Golf

Tiger missir af Opna bandaríska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tiger Woods verður ekki meðal þátttakenda á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi.
Tiger Woods verður ekki meðal þátttakenda á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi. getty/Patrick Smith

Tiger Woods keppir ekki á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem fer fram í næsta mánuði.

Tiger er að jafna sig eftir aðgerð á ökkla sem hann fór í apríl. Hann keppti ekki á PGA-meistaramótinu um síðustu helgi og þurfti að draga sig úr keppni á Masters í síðasta mánuði vegna meiðsla.

Hinn 47 ára Tiger hefur lítið keppt síðan hann lenti í alvarlegu bílslysi fyrir tveimur árum.

Tiger vann Opna bandaríska 2000, 2002 og 2008 en hann hefur alls unnið fimmtán risamót á ferlinum.

Opna bandaríska fer fram í Los Angeles 15.-18. júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×