotur muni rússneskir flugmenn enn geta séð lengra og grandað flugvélum í meiri fjarlægð en Úkraínumenn. Þoturnar munu þó nýtast þeim betur en þær sem Úkraínumenn eiga fyrir.
Leggja verði fram vegvísi að NATO aðild Úkraínu Utanríkisráðherra Lettlands segir Úkraínu eiga heima í Atlandshafsbandalaginu og bandalagið verði að leggja fram vegvísi að því hvernig að það muni gerast. Nú heyrist raddir um að enda þurfi stríðið áður en Úkraína hafi unnið hertekin landsvæði til baka en það megi ekki gerast því Rússar muni ganga á lagið og hervæðast á ný. 23. maí 2023 19:16
Rússar vara við „gríðarlegri áhættu“ vegna þotnanna Rússar vara Vesturlönd við því að senda Úkraínumönnum bandarískar F-16 orrustuþotur og segja Vesturlönd halda áfram stigmögnun stríðsins. Selenskí segir tíðindin söguleg. 20. maí 2023 20:24
Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og Ódessa-fylki Rússar skutu eldflaugum á Kænugarð og aðra hluta Ódessa-fylkis í morgun. Að sögn Úkraínumanna lést einn í árásunum og voru flestar eldflauganna skotnar niður. Talið er að árásin sé hluti af stigmögnun fyrir yfirvofandi gagnsókn Úkraínu. 18. maí 2023 07:48