Boltastrákurinn sem Hazard sparkaði í á meðal þeirra ríkustu í Bretlandi Smári Jökull Jónsson skrifar 20. maí 2023 07:00 Margir muna eftir atvikinu umtalaða í leik Swansea og Chelsea árið 2013. Vísir/Getty Fyrrum boltastrákur hjá Swansea, sem komst í fréttirnar fyrir tíu árum síðan eftir að knattspyrnumaðurinn Eden Hazard sparkaði í hann, er nú kominn í sviðsljósið á nýjan leik. Margir muna eflaust eftir atvikinu á Liberty-leikvanginum í Swansea árið 2013 þegar þáverandi stórstjarnan Eden Hazard fékk rautt spjald fyrir að sparka í magann á boltastrák sem honum fannst heldur lengi að sækja boltann eftir að hann hafði endað fyrir aftan endamörk. Hazard var harðlega gagnrýndur fyrir athæfið en í kjölfar þess birtust fréttir um sættir á milli Hazard og boltastráksins Charlie Morgan. Í kjölfar atviksins kom reyndar í ljós að Charlie Morgan var ekki eins og hver annar boltastrákur. Hann var bæði eldri og mun ríkari en kollegar sínir enda faðir hans eigandi risastórrar hótelkeðju. Og nú er hann kominn í fréttirnar á nýjan leik, einmitt vegna fjármála sinna. Á lista sem Sunday Times birti í dag kemur fram að Charlie Morgan er á lista yfir þrjátíu og fimm ríkustu einstaklingana í Bretlandi undir þrjátíu og fimm ára aldri. Hann er þar í tuttugusta og sjöunda sæti og fyrir ofan menn eins og Harry Kane, markahæsta mann enska landsliðsins frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Charlie Morgan (@charliem0rgan) Þremur árum eftir atvikið á Liberty-leikvanginum tók Charlie Morgan sjálfur skrefið inn í viðskiptaheiminn. Hann og félagi hans settu á markað drykkinn AU Vodka sem hefur sannarlega slegið í gegn. Drykkurinn var seldur fyrir tæplega 44 milljónir punda á síðasta ári eða um 7,5 milljarða íslenskra króna. Það er því ólíklegt að Morgan þurfi að skella sér í hlutverk boltastráksins á nýjan leik á næstunni. Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira
Margir muna eflaust eftir atvikinu á Liberty-leikvanginum í Swansea árið 2013 þegar þáverandi stórstjarnan Eden Hazard fékk rautt spjald fyrir að sparka í magann á boltastrák sem honum fannst heldur lengi að sækja boltann eftir að hann hafði endað fyrir aftan endamörk. Hazard var harðlega gagnrýndur fyrir athæfið en í kjölfar þess birtust fréttir um sættir á milli Hazard og boltastráksins Charlie Morgan. Í kjölfar atviksins kom reyndar í ljós að Charlie Morgan var ekki eins og hver annar boltastrákur. Hann var bæði eldri og mun ríkari en kollegar sínir enda faðir hans eigandi risastórrar hótelkeðju. Og nú er hann kominn í fréttirnar á nýjan leik, einmitt vegna fjármála sinna. Á lista sem Sunday Times birti í dag kemur fram að Charlie Morgan er á lista yfir þrjátíu og fimm ríkustu einstaklingana í Bretlandi undir þrjátíu og fimm ára aldri. Hann er þar í tuttugusta og sjöunda sæti og fyrir ofan menn eins og Harry Kane, markahæsta mann enska landsliðsins frá upphafi. View this post on Instagram A post shared by Charlie Morgan (@charliem0rgan) Þremur árum eftir atvikið á Liberty-leikvanginum tók Charlie Morgan sjálfur skrefið inn í viðskiptaheiminn. Hann og félagi hans settu á markað drykkinn AU Vodka sem hefur sannarlega slegið í gegn. Drykkurinn var seldur fyrir tæplega 44 milljónir punda á síðasta ári eða um 7,5 milljarða íslenskra króna. Það er því ólíklegt að Morgan þurfi að skella sér í hlutverk boltastráksins á nýjan leik á næstunni.
Enski boltinn Mest lesið Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómari blóðugur eftir slagsmál Sport Strákarnir komnir í úrslit Handbolti Lést sex dögum eftir að hafa orðið meistari Sport Kærkominn sigur City Enski boltinn Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Enski boltinn Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Körfubolti Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Enski boltinn Ófarir Spurs halda áfram Enski boltinn Gamli maðurinn lét Littler svitna Sport Fleiri fréttir Ófarir Spurs halda áfram Í beinni: West Ham - Liverpool | Enda árið á toppnum en með hversu mikið forskot? Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Látnir gista líka á æfingasvæðinu Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Sjá meira