Jafnaðarstefnan er Evrópustefna Dagbjört Hákonardóttir skrifar 24. maí 2023 07:00 Á Íslandi er eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða, stöndugu almannatryggingarkerfi sem grípur þau sem þurfa á að halda og öflugu velferðarkerfi sem stendur öllum til boða óháð efnahag. Framangreindu stendur stöðug ógn af aukinni stéttaskiptingu sem verður til í kjölfar áframhaldandi misskiptingar auðs í íslensku þjóðfélagi og um allan heim. Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands – berst gegn þessari þróun með öllum tiltækum ráðum, með frjálslynda félagshyggju að vopni, að norrænni sem og alþjóðlegri fyrirmynd. Það er og verður forgangsverkefni fyrir stjórnmálaflokk sem vill umfram annað hlúa að kjörum þeirra sem stendur mest ógn af markvissum niðurskurði í almannaþjónustu, að sýna þjóðinni fram á metnaðarfulla stefnumörkun í málaflokkum velferðarsamfélagsins. Samfylkingin hefur nú í áratugi barist öðrum flokkum fremur af alefli fyrir því að færa Ísland enn nær Evrópu í formi Evrópusambandsaðilar og stöðugri efnahag samhliða upptöku evrunnar. Þessa viðureign flokksins við íslenskt íhald og sérhagsmunaöfl væri hægt að rekja í enn lengri grein en þeirri sem hér er rituð, en í stuttu máli þarf ekki nokkur einstaklingur að draga sannfæringu íslenskra jafnaðarmanna í Evrópumálum í efa. Þar hafa fulltrúar Samfylkingar aldrei látið stjórnast af skoðanakönnunum og hefur baráttan oft á tíðum verið einmanaleg og fáa var hægt að fá til liðs við hana frá öðrum stjórnmálaflokkum þegar á reyndi. Samfylkingin er og verður Evrópusinnaður flokkur sem hefur það á stefnu sinni að láta íslensku þjóðina ganga til atkvæða um aðildarsamning við Evrópusambandið með íslenska hagsmuni að leiðarljósi. Um þessar mundir birtast enn fleiri skoðanakannanir, og sumar þeirra gefa til kynna að mörg séu áhugasöm um þær leiðir sem jafnaðarfólk hefur upp á að bjóða. Sigmari Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar, þótti tilefni til að skrifa grein í gær 23. maí á Vísi um niðurstöðu könnunar sem sýnir yfirgnæfandi stuðning almennings við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Frá sjónarhóli Viðreisnar er eflaust freistandi að búa sér til andstæðing úr Samfylkingu sem eins konar stein í götu þeirra sem vilja sjá fram á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þær áhyggjur eru hins vegar jafn fáránlegar og þær eru ástæðulausar. Samfylkingin hefur í gegnum tíðina jafnan nefnt kosti við Evrópusambandsaðild til stuðnings við markmið sín í þágu velferðarmála hér á landi. Því verður ekki neitað að Evrópusambandsaðild gæti haft gríðarleg áhrif til góðs fyrir strjálbýlt smáríki sem notið gæti ríflegrar aðstoðar frá sjóðum þess sem markvisst eru ætlaðir til að styrkja slík svæði á sviði samgangna og landbúnaðar, svo dæmi séu tekin. Það hefur hins vegar sýnt sig að mörgum þykja slíkar lausnir of fjarlægar sér til þess að geta talist raunhæf úrlausn við vandamálum sem þarf að leysa og hægt er að ganga í tafarlaust með íslenskan pólitískan vilja að vopni. Kristrún Frostadóttir, nýr formaður Samfylkingarinnar, hefur boðað og unnið eftir skýrum áherslum í kjölfar víðfeðms samtals við almenning í landinu þar sem nærsamfélagið er í forgrunni. Á þessum tímum er þörf að leggja áherslu á málaflokka sem brýnt að sinna sem falla margir utan verkefnasviðs yfirþjóðlegs valds í fjarlægum borgum meginlandsins, hvort sem það er heilbrigðisþjónusta í heimabyggð, uppbygging óhagnaðardrifinna leigufélaga og ásetning leiguþaks, bylting barnabótakerfisins eða sanngjörn skattheimta gagnvart þeim sem mestar eignir eiga. Á liðnum mánuðum hefur Samfylkingin boðað metnaðarfullar aðgerðir gegn verðbólgu sem ógnar kjörum venjulegs fólks og stendur nú í öflugu samtali við kjósendur um allt land um heilbrigðismál.Framundan eru sambærileg verkefni á sviði húsnæðismála auk fleiri málaflokka sem brenna á almenningi og verða verkefni íslenskra stjórnvalda. Þetta er jafnaðarstefnan í hnotskurn. Samhliða verulegri aukningu á misskiptingu í íslensku þjóðfélagi er brýnna en nokkru sinni að gera almenningi grein fyrir því að þeim stendur til boða að leiða jafnaðarstefnuna til forystu í félagshyggjustjórn. Gagnrýni frá hægri væng stjórnmálanna í garð þessara áherslubreytinga hjá íslensku jafnaðarfólki sýna umfram annað að velferðarmál eru þar greinilega ekki hátt skrifuð á blaði. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi formaður Ungra Evrópusinna og er enn einlægur Evrópusinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dagbjört Hákonardóttir Evrópusambandið Samfylkingin Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Á Íslandi er eftirspurn eftir heilbrigðisþjónustu á heimsmælikvarða, stöndugu almannatryggingarkerfi sem grípur þau sem þurfa á að halda og öflugu velferðarkerfi sem stendur öllum til boða óháð efnahag. Framangreindu stendur stöðug ógn af aukinni stéttaskiptingu sem verður til í kjölfar áframhaldandi misskiptingar auðs í íslensku þjóðfélagi og um allan heim. Samfylkingin – jafnaðarflokkur Íslands – berst gegn þessari þróun með öllum tiltækum ráðum, með frjálslynda félagshyggju að vopni, að norrænni sem og alþjóðlegri fyrirmynd. Það er og verður forgangsverkefni fyrir stjórnmálaflokk sem vill umfram annað hlúa að kjörum þeirra sem stendur mest ógn af markvissum niðurskurði í almannaþjónustu, að sýna þjóðinni fram á metnaðarfulla stefnumörkun í málaflokkum velferðarsamfélagsins. Samfylkingin hefur nú í áratugi barist öðrum flokkum fremur af alefli fyrir því að færa Ísland enn nær Evrópu í formi Evrópusambandsaðilar og stöðugri efnahag samhliða upptöku evrunnar. Þessa viðureign flokksins við íslenskt íhald og sérhagsmunaöfl væri hægt að rekja í enn lengri grein en þeirri sem hér er rituð, en í stuttu máli þarf ekki nokkur einstaklingur að draga sannfæringu íslenskra jafnaðarmanna í Evrópumálum í efa. Þar hafa fulltrúar Samfylkingar aldrei látið stjórnast af skoðanakönnunum og hefur baráttan oft á tíðum verið einmanaleg og fáa var hægt að fá til liðs við hana frá öðrum stjórnmálaflokkum þegar á reyndi. Samfylkingin er og verður Evrópusinnaður flokkur sem hefur það á stefnu sinni að láta íslensku þjóðina ganga til atkvæða um aðildarsamning við Evrópusambandið með íslenska hagsmuni að leiðarljósi. Um þessar mundir birtast enn fleiri skoðanakannanir, og sumar þeirra gefa til kynna að mörg séu áhugasöm um þær leiðir sem jafnaðarfólk hefur upp á að bjóða. Sigmari Guðmundssyni, þingmanni Viðreisnar, þótti tilefni til að skrifa grein í gær 23. maí á Vísi um niðurstöðu könnunar sem sýnir yfirgnæfandi stuðning almennings við umsókn um aðild að Evrópusambandinu. Frá sjónarhóli Viðreisnar er eflaust freistandi að búa sér til andstæðing úr Samfylkingu sem eins konar stein í götu þeirra sem vilja sjá fram á aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þær áhyggjur eru hins vegar jafn fáránlegar og þær eru ástæðulausar. Samfylkingin hefur í gegnum tíðina jafnan nefnt kosti við Evrópusambandsaðild til stuðnings við markmið sín í þágu velferðarmála hér á landi. Því verður ekki neitað að Evrópusambandsaðild gæti haft gríðarleg áhrif til góðs fyrir strjálbýlt smáríki sem notið gæti ríflegrar aðstoðar frá sjóðum þess sem markvisst eru ætlaðir til að styrkja slík svæði á sviði samgangna og landbúnaðar, svo dæmi séu tekin. Það hefur hins vegar sýnt sig að mörgum þykja slíkar lausnir of fjarlægar sér til þess að geta talist raunhæf úrlausn við vandamálum sem þarf að leysa og hægt er að ganga í tafarlaust með íslenskan pólitískan vilja að vopni. Kristrún Frostadóttir, nýr formaður Samfylkingarinnar, hefur boðað og unnið eftir skýrum áherslum í kjölfar víðfeðms samtals við almenning í landinu þar sem nærsamfélagið er í forgrunni. Á þessum tímum er þörf að leggja áherslu á málaflokka sem brýnt að sinna sem falla margir utan verkefnasviðs yfirþjóðlegs valds í fjarlægum borgum meginlandsins, hvort sem það er heilbrigðisþjónusta í heimabyggð, uppbygging óhagnaðardrifinna leigufélaga og ásetning leiguþaks, bylting barnabótakerfisins eða sanngjörn skattheimta gagnvart þeim sem mestar eignir eiga. Á liðnum mánuðum hefur Samfylkingin boðað metnaðarfullar aðgerðir gegn verðbólgu sem ógnar kjörum venjulegs fólks og stendur nú í öflugu samtali við kjósendur um allt land um heilbrigðismál.Framundan eru sambærileg verkefni á sviði húsnæðismála auk fleiri málaflokka sem brenna á almenningi og verða verkefni íslenskra stjórnvalda. Þetta er jafnaðarstefnan í hnotskurn. Samhliða verulegri aukningu á misskiptingu í íslensku þjóðfélagi er brýnna en nokkru sinni að gera almenningi grein fyrir því að þeim stendur til boða að leiða jafnaðarstefnuna til forystu í félagshyggjustjórn. Gagnrýni frá hægri væng stjórnmálanna í garð þessara áherslubreytinga hjá íslensku jafnaðarfólki sýna umfram annað að velferðarmál eru þar greinilega ekki hátt skrifuð á blaði. Höfundur er varaþingmaður Samfylkingarinnar, fyrrverandi formaður Ungra Evrópusinna og er enn einlægur Evrópusinni.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun