Mikilvægt að ESB viðurkenni sérstöðu Íslands í flugsamgöngum Kjartan Kjartansson skrifar 17. maí 2023 09:04 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, var ánægður að heyra Ursulu von der Leyen viðurkenna sérstöðu Íslands á blaðamannafundi með Katrínu Jakobsdóttur í gær. Vísir/EPA/samsett Forstjóri Icelandair segir það mikilvægt að forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins hafi viðurkennt sérstöðu Íslands í tengslum við breytingar á losunarheimildum til flugfélaga í gær. Verði ekki tekið tillit til sjónarmiða Íslands gæti verðmunur á flugferðum frá landinu hlaupið á fleiri þúsundum króna. Íslensk stjórnvöld hafa sóst eftir því að fá undanþágu frá nýjum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Rökin eru þau að reglurnar skaði samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem stunda tengiflug yfir Atlantshafið auk þess sem að Ísland sé háð flugsamgöngum umfram aðrar Evrópuþjóðir vegna landfræðilegrar legu sinnar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lýsti yfir skilningi á afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Ísland gæti fengið ákveðnar tilslakanir til og með 2026. „Það var mjög gott að sjá í gær að Ursula og hennar fólk í Brussel er sammála því að það verður að taka tillit til sérstöðu Íslands,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gerir ráð fyrir að áfram verði tekið tillit til stöðu Íslands Evrópusambandið hyggst grípa til aðgerða til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegundum frá flugsamgöngum á allra næstu árum. Það er liður í markmiði sambandsins um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 55 prósent fyrir árið 2030 til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Auk þess að gera kröfur um að flugfélög noti vistvænt eldsneyti í vaxandi mæli á næstu árum standa til breytingar á evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir (ETS). Flugfélög, sem hafa fram að þessu fengið heimildir fyrir mest alla losun sína ókeypis, þurfa nú að kaupa losunarheimildir. Ætlunin er að fríum losunarheimildum fækki um fjórðung árið 2024, um helming árið 2025 og hverfi með öllu árið 2026. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau gætu útdeilt til flugfélaga til og með 2026 á blaðamannafundi eftir fund hennar og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Tók von der Leyen fram að mikilvægt væri að Ísland gæti gefið öllum flugfélögum slíkar heimildir til þess að jafnræðis væri gætt. Þær Katrín sögðu að þessi lausn væri háð endanlegu samþykki aðildarríkja ESB og Alþingis. Bogi sagði að þó að honum væri ekki kunnugt um smáatriði þessa samkomulags þá hljómaði eins og tekið yrði tillit til sérstöðu Íslands til 2026. „Síðan á að koma nýtt kerfi 2027 sem á að jafna leikinn. Ef það gerist ekki þá hljótum við að gera ráð fyrir að áfram verði tekið tillit til sérstöðu Íslands,“ sagði Bogi. Verðmunur gæti hlaupið á tugum dollara Spurður út í það hvaða áhrif það hefði á íslensk flugfélög ef Ísland fengi ekki undanþágur frá nýjum reglunum sagði Bogi að kostnaður þeirra sem reka tengimiðstöð í Keflavík hækkaði. Aukinn kostnaður hefði áhrif á verðlag. Ómögulegt væri að nefna nákvæmar upphæðir í því samhengi, það réðist af markaðsverði á losunarheimildum sem flugfélögin þyrftu að kaupa. Verðið hefur hækkað hratt undanfarin ár. „Mismunurinn á þeim sem eru að tengja hér á Íslandi eins og við og Play og félögum sem eru að fara eitthvað annað, hann getur verið einhverjir tugir dollara á hverja ferð,“ sagði Bogi en það tugir dollara gæti verið hvar sem er frá um 1.300 krónum og upp í hátt í þrettán þúsund krónur. Þetta hefði tvímælalaust áhrif á flugfélögin. „Þess vegna hafa stjórnvöld á Íslandi tekið þetta svona alvarlega og unnið mjög ötullega í þessu máli og við stutt þau,“ sagði Bogi. Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Icelandair Bítið Tengdar fréttir Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. 19. apríl 2023 12:24 „Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 1. apríl 2023 13:39 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Íslensk stjórnvöld hafa sóst eftir því að fá undanþágu frá nýjum Evrópureglum sem eiga að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda frá flugsamgöngum. Rökin eru þau að reglurnar skaði samkeppnishæfni íslenskra flugfélaga sem stunda tengiflug yfir Atlantshafið auk þess sem að Ísland sé háð flugsamgöngum umfram aðrar Evrópuþjóðir vegna landfræðilegrar legu sinnar. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB, lýsti yfir skilningi á afstöðu íslenskra stjórnvalda fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Ísland gæti fengið ákveðnar tilslakanir til og með 2026. „Það var mjög gott að sjá í gær að Ursula og hennar fólk í Brussel er sammála því að það verður að taka tillit til sérstöðu Íslands,“ sagði Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Gerir ráð fyrir að áfram verði tekið tillit til stöðu Íslands Evrópusambandið hyggst grípa til aðgerða til þess að draga úr losun gróðurhúsalofttegundum frá flugsamgöngum á allra næstu árum. Það er liður í markmiði sambandsins um að draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 55 prósent fyrir árið 2030 til þess að vinna gegn loftslagsbreytingum af völdum manna. Auk þess að gera kröfur um að flugfélög noti vistvænt eldsneyti í vaxandi mæli á næstu árum standa til breytingar á evrópska viðskiptakerfinu með losunarheimildir (ETS). Flugfélög, sem hafa fram að þessu fengið heimildir fyrir mest alla losun sína ókeypis, þurfa nú að kaupa losunarheimildir. Ætlunin er að fríum losunarheimildum fækki um fjórðung árið 2024, um helming árið 2025 og hverfi með öllu árið 2026. Von der Leyen sagði að íslenskum stjórnvöldum yrði boðið að fá ókeypis losunarheimildir sem þau gætu útdeilt til flugfélaga til og með 2026 á blaðamannafundi eftir fund hennar og Katrínar Jakobsdóttur, forsætisráðherra, fyrir leiðtogafund Evrópuráðsins í gær. Tók von der Leyen fram að mikilvægt væri að Ísland gæti gefið öllum flugfélögum slíkar heimildir til þess að jafnræðis væri gætt. Þær Katrín sögðu að þessi lausn væri háð endanlegu samþykki aðildarríkja ESB og Alþingis. Bogi sagði að þó að honum væri ekki kunnugt um smáatriði þessa samkomulags þá hljómaði eins og tekið yrði tillit til sérstöðu Íslands til 2026. „Síðan á að koma nýtt kerfi 2027 sem á að jafna leikinn. Ef það gerist ekki þá hljótum við að gera ráð fyrir að áfram verði tekið tillit til sérstöðu Íslands,“ sagði Bogi. Verðmunur gæti hlaupið á tugum dollara Spurður út í það hvaða áhrif það hefði á íslensk flugfélög ef Ísland fengi ekki undanþágur frá nýjum reglunum sagði Bogi að kostnaður þeirra sem reka tengimiðstöð í Keflavík hækkaði. Aukinn kostnaður hefði áhrif á verðlag. Ómögulegt væri að nefna nákvæmar upphæðir í því samhengi, það réðist af markaðsverði á losunarheimildum sem flugfélögin þyrftu að kaupa. Verðið hefur hækkað hratt undanfarin ár. „Mismunurinn á þeim sem eru að tengja hér á Íslandi eins og við og Play og félögum sem eru að fara eitthvað annað, hann getur verið einhverjir tugir dollara á hverja ferð,“ sagði Bogi en það tugir dollara gæti verið hvar sem er frá um 1.300 krónum og upp í hátt í þrettán þúsund krónur. Þetta hefði tvímælalaust áhrif á flugfélögin. „Þess vegna hafa stjórnvöld á Íslandi tekið þetta svona alvarlega og unnið mjög ötullega í þessu máli og við stutt þau,“ sagði Bogi.
Fréttir af flugi Loftslagsmál Evrópusambandið Icelandair Bítið Tengdar fréttir Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. 19. apríl 2023 12:24 „Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 1. apríl 2023 13:39 Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Sjá meira
Sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi Löggjöf um breyttar reglur um losunarheimildir í flugi var samþykkt á Evrópuþinginu í gærmorgun. Forsætisráðherra segir löggjöfina hafa hlutfallslega mikil áhrif á flugsamgöngur til og frá Íslandi. Hún trúir að raunhæf lausn náist í málinu, sjónarmið Íslands hljóti að mæta skilningi. 19. apríl 2023 12:24
„Ísland getur ekki tekið upp þessa tilskipun“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra telur að Evrópusambandið sé farið að átta sig á sérstöðu Íslands í flugsamgöngum. Hún segir ljóst að Ísland muni ekki taka tilskipun sambandsins um loftslagsskatta upp óbreytta. 1. apríl 2023 13:39