Splæsti í lúxusíbúð í miðborg Oslóar Smári Jökull Jónsson skrifar 19. maí 2023 23:30 Það mun ekki væsa um Haaland í nýju íbúðinni í Osló. Vísir/Getty Lífið leikur við Erling Haaland þessa dagana. Á dögunum sló hann markamet ensku úrvalsdeildarinnar og í vikunni tryggði Manchester City sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildarinnar. Það gengur sömuleiðis vel hjá Haaland á öðrum vígstöðum. Erling Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina á tímabilinu en þessi tuttugu og tveggja ára gamli Norðmaður sló nýverið markamet ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 36 mörk í 33 leikjum á tímabilinu. Talið er að Haaland þéni 375.000 pund á viku hjá Manchester City sem gerir rúmar 65 milljónir íslenskra króna og hann fær 160 milljónir íslenskra króna í bónus vinni City ensku úrvalsdeildina en það gæti orðið að veruleika nú um helgina. Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan samstarfssamninga við hin ýmsu fyrirtæki. Haaland mun vafalaust nýta sér íbúðina þegar hann verður á ferðinni með norska landsliðinu í Osló.Vísir/Getty Og nú virðist sem Haaland sé byrjaður að eyða peningunum. Samkvæmt frétt Aftonbladet hefur Haaland fest kaup á lúxusíbúð í miðborg Oslóar. Haaland greiðir tæpar 470 milljónir íslenskra króna fyrir íbúðina sem er 154 fermetrar að stærð, á áttundu hæð í tíu hæða húsi. Kaupin gengu í gegn þann 4. maí síðastliðinn, daginn eftir að Haaland skoraði mark númer 35 í ensku úrvalsdeildinni og sló markametið umtalaða. Haaland kaupir íbúðina af milljarðamæringnum Runar Vatnes sem hafði átt hana í þrjú ár. Vatnes keypti íbúðina á 360 milljónir króna og íbúðin því heldur betur aukið virði sitt síðustu árin. Fermetraverðið sem Haaland borgar er tæpar þrjár milljónir íslenskra króna sem verður að teljast ansi hátt en Norðmaðurinn fótfrái á líklegast ekki í erfiðleikum með að reiða fram þá upphæð í reiðufé. Enski boltinn Noregur Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira
Erling Haaland hefur komið sem stormsveipur inn í ensku úrvalsdeildina á tímabilinu en þessi tuttugu og tveggja ára gamli Norðmaður sló nýverið markamet ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefur skorað 36 mörk í 33 leikjum á tímabilinu. Talið er að Haaland þéni 375.000 pund á viku hjá Manchester City sem gerir rúmar 65 milljónir íslenskra króna og hann fær 160 milljónir íslenskra króna í bónus vinni City ensku úrvalsdeildina en það gæti orðið að veruleika nú um helgina. Þetta er að sjálfsögðu fyrir utan samstarfssamninga við hin ýmsu fyrirtæki. Haaland mun vafalaust nýta sér íbúðina þegar hann verður á ferðinni með norska landsliðinu í Osló.Vísir/Getty Og nú virðist sem Haaland sé byrjaður að eyða peningunum. Samkvæmt frétt Aftonbladet hefur Haaland fest kaup á lúxusíbúð í miðborg Oslóar. Haaland greiðir tæpar 470 milljónir íslenskra króna fyrir íbúðina sem er 154 fermetrar að stærð, á áttundu hæð í tíu hæða húsi. Kaupin gengu í gegn þann 4. maí síðastliðinn, daginn eftir að Haaland skoraði mark númer 35 í ensku úrvalsdeildinni og sló markametið umtalaða. Haaland kaupir íbúðina af milljarðamæringnum Runar Vatnes sem hafði átt hana í þrjú ár. Vatnes keypti íbúðina á 360 milljónir króna og íbúðin því heldur betur aukið virði sitt síðustu árin. Fermetraverðið sem Haaland borgar er tæpar þrjár milljónir íslenskra króna sem verður að teljast ansi hátt en Norðmaðurinn fótfrái á líklegast ekki í erfiðleikum með að reiða fram þá upphæð í reiðufé.
Enski boltinn Noregur Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Íslenski boltinn Fleiri fréttir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Jackson komst upp fyrir Eið Smára Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City „Orð geta ekki lýst því hversu eyðilagður ég er“ Englendingar syrgja mann úr heimsmeistaraliðinu frá 1966 Rice og Calafiori klárir en Crystal Palace verður án Eze Dele Alli ekki í leikformi og farinn frá Everton Áfall bætist við ógöngur Man. City Króatíski metalhausinn á að bjarga málunum „Ekki það góður leikmaður miðað hvað við tölum mikið um hann“ „Höfum við séð tvo markverði spila jafn illa í sama leik?“ Tottenham áfram í undanúrslit eftir sjö marka leik með mörgum mistökum Loks búið að ganga frá sölu Everton Segir að það sé erfiðara að vera þjálfari en forsætisráðherra Hefði viljað að Rashford hefði talað við sig fyrir viðtalið Liverpool og Newcastle áfram í undanúrslitin Gabriel Jesus skaut Arsenal áfram í undanúrslitin Arne Slot viðurkennir að hafa reynt að hafa áhrif á dómarana Chelsea trúir á sakleysi Mudryks Lofar að óheppni Liverpool-nýliðinn spili í kvöld Barton ákærður „Við erum betri með Rashford“ Rashford til í að fara: „Tilbúinn í nýja áskorun“ Manchester United reynir að skrúfa fyrir lekann Sjá meira