Minnast ekki á lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar 16. maí 2023 20:30 Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Í yfirlýsingunni, sem kennd er við þáverandi utanríkisráðherra Frakklands Robert Schuman, kom meðal annars fram að fyrsta skrefið í þeim efnum væri stofnun kola- og stálbandalags, fyrsta forvera sambandsins. Lokamarkmiðið væri hins vegar að til yrði evrópskt sambandsríki. Forystumenn hérlendra Evrópusambandssinna minnast gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar 9. maí ár hvert, daginn sem hún var flutt af Schuman í franska utanríkisráðuneytinu árið 1950. Árið í ár var engin undantekning. Hins vegar hefur þess ljóslega verið gætt í gegnum tíðina að minnast ekki orði á þá hluta yfirlýsingarinnar þar sem fjallað er um lokamarkmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Markmiðið frá upphafi Bandaríki Evrópu Fram kemur þannig til að mynda í Schuman-yfirlýsingunni að með kola- og stálbandalagi yrði lagður grunnur að efnahagsþróun sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki (e. the federation of Europe) en Schuman hefur ásamt franska diplómatanum Jean Monnet verið fremstur í flokki þeirra sem gjarnan hafa verið nefndir feður Evrópusambandsins. Ekki sízt af Evrópusambandssinnum. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um sambandsríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann til að mynda á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Committee for the United States of Europe) sem í áttu sæti fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum og áratugum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Til dæmis hafa allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi verið yfirlýstir stuðningsmenn þess. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Markmiðið um evrópskt sambandsríki rataði nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem tók við völdum í desember 2021 og systurflokkar Samfylkingarinnar og Viðreisnar eiga aðild að. Þar segir að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki (þ. föderalen europäischen Bundesstaat). Lykilatriðið þar er vitanlega orðið „áfram“ enda verið unnið markvisst að því til þessa. Versnandi staða fámennari ríkja ESB Meðal þess sem einkennt hefur Evrópusambandið í vaxandi mæli á undanförnum árum, og á allajafna við um sambandsríki en ekki alþjóðastofnanir, er áherzla á það að möguleikar ríkja á því að hafa áhrif á ákvarðanir fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru í stað þess að setið sé við sama borð óháð íbúafjölda. Þar standa fámennari ríkin vitanlega verst að vígi en þau fjölmennustu að sama skapi sterkast. Hvert markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandinu hefur verið frá upphafi, hvernig sambandið hefur þróast í gegnum tíðina og hvert það stefnir er eðli málsins samkvæmt algert grundvallaratriði þegar rætt er um það hvort rétt væri fyrir Ísland að ganga í raðir þess eða ekki. Ekki sízt þar sem ljóst er að ekki yrði beinlínis hlaupið þaðan út aftur þegar einu sinni væri komið þar inn líkt og reynsla Breta sýnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur J. Guðmundsson Evrópusambandið Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heimur hins sterka og óvissan framundan Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Viðhorf Leifur Helgi Konráðsson skrifar Skoðun Emma Lazarus og Frelsisstyttan Atli Harðarson skrifar Skoðun Rétt tímasetning skiptir öllu máli Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Sjá meira
Með svonefndri Schuman-yfirlýsingu fyrir 73 árum var grunnurinn lagður að því sem við þekkjum í dag sem Evrópusambandið. Í yfirlýsingunni, sem kennd er við þáverandi utanríkisráðherra Frakklands Robert Schuman, kom meðal annars fram að fyrsta skrefið í þeim efnum væri stofnun kola- og stálbandalags, fyrsta forvera sambandsins. Lokamarkmiðið væri hins vegar að til yrði evrópskt sambandsríki. Forystumenn hérlendra Evrópusambandssinna minnast gjarnan Schuman-yfirlýsingarinnar 9. maí ár hvert, daginn sem hún var flutt af Schuman í franska utanríkisráðuneytinu árið 1950. Árið í ár var engin undantekning. Hins vegar hefur þess ljóslega verið gætt í gegnum tíðina að minnast ekki orði á þá hluta yfirlýsingarinnar þar sem fjallað er um lokamarkmiðið með samrunaþróuninni innan Evrópusambandsins. Markmiðið frá upphafi Bandaríki Evrópu Fram kemur þannig til að mynda í Schuman-yfirlýsingunni að með kola- og stálbandalagi yrði lagður grunnur að efnahagsþróun sem yrði fyrsta skrefið á þeirri vegferð að breyta Evrópu í sambandsríki (e. the federation of Europe) en Schuman hefur ásamt franska diplómatanum Jean Monnet verið fremstur í flokki þeirra sem gjarnan hafa verið nefndir feður Evrópusambandsins. Ekki sízt af Evrópusambandssinnum. Monnet lýsir því í endurminningum sínum hvernig unnið hafi verið markvisst, leynt og ljóst, skref fyrir skref, að lokamarkmiðinu um sambandsríki en til þess að styðja við þá vinnu setti hann til að mynda á laggirnar nefnd sem hann kallaði Aðgerðanefnd um Bandaríki Evrópu (e. Action Committee for the United States of Europe) sem í áttu sæti fulltrúar helztu stjórnmálaflokka og verkalýðsfélaga í Vestur-Evrópu. „Föderalen europäischen Bundesstaat“ Hreinlega hefur verið vandfundinn sá pólitíski forystumaður Evrópusambandsins og ríkja þess á liðnum árum og áratugum sem ekki hefur stutt lokamarkmiðið um eitt ríki. Til dæmis hafa allir forsetar framkvæmdastjórnar sambandsins undanfarna áratugi verið yfirlýstir stuðningsmenn þess. Samhliða því hefur Evrópusambandið jafnt og þétt öðlast fleiri einkenni ríkis og er fyrir vikið þegar orðið federalískt að stóru leyti. Markmiðið um evrópskt sambandsríki rataði nú síðast inn í stjórnarsáttmála ríkisstjórnar Þýzkalands sem tók við völdum í desember 2021 og systurflokkar Samfylkingarinnar og Viðreisnar eiga aðild að. Þar segir að áfram skuli unnið að því að Evrópusambandið verði að sambandsríki (þ. föderalen europäischen Bundesstaat). Lykilatriðið þar er vitanlega orðið „áfram“ enda verið unnið markvisst að því til þessa. Versnandi staða fámennari ríkja ESB Meðal þess sem einkennt hefur Evrópusambandið í vaxandi mæli á undanförnum árum, og á allajafna við um sambandsríki en ekki alþjóðastofnanir, er áherzla á það að möguleikar ríkja á því að hafa áhrif á ákvarðanir fari fyrst og fremst eftir því hversu fjölmenn þau eru í stað þess að setið sé við sama borð óháð íbúafjölda. Þar standa fámennari ríkin vitanlega verst að vígi en þau fjölmennustu að sama skapi sterkast. Hvert markmiðið með samrunanum innan Evrópusambandinu hefur verið frá upphafi, hvernig sambandið hefur þróast í gegnum tíðina og hvert það stefnir er eðli málsins samkvæmt algert grundvallaratriði þegar rætt er um það hvort rétt væri fyrir Ísland að ganga í raðir þess eða ekki. Ekki sízt þar sem ljóst er að ekki yrði beinlínis hlaupið þaðan út aftur þegar einu sinni væri komið þar inn líkt og reynsla Breta sýnir. Höfundur er sagnfræðingur og alþjóðastjórnmálafræðingur (MA í alþjóðasamskiptum með áherzlu á Evrópufræði og öryggis- og varnarmál).
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Skoðun Mannekla á leikskólum Rakel Björk Benediktsdóttir Borg,Margrét Edda Gnarr,Hannes Daði Haraldsson skrifar
Skoðun Tillaga um endurskoðun á virðisaukaskattskerfi deilihagkerfisins Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Umsögn um breytingar á ýmsum lögum vegna einföldunar og samræmingar leyfisferla á sviði umhverfis- og orkumála Erla Björk Þorgeirsdóttir skrifar
Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson Skoðun