Umfjöllun, viðtöl og myndir: Breiðablik-KA 2-0 | Meistararnir kláruðu dæmið í seinni hálfleik Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 21. maí 2023 20:00 Breiðablik vann góðan sigur gegn KA í dag. Vísir/Hulda Margrét Ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti KA í uppgjöri tveggja efstu liða seinasta tímabils í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Nokkuð jafnræði var á með liðunum í upphafi leiks og ekki hægt að segja að færin hafi komið á færibandi. Liðin skiptust á að klappa boltanum og illa gekk að opna varnir andstæðingana. Vísir/Hulda Margrét KA-menn virtust þó örlítið líklegri til að verða fyrri til að brjóta ísinn og liðið kom sér í ágætar stöður í nokkur skipti. Ásgeir Sigurgeirsson fékk besta færi norðanmanna í fyrri hálfleik þegar hann slepp einn í gegn þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum, en Anton Ari var vel vakandi í markinu, rauk út og lokaði færinu vel. Vísir/Hulda Margrét Blikar fengu sitt besta færi fyrir hlé með seinustu snertingu fyrri hálfleiksins þegar Gísli Eyjólfsson fékk boltann inni á teig, en skot hans ú nokkuð þröngu færi sigldi fram hjá og staðan var því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherberga. Það var svo nokkuð augljóst að hálfleiksræða Óskars Hrafns hafi virkað vel fyrir heimamenn því Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn af ótrúlegum krafti. Aðeins hálf mínúta var liðin af seinni hálfleiknum þegar Gísli Eyjólfsson komst inn í sendingu frá Steinþóri Má Auðunssyni, markverði KA. Gísli keyrði inn á teiginn þar sem Steinþór mætti honum, braut af sér og vítaspyrna dæmd. Höskuldur Gunnlaugsson fór á punktinn fyrir heimamenn og skoraði af miklu öryggi í hægra hornið og staðan orðin 1-0. Gísli Eyjólfsson var svo aftur á ferðinni á 54. Mínútu þegar hann fékk boltann inni á miðju, klobbaði Bjarna Aðalsteinsson og keyrði í átt að marki. Hann lét svo vaða af tæplega 25 metra færi og þaðan fór boltinn í slána og inn. Afar glæsilegt mark. Vísir/Hulda Margrét Eftir það róaðist leikurinn nokkuð, en heimamenn virtust þó alltaf líklegri til að bæta við frekar en að gestirnir færu að hleypa spennu í leikinn. Blikarnir sköpuðu sér nokkur- ákjósanleg færi það sem eftir lifði leiks, en ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan varð því 2-0 sigur Íslandsmeistaranna. Af hverju vann Breiðablik? Eftir jafnan fyrri hálfleik fengu Blikarnir fljúgandi start í seinni hálfleik þegar Gísli Eyjólfsson stal boltanum og fiskaði vítaspyrnu áður en hálfleikurinn var orðinn mínútu gamall. Meistararnir nýttu sér meðbyrinn og Gísli skoraði svo sjálfur glæsilegt mark örfáum mínútum síðar sem gerði gestunum virkilega erfitt fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Áðurnefndur Gísli Eyjólfsson átti góðan dag í liði Blika og eins og áður segir 2firkaði hann vítið sem liðið skoraði fyrra markið úr og skoraði svo sjálfur seinna mark liðsins. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi framan af leik, en Blikarnir vöknuðu þó til lífsins í síðari hálfleik og fundu leiðir í gegnum vörn gestanna. KA-menn voru hins vegar ekki jafn duglegir við að skapa sér færi og það hjálpaði gestunum ekki neitt. Hvað gerist næst? Liðin leika bæði næstkomandi fimmtudag á heimavöllum sínum. KA-menn taka á móti toppliði Víkings og Breiðablik fær Valsmenn í heimsókn. Hallgrímur: Menn þurfa að ætla sér að skora Hallgrímur Jónasson á hliðarlínunni í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var bara flottur leikur. Við spiluðum gríðarlega vel í dag og ég er virkilega ánægður með frammistöðuna,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, að leik loknum. „Ég er ánægður með margt í þessum leik, en því miður töpum við að því er mér finnst ósanngjarnt. Við getum sjálfum okkur um kennt með fyrsta markið, það er ekki þægilegt að koma út í seinni hálfleik og fá á sig ekkert mjög gáfulegt víti eftir 40 sekúndur. Það breytir aðeins leiknum.“ „Annað markið er síðan einstaklingsframtak þar sem Gísli gerir vel og kemst í góða stöðu. Við erum þarna með mann sem hefði getað brotið á honum, en er á gulu spjaldi og þorir ekki að taka hann niður og svo kemur eitthvað frábært skot. Þannig að það er pirrandi, en mér fannst frammistaðan góð en úrslitin eru því miður leiðinleg fyrir okkur.“ Þá segir Hallgrímur að hann hefði viljað sjá sína menn gera meiri atlögu að marki Breiðabliks í fyrri hálfleik. „Ég hefði viljað sjá okkur ógna markinu aðeins meira. Við vorum með vindi og að skapa fullt af góðum stöðum, en mér finnst við ekki nógu direct. Við þurfum meira drápseðli og menn þurfa að ætla sér að skora.“ „Svo náttúrulega breytist leikurinn í seinni hálfleik við markið. Það er vindur á móti okkur, en ég samt ánægður með seinni hálfleikinn. Ég er ánægður með allt nema það að við fáum áokkur tvö mörk. Rétt áður en þeir skora seinna markið þá fáum við dauðafæri til að jafna leikinn og svo vildu mínir menn líka fá víti einu sinni. En þegar öllu er á botnin hvolft þá komum við hérna, mætum góðu liði og spilum vel. Ef við höldum þessu áfram þá erum við í góðum málum.“ KA-menn ætluðu sér stóra hluti í ár og norðanmenn töluðu um að liðið ætlaði sér Íslandsmeistaratitilinn. KA er nú með 11 stig eftir átta leiki og gæti endað daginn 13 stigum á eftir toppliði Víkings. Hallgrímur segir þó að liðið sé ekki búið að stimpla sig út úr titilbaráttunni strax. „Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta og við erum ekki þar akkúrat núna. Við þurfum bara að einbeita okkur að því að fara í leikina með frammistöðu eins og í dag, fá fleiri stig og sjá svo hvað það gefur okkur. En akkúrat núna er langt í efstu liðin,“ sagði Hallgrímur að lokum. Óskar: Markmiðið er að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Fyrri hálfleikurinn bar þess merki af okkar hálfu að við spiluðum á móti mjög kröftugum vindi. Það var slunginn andstæðingur eins og KA-mennirnir eru. KA er með gott og öflugt lið og ég er sammála því að fyrri hálfleikurinn var í járnum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, eftir leik. „Þeir náðu ekki að nýta sér meðvindinn og við áttum oft í erfiðleikum með að koma boltanum upp á móti vindinum. En svo snérist þetta við í seinni hálfleik og við byrjuðum auðvitað mjög sterkt. Mér fannst við vera töluvert sterkari aðilinn en í seinni hálfleik hefðum við getað skorað fleiri mörk. Mér fannst þetta vera góð frammistaða og ég er ánægður með hana. Þetta lofar góðu.“ Óskar segist þó ekki hafa haldið einhverja sérstaka ræðu í hálfleik til að koma sínum mönnum í gang. „Ég sagði ekki neitt af viti maður,“ sagði Óskar léttur. „Við töluðum bara um það að passa það að byrja vel. Það er alltaf gott að ná frumkvæðinu en ég plottaði ekki þessa byrjun. En þetta er eitthvað sem við töluðum um.“ „Við töluðum um að stíga fast á menn, pressa þá grimmt og reyna að pressa þá á réttum mómentum. Það eru fáir betri í því heldur en Gísli Eyjólfsson og það er bara gleðilegt að við höfum náð þessum tveimur mörkum. Þetta eru mörk sem eru einkennandi fyrir okkur og fyrir Gísla. Annars vegar pressa þar sem hann vinnur boltann af einum besta leikmanni deildarinnar, Rodri, og fær víti og svo þetta sturlaða mark hjá honum þar sem hann skilur menn eftir og neglir honum svo sláin inn.“ Breiðablik tekur á móti Valsmönnum í næstu umferð Bestu-deildarinnar og Óskar segir að liðið taki margt jákvætt með sér í þann leik. Hann segir þó að það skipti engu máli að Blikarnir séu nú búnir að vinna fimm deildarleiki í röð. „Auðvitað er það fínt, en ég horfi kannski meira á það að við höfum verið kaflaskiptir í sumar. Við höfum átt góða kafla og svo höfum við átt slæma kafla. Kaflar sem við höfum bara dottið út og gefið liðum frumkvæðið. Markmiðið er að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana. Mér fannst við ná því í dag og við þurfum bara að byggja ofan á það.“ „Fimm sigrar í röð hjálpa okkur ekkert á móti Val. Valur er frábært lið á mikilli siglingu. Við unnum þá í öðrum leik í mótinu og það hjálpar okkur heldur ekkert. En það gefur okkur þá vissu að ef það er kveikt á okkur og við erum besta útgáfan af sjálfum okkur þá getum við unnið þá,“ sagði Óskar að lokum. Besta deild karla Breiðablik KA
Ríkjandi Íslandsmeistarar Breiðabliks unnu góðan 2-0 sigur er liðið tók á móti KA í uppgjöri tveggja efstu liða seinasta tímabils í Bestu-deild karla í knattspyrnu í dag. Nokkuð jafnræði var á með liðunum í upphafi leiks og ekki hægt að segja að færin hafi komið á færibandi. Liðin skiptust á að klappa boltanum og illa gekk að opna varnir andstæðingana. Vísir/Hulda Margrét KA-menn virtust þó örlítið líklegri til að verða fyrri til að brjóta ísinn og liðið kom sér í ágætar stöður í nokkur skipti. Ásgeir Sigurgeirsson fékk besta færi norðanmanna í fyrri hálfleik þegar hann slepp einn í gegn þegar um fimm mínútur voru eftir af hálfleiknum, en Anton Ari var vel vakandi í markinu, rauk út og lokaði færinu vel. Vísir/Hulda Margrét Blikar fengu sitt besta færi fyrir hlé með seinustu snertingu fyrri hálfleiksins þegar Gísli Eyjólfsson fékk boltann inni á teig, en skot hans ú nokkuð þröngu færi sigldi fram hjá og staðan var því enn 0-0 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherberga. Það var svo nokkuð augljóst að hálfleiksræða Óskars Hrafns hafi virkað vel fyrir heimamenn því Blikar byrjuðu seinni hálfleikinn af ótrúlegum krafti. Aðeins hálf mínúta var liðin af seinni hálfleiknum þegar Gísli Eyjólfsson komst inn í sendingu frá Steinþóri Má Auðunssyni, markverði KA. Gísli keyrði inn á teiginn þar sem Steinþór mætti honum, braut af sér og vítaspyrna dæmd. Höskuldur Gunnlaugsson fór á punktinn fyrir heimamenn og skoraði af miklu öryggi í hægra hornið og staðan orðin 1-0. Gísli Eyjólfsson var svo aftur á ferðinni á 54. Mínútu þegar hann fékk boltann inni á miðju, klobbaði Bjarna Aðalsteinsson og keyrði í átt að marki. Hann lét svo vaða af tæplega 25 metra færi og þaðan fór boltinn í slána og inn. Afar glæsilegt mark. Vísir/Hulda Margrét Eftir það róaðist leikurinn nokkuð, en heimamenn virtust þó alltaf líklegri til að bæta við frekar en að gestirnir færu að hleypa spennu í leikinn. Blikarnir sköpuðu sér nokkur- ákjósanleg færi það sem eftir lifði leiks, en ekki urðu mörkin fleiri og niðurstaðan varð því 2-0 sigur Íslandsmeistaranna. Af hverju vann Breiðablik? Eftir jafnan fyrri hálfleik fengu Blikarnir fljúgandi start í seinni hálfleik þegar Gísli Eyjólfsson stal boltanum og fiskaði vítaspyrnu áður en hálfleikurinn var orðinn mínútu gamall. Meistararnir nýttu sér meðbyrinn og Gísli skoraði svo sjálfur glæsilegt mark örfáum mínútum síðar sem gerði gestunum virkilega erfitt fyrir. Hverjir stóðu upp úr? Áðurnefndur Gísli Eyjólfsson átti góðan dag í liði Blika og eins og áður segir 2firkaði hann vítið sem liðið skoraði fyrra markið úr og skoraði svo sjálfur seinna mark liðsins. Hvað gekk illa? Báðum liðum gekk illa að skapa sér færi framan af leik, en Blikarnir vöknuðu þó til lífsins í síðari hálfleik og fundu leiðir í gegnum vörn gestanna. KA-menn voru hins vegar ekki jafn duglegir við að skapa sér færi og það hjálpaði gestunum ekki neitt. Hvað gerist næst? Liðin leika bæði næstkomandi fimmtudag á heimavöllum sínum. KA-menn taka á móti toppliði Víkings og Breiðablik fær Valsmenn í heimsókn. Hallgrímur: Menn þurfa að ætla sér að skora Hallgrímur Jónasson á hliðarlínunni í leik dagsins.Vísir/Hulda Margrét „Þetta var bara flottur leikur. Við spiluðum gríðarlega vel í dag og ég er virkilega ánægður með frammistöðuna,“ sagði Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, að leik loknum. „Ég er ánægður með margt í þessum leik, en því miður töpum við að því er mér finnst ósanngjarnt. Við getum sjálfum okkur um kennt með fyrsta markið, það er ekki þægilegt að koma út í seinni hálfleik og fá á sig ekkert mjög gáfulegt víti eftir 40 sekúndur. Það breytir aðeins leiknum.“ „Annað markið er síðan einstaklingsframtak þar sem Gísli gerir vel og kemst í góða stöðu. Við erum þarna með mann sem hefði getað brotið á honum, en er á gulu spjaldi og þorir ekki að taka hann niður og svo kemur eitthvað frábært skot. Þannig að það er pirrandi, en mér fannst frammistaðan góð en úrslitin eru því miður leiðinleg fyrir okkur.“ Þá segir Hallgrímur að hann hefði viljað sjá sína menn gera meiri atlögu að marki Breiðabliks í fyrri hálfleik. „Ég hefði viljað sjá okkur ógna markinu aðeins meira. Við vorum með vindi og að skapa fullt af góðum stöðum, en mér finnst við ekki nógu direct. Við þurfum meira drápseðli og menn þurfa að ætla sér að skora.“ „Svo náttúrulega breytist leikurinn í seinni hálfleik við markið. Það er vindur á móti okkur, en ég samt ánægður með seinni hálfleikinn. Ég er ánægður með allt nema það að við fáum áokkur tvö mörk. Rétt áður en þeir skora seinna markið þá fáum við dauðafæri til að jafna leikinn og svo vildu mínir menn líka fá víti einu sinni. En þegar öllu er á botnin hvolft þá komum við hérna, mætum góðu liði og spilum vel. Ef við höldum þessu áfram þá erum við í góðum málum.“ KA-menn ætluðu sér stóra hluti í ár og norðanmenn töluðu um að liðið ætlaði sér Íslandsmeistaratitilinn. KA er nú með 11 stig eftir átta leiki og gæti endað daginn 13 stigum á eftir toppliði Víkings. Hallgrímur segir þó að liðið sé ekki búið að stimpla sig út úr titilbaráttunni strax. „Hlutirnir eru fljótir að breytast í fótbolta og við erum ekki þar akkúrat núna. Við þurfum bara að einbeita okkur að því að fara í leikina með frammistöðu eins og í dag, fá fleiri stig og sjá svo hvað það gefur okkur. En akkúrat núna er langt í efstu liðin,“ sagði Hallgrímur að lokum. Óskar: Markmiðið er að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, gat leyft sér að brosa í leikslok.Vísir/Hulda Margrét „Fyrri hálfleikurinn bar þess merki af okkar hálfu að við spiluðum á móti mjög kröftugum vindi. Það var slunginn andstæðingur eins og KA-mennirnir eru. KA er með gott og öflugt lið og ég er sammála því að fyrri hálfleikurinn var í járnum,“ sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, eftir leik. „Þeir náðu ekki að nýta sér meðvindinn og við áttum oft í erfiðleikum með að koma boltanum upp á móti vindinum. En svo snérist þetta við í seinni hálfleik og við byrjuðum auðvitað mjög sterkt. Mér fannst við vera töluvert sterkari aðilinn en í seinni hálfleik hefðum við getað skorað fleiri mörk. Mér fannst þetta vera góð frammistaða og ég er ánægður með hana. Þetta lofar góðu.“ Óskar segist þó ekki hafa haldið einhverja sérstaka ræðu í hálfleik til að koma sínum mönnum í gang. „Ég sagði ekki neitt af viti maður,“ sagði Óskar léttur. „Við töluðum bara um það að passa það að byrja vel. Það er alltaf gott að ná frumkvæðinu en ég plottaði ekki þessa byrjun. En þetta er eitthvað sem við töluðum um.“ „Við töluðum um að stíga fast á menn, pressa þá grimmt og reyna að pressa þá á réttum mómentum. Það eru fáir betri í því heldur en Gísli Eyjólfsson og það er bara gleðilegt að við höfum náð þessum tveimur mörkum. Þetta eru mörk sem eru einkennandi fyrir okkur og fyrir Gísla. Annars vegar pressa þar sem hann vinnur boltann af einum besta leikmanni deildarinnar, Rodri, og fær víti og svo þetta sturlaða mark hjá honum þar sem hann skilur menn eftir og neglir honum svo sláin inn.“ Breiðablik tekur á móti Valsmönnum í næstu umferð Bestu-deildarinnar og Óskar segir að liðið taki margt jákvætt með sér í þann leik. Hann segir þó að það skipti engu máli að Blikarnir séu nú búnir að vinna fimm deildarleiki í röð. „Auðvitað er það fínt, en ég horfi kannski meira á það að við höfum verið kaflaskiptir í sumar. Við höfum átt góða kafla og svo höfum við átt slæma kafla. Kaflar sem við höfum bara dottið út og gefið liðum frumkvæðið. Markmiðið er að lengja góðu kaflana og stytta vondu kaflana. Mér fannst við ná því í dag og við þurfum bara að byggja ofan á það.“ „Fimm sigrar í röð hjálpa okkur ekkert á móti Val. Valur er frábært lið á mikilli siglingu. Við unnum þá í öðrum leik í mótinu og það hjálpar okkur heldur ekkert. En það gefur okkur þá vissu að ef það er kveikt á okkur og við erum besta útgáfan af sjálfum okkur þá getum við unnið þá,“ sagði Óskar að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti