Sameining Kvennó og MS: Til varnar því sem vel er gert Ásdís Ingólfsdóttir skrifar 21. maí 2023 14:00 Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað. Kennsluferill minn spannar enn fleiri ár því að ég starfaði við Menntaskólann við Sund á árunum 1982 – 1996, í fjórtán ár. Síðasta árið sem konrektor. Það var mér því bæði faglegt og persónulegt áfall þegar mennta- og barnamálaráðuneyti boðaði til fundar á annasömum vordögum með þau skilaboð að nú skuli skoðað hvort ekki sé fýsilegt að sameina þessa tvo skóla. Notað var orðið fýsilegt sem merkir jú æskilegt, álitlegt. Eins og einungis væri jákvæðrar niðurstöðu að vænta. Kvennaskólinn hefur svo sannarlega tekið stórstígum breytingum á þessum árum sem ég hef verið viðriðinn hann, frá því að vera grunnskóli fyrir stúlkur, yfir í að vera framhaldsskóli fyrir bæði kyn. Um tíma var áfangakerfi og síðar bekkjakerfi og loks varð skólinn þriggja ára framhaldsskóli. Allir kennsluhættir hafa fylgt nýjum straumum og kennarar skólans verið í fararbroddi nýjunga. Nemendur sem sækja skólann velja hann ekki einungis vegna staðsetningar og námsbrauta heldur líka vegna gilda hans sem lúta að jafnrétti og mannréttindum. Árlega þarf að vísa á þriðja hundrað nemendum frá skólanum vegna mikillar aðsóknar. Það er því hægðarleikur að eiga samtal við skólasamfélag Kvennaskólans um breytingar, þar er vant fólk á ferð. En samtalið á ekki að hefja með tilskipunum að ofan um fýsileikakönnun á mesta annatíma ársins og ætla í verkið allt of stuttan tíma. Ég sæi fólkið í ráðuneyti mennta- og barnamála taka slíkar rispur. Þessi tímasetning er eins og boðað hefði verið búnaðarþing í miðjum sauðburði, svo ég vitni í orð eins samkennara. Menntaskólinn við Sund hóf starfsemi sína sem Menntaskólinn við Tjörnina í Miðbæjarskólanum sem nú er eitt þriggja húsa sem hýsir Kvennó. Síðar flutti skólinn inn í Voga og fékk nýtt nafn. Nýverið hefur verið ráðist í miklar breytingar á MS. Ekki einast hefur verið rifið og byggt nýtt húsnæði fyrir skólann heldur hefur allt námsskipulag verið tekið til endurskoðunar af starfsfólki og stjórnendum og því breytt á mjög framsækinn hátt í þriggja anna kerfi þar sem námstilhögun og námsmat er einstakt í íslenskum framhaldsskóla. Skólinn er nú orðinn rótgróinn í hverfinu og vinsældir hans hafa aukist jafn og þétt. Fjöldi nemenda er rúmlega 700. Kvennó er með um 620 nemendur og velja margir skólann vegna stærðarinnar, sem þykir nægileg til að geta boðið upp á fjölbreytt námsval, en um leið er skólinn það lítill að hægt er að huga að þörfum hvers og eins nemanda. Skóli sem yrði til úr þessum tveimur með rúmlega 1300 nemendur byggi ekki yfir þeim eiginleikum. Af framansögðu verður ekki séð að þörf sé á að endurskoða og stokka algjörlega upp starf þessara framhaldsskóla. Að taka skóla sem eru að skila góðu starfi og nemendum sem standa vel að vígi út í lífið, og sameina þá er ekki leið til að efla starfsnám, þvílík fásinna sem felst í þeirri hugmynd. Má ekki halda til haga því sem vel er gert og á sama tíma hlúa og styðja við þá skóla sem vilji er til að efla, þ.e. verk- og starfsnámsskóla? En það er markmið og helsti hvatinn í þessu máli eins og segir í frétt mennta- og barnamálaráðuneytis um verkefni stýrihóps sem skipaður var og kynntur á vef ráðuneytis 24. apríl sl.: Verkefni hópsins er að móta aðgerðir til að ná markmiðum menntastefnu stjórnvalda til 2030 og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu verk- og starfsnáms. Bygging nýs tækniskóla hefur verið boðuð og er það vel. Verra er að þar eru sameiningarhugmyndir líka á kreiki og enn einn gróinn skóli í þeim pakka, Menntaskólinn á Akureyri, ein af elstu og helstu menntastofnunum landsins, og Verkmenntaskólinn á Akureyri, stöndugur skóli með meira en tíu verknámsbrautir og öflugt fjarnám. Ef skólarnir á Akureyri sameinast verður úr 1600 nemenda skóli í skólabænum Akureyri, myndi það vera til bóta fyrir skólastarfið? Það er alveg einsýnt að húsnæði Kvennó og MS hentar ekki verkmenntaskóla né annarri starfsemi en bóknámsskólum nema með töluvert miklum breytingum. Því má ætla að annað hvort fái einhver annar skóli húsnæðið til afnota eða að ráðist verður í kostnaðarsamar breytingar á húsnæðinu. Og ekkert gefur til kynna að það sé fýsilegur kostur að sameina þessa skóla og setja í húsnæði menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, sem þarfnast viðgerða og breytinga svo það henti framhaldsskólakennslu. Hvaða hagræðingu er verið að reyna að ná með sameiningunni? Svarið við fýsileikakönnuninni er einfaldlega nei. Það er hvorki fýsilegt, æskilegt né álitlegt að sameina þessa skóla. Það er óþarfi að eyða tíma og fé í að skoða það nánar. Betra væri að nýta tímann til að skoða með hvaða hætti er hægt að styrkja verk- og starfsnám í landinu. Hvernig væri að huga að því að efla til dæmis Borgarholtsskóla? Þar mætti jafnvel byggja við. Eða FB? Væri hægt styrkja VMA enn frekar með öðrum hætti? Nýi tækniskólinn, er ekki möguleiki að byrja fyrr en síðar að byggja? Ég er verulega hugsi þar sem ég sit yfir SVÓT-könnun sem framkvæma á vegna aðfarar ráðuneytisins og ég fékk í hendur fyrir viku og á að skila eftir helgi svo hægt sé að vinna úr til að taka ákvörðun um að sameina skólana mína tvo. Ég hugsa til þess hvernig ræðan mín verður við útskrift 2024 þegar ég kveð skólann minn eftir 24 ára kennsluferil á 50 ára útskriftarafmælinu, mun ég þurfa að flytja útfararræðu í stað þess að fagna? Höfundur er framhaldsskólakennari og kennir efnafræði, nýsköpun og frumkvöðlafræði við Kvennaskólann í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Ævintýralegar eftiráskýringar Hildur Sverrisdóttir Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson Skoðun Loftslagskvíði Sjálfstæðisflokksins Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Ég hef hugsað mér að láta af störfum sem framhaldsskólakennari vorið 2024 eftir 24 ára starf við Kvennaskólann í Reykjavík. Þá eru jafnframt liðin 50 ár frá því ég útskrifaðist úr skólanum með landspróf upp á vasann. Síðar sama ár verður skólinn 150 ára þannig að ég hef fylgt skólanum í þriðjung af þeim tíma sem hann hefur starfað. Kennsluferill minn spannar enn fleiri ár því að ég starfaði við Menntaskólann við Sund á árunum 1982 – 1996, í fjórtán ár. Síðasta árið sem konrektor. Það var mér því bæði faglegt og persónulegt áfall þegar mennta- og barnamálaráðuneyti boðaði til fundar á annasömum vordögum með þau skilaboð að nú skuli skoðað hvort ekki sé fýsilegt að sameina þessa tvo skóla. Notað var orðið fýsilegt sem merkir jú æskilegt, álitlegt. Eins og einungis væri jákvæðrar niðurstöðu að vænta. Kvennaskólinn hefur svo sannarlega tekið stórstígum breytingum á þessum árum sem ég hef verið viðriðinn hann, frá því að vera grunnskóli fyrir stúlkur, yfir í að vera framhaldsskóli fyrir bæði kyn. Um tíma var áfangakerfi og síðar bekkjakerfi og loks varð skólinn þriggja ára framhaldsskóli. Allir kennsluhættir hafa fylgt nýjum straumum og kennarar skólans verið í fararbroddi nýjunga. Nemendur sem sækja skólann velja hann ekki einungis vegna staðsetningar og námsbrauta heldur líka vegna gilda hans sem lúta að jafnrétti og mannréttindum. Árlega þarf að vísa á þriðja hundrað nemendum frá skólanum vegna mikillar aðsóknar. Það er því hægðarleikur að eiga samtal við skólasamfélag Kvennaskólans um breytingar, þar er vant fólk á ferð. En samtalið á ekki að hefja með tilskipunum að ofan um fýsileikakönnun á mesta annatíma ársins og ætla í verkið allt of stuttan tíma. Ég sæi fólkið í ráðuneyti mennta- og barnamála taka slíkar rispur. Þessi tímasetning er eins og boðað hefði verið búnaðarþing í miðjum sauðburði, svo ég vitni í orð eins samkennara. Menntaskólinn við Sund hóf starfsemi sína sem Menntaskólinn við Tjörnina í Miðbæjarskólanum sem nú er eitt þriggja húsa sem hýsir Kvennó. Síðar flutti skólinn inn í Voga og fékk nýtt nafn. Nýverið hefur verið ráðist í miklar breytingar á MS. Ekki einast hefur verið rifið og byggt nýtt húsnæði fyrir skólann heldur hefur allt námsskipulag verið tekið til endurskoðunar af starfsfólki og stjórnendum og því breytt á mjög framsækinn hátt í þriggja anna kerfi þar sem námstilhögun og námsmat er einstakt í íslenskum framhaldsskóla. Skólinn er nú orðinn rótgróinn í hverfinu og vinsældir hans hafa aukist jafn og þétt. Fjöldi nemenda er rúmlega 700. Kvennó er með um 620 nemendur og velja margir skólann vegna stærðarinnar, sem þykir nægileg til að geta boðið upp á fjölbreytt námsval, en um leið er skólinn það lítill að hægt er að huga að þörfum hvers og eins nemanda. Skóli sem yrði til úr þessum tveimur með rúmlega 1300 nemendur byggi ekki yfir þeim eiginleikum. Af framansögðu verður ekki séð að þörf sé á að endurskoða og stokka algjörlega upp starf þessara framhaldsskóla. Að taka skóla sem eru að skila góðu starfi og nemendum sem standa vel að vígi út í lífið, og sameina þá er ekki leið til að efla starfsnám, þvílík fásinna sem felst í þeirri hugmynd. Má ekki halda til haga því sem vel er gert og á sama tíma hlúa og styðja við þá skóla sem vilji er til að efla, þ.e. verk- og starfsnámsskóla? En það er markmið og helsti hvatinn í þessu máli eins og segir í frétt mennta- og barnamálaráðuneytis um verkefni stýrihóps sem skipaður var og kynntur á vef ráðuneytis 24. apríl sl.: Verkefni hópsins er að móta aðgerðir til að ná markmiðum menntastefnu stjórnvalda til 2030 og stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar um eflingu verk- og starfsnáms. Bygging nýs tækniskóla hefur verið boðuð og er það vel. Verra er að þar eru sameiningarhugmyndir líka á kreiki og enn einn gróinn skóli í þeim pakka, Menntaskólinn á Akureyri, ein af elstu og helstu menntastofnunum landsins, og Verkmenntaskólinn á Akureyri, stöndugur skóli með meira en tíu verknámsbrautir og öflugt fjarnám. Ef skólarnir á Akureyri sameinast verður úr 1600 nemenda skóli í skólabænum Akureyri, myndi það vera til bóta fyrir skólastarfið? Það er alveg einsýnt að húsnæði Kvennó og MS hentar ekki verkmenntaskóla né annarri starfsemi en bóknámsskólum nema með töluvert miklum breytingum. Því má ætla að annað hvort fái einhver annar skóli húsnæðið til afnota eða að ráðist verður í kostnaðarsamar breytingar á húsnæðinu. Og ekkert gefur til kynna að það sé fýsilegur kostur að sameina þessa skóla og setja í húsnæði menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, sem þarfnast viðgerða og breytinga svo það henti framhaldsskólakennslu. Hvaða hagræðingu er verið að reyna að ná með sameiningunni? Svarið við fýsileikakönnuninni er einfaldlega nei. Það er hvorki fýsilegt, æskilegt né álitlegt að sameina þessa skóla. Það er óþarfi að eyða tíma og fé í að skoða það nánar. Betra væri að nýta tímann til að skoða með hvaða hætti er hægt að styrkja verk- og starfsnám í landinu. Hvernig væri að huga að því að efla til dæmis Borgarholtsskóla? Þar mætti jafnvel byggja við. Eða FB? Væri hægt styrkja VMA enn frekar með öðrum hætti? Nýi tækniskólinn, er ekki möguleiki að byrja fyrr en síðar að byggja? Ég er verulega hugsi þar sem ég sit yfir SVÓT-könnun sem framkvæma á vegna aðfarar ráðuneytisins og ég fékk í hendur fyrir viku og á að skila eftir helgi svo hægt sé að vinna úr til að taka ákvörðun um að sameina skólana mína tvo. Ég hugsa til þess hvernig ræðan mín verður við útskrift 2024 þegar ég kveð skólann minn eftir 24 ára kennsluferil á 50 ára útskriftarafmælinu, mun ég þurfa að flytja útfararræðu í stað þess að fagna? Höfundur er framhaldsskólakennari og kennir efnafræði, nýsköpun og frumkvöðlafræði við Kvennaskólann í Reykjavík.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun