Innherji

Rekst­ur Öl­­gerð­­ar­­inn­­ar mun þyngj­­ast á næst­­a ári og að­­stæð­­ur minn­­a á  2019

Helgi Vífill Júlíusson skrifar
Jakobsson Capital verðmetur Ölgerðina á 16,4 krónur á hlut sem er fjórðungi hærra en markaðsgengið. Gengi félagsins hefur hækkað um tæplega 50 prósent síðastliðið ár. „Ölgerðin er lengi búin að vera meðal vanmetnari félaga en er það ekki lengur,“ segir í verðmati.
Jakobsson Capital verðmetur Ölgerðina á 16,4 krónur á hlut sem er fjórðungi hærra en markaðsgengið. Gengi félagsins hefur hækkað um tæplega 50 prósent síðastliðið ár. „Ölgerðin er lengi búin að vera meðal vanmetnari félaga en er það ekki lengur,“ segir í verðmati. Vísir/Vilhelm

Eftir „frábæra“ afkomu Ölgerðarinnar í fyrra, sem má einkum rekja til aukinnar sölu ásamt fjárfestingu í sjálfvirknivæðingu og meiri skilvirkni í rekstri, má búast við að reksturinn verði  þyngri á næsta ári, að sögn hlutabréfagreinenda. Rekstrarumhverfi Ölgerðarinnar mun minna margt á aðstæður árið 2019 þegar vöxtur einkaneyslu var hægur eftir ferðamönnum hafði fjölgað mikið á árunum á undan. Á þeim tíma stóð rekstrarhagnaður félagsins í stað og tekjuvöxtur var óverulegur að raunvirði.


Tengdar fréttir

Öl­gerðin vildi stækka með yfir­töku á fyrir­tækjarisanum Veritas

Ölgerðin, stærsti drykkjarvöruframleiðandi landsins, var í hópi þeirra fjárfesta sem sýndu áhuga á að kaupa fyrirtækjasamstæðuna Veritas fyrr árinu. Óvissa í efnahagslífinu, einkum vegna hækkandi vaxta, þýddi hins vegar að talsverðu munaði í væntingum mögulegra kaupenda og seljenda um verðmiða á félaginu og var söluferlið því sett ótímabundið á ís.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×