Erlent

Öku­maður flutninga­bif­reiðar hand­tekinn við Hvíta húsið

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Engan sakaði en ökumaðurinn var handtekinn.
Engan sakaði en ökumaðurinn var handtekinn.

Ökumaður flutningabifreiðar er í haldi lögreglu í Washington D.C. í Bandaríkjunum, eftir að hann ók bíl sínum á öryggistálma við lóð Hvíta hússsins, bústað forsetans.

Öryggisverðir forsetans segja að enginn hafi slasast og að ekkert sprengiefni hafi fundist í bílnum við nánari skoðun. Rannsóknin er þó sögð benda til þess að maðurinn hafi ekið bílnum viljandi á öryggistálmana en fjölmiðlar hafa eftir vitnum að hann hafi gert atrennu að þeim í tvígang. 

Loka þurfti vegum og almenningsgörðum í nágrenninu um tíma vegna málsins í gærkvöldi og nokkur hótel á svæðinu voru rýmd til öryggis. Nafn ökumannsins hefur ekki verið gert opinbert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×